Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Síða 4

Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Síða 4
m ISLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 11. NÖV. 1971. Engin Doors án Jim Morrison „Dauðinn gerir oldcur öll að englum,“ sagði ameríski pop- snillingurinn og ljóðskáldið Jim Morrison í bók sinni Ame rican Prayer. Nú er Jim Morri son allur. Hann lést í París á síðastliðnu sumri. Undanfarin fimm ár hefur líf Jim verið stórbrotnara en orð fá lýst. Hann var fyrirliði hljómsveitarinnar Doors og samdi mörg þeirra laga, er þeir fluttu, auk bess að vera mikilvirkt ljóðskáld. Eflir margra ára slark og stóra skammta af lífsnautnum hafði hann nokkru fyrir dauða sinn fundið frið. Hann settist að í París og ætlaði að fara að helga sig kvikmyndum. En hann hafði tekið of mik- ið út úr lífsins bankabók, — heilsa hans var farin að gefa sig, þótt ungur væri að árum. Hann fannst liðið lík í íbúð sinni einn sólbjartan dag við bakka Signu. Vinir hans vissu að hann átti við vanheilsu að stríða, en engu að síður kom fregnin um andlát hans á ó- vart. Hann var jarðsettur í lcyrr þey að viðstöddum ránustu vinum og ættingjum. Það verður engin Ðoors án Jim Morrison. Liðsmenn hljóm sveitarinnar hafa ákveðið að hljómsveitin verði eklci endur- reist. „Það yrði hjáróma," sögðu þeir. „Jim var alltof stór hluti af hljómsveitinni og verk hans of ríkjandi, til að hægt væri að vinna undir sama nafni án hans.“ They are waiting to take us into the severed garden Do you know how pale & wanton thrillful comes death om a strange hour unannounced, unplanned for like a scaring over-friendly guest you've brought to bed Death malces angels of us all & gives us wings where we had shoulders smooth as raven's claw. Jim Morrison. Páll tfe: n?.sfi!:5iss02i skrifar Trúbrot á Norðurlandi Trúbrot, hljómsveitin umtal aða, kom í heimsólm til Norð- urlands síðustu helgi í október. Léku þeir á föstudagskvöld á skólaskemmtun við góðar undirtektir, en ekki kunnum við neinar sögur þaðan. Á laugardagseftirmiðdag voru tónleikar í Borgarbíói, en þrátt fyrir ótrúlega lágt miða- verð, aðeins kr. 125.00, var háfltómt hús. Þær hundrað og fimmtíu hræður, sem komu þó á hljómleikana, kunnu engan vcginn að meta það, sem þar fór fram. Einhverjir tveir menn sem voru á fylliríi, höguðu sér eins og þeir hefðu aldrei smakkað vín áður, voru með leiðinleg köll, þegar hlé varð milli laga, og voru öllum til hinna mestu leiðinda og sjálf- um sér til skammar. Að því slepptu, þá lék Trú- brot töluvert undir getu, en orsökin fyrir því er kannski hinar daufu viðtökur áheyr- enda. Á laugardagskvöld var síðan almennur dansleikur á Dalvík, og hefur sjálfsagt verið þar fullt hús og allir skemmt sér vel. Jesus Crist Superstar Á myndinni hér að ofan sjást aðalstjörnurnar eftir frumsýning- una á Broadway: Júdas (Veren), Jesus (Fenholt) og María (Elli man). Fyrir skömmu var frumsýnd ur á Broadway söngleikurinn frægi „Jesus Krist Superstar.“ Gekk á ýmsu í sambandi við þessa frumsýningu. Úti fyrir dyrum lcikhússins stóð hópur fólks, angi af hreyfingu ungs fólks um gervöll Bandaríkin, sem trúir á Jesúm, með spjöld, sem á stóð: Jesús, von mann- kyns, Jesús Kristur guðslamb. Vildi fólk þetta fyrst og fremst mótmæla Superstar- nafngiftinni og túlkuninni á tsetamentinu. Söngleiknum var annarg frá bærlega vel tekið og þótti sýn- ingin öll hin stórkostlegasta. I Danmörku hafa þeir rnilc- ið hugsað um að setja Super- star á svið. Það munu vera þeir, sem stóð ufyrir söngleikn um Hair, sem ætla að setja verkið á svið. Það er þó öllu meira fyrirtæki að koma Sup- PAPPÍRSÞURRKUR KOSTA SAMA OG ÞYOTTUR ÁEINU HANDKLÆÐI f^APPÍRSVÖRUR*# SKÚLAGÖTU 32.- SIMI LEITID UPPLÝSINGA Umboð á Akureyri: VALDIMAR BALDVINSSON Sími 21350. erstar upp, því að verkið krefst sinfóníuhljómsveitar og 20 manna kórs. AIls er ráðgert að Hljómplötufyrirtækið banda ríska, RCA, hefur fengið hug- mynd, sem tæpast á sinn líka. Þeir ætla nefnilega að gefa út fjórar stórar plötur með Elvis Presley. Og ekki nóg með það, þvi auk tónlistarinnar, sem ef- laust verður nóg af, ætla þeir að hafa í plötuuinslaginu bút úr klæðum goðsins. Aðeins verða gefin út 150 þúsund eintök af plötunum, sem þykir víst ekki mikið þarna úti. Litlar líkur eru tald- ar á því að eintök af plötun- um berist hingað til lands, því hljómplötuheildsalar í Dan- mörku voru farnir að örvænta um að þeir fengu plöturnar. Heyrzt hefur, að í umslag- 125 manns taki þátt í sýning- unni. Það ku víst aðeins vanta hæfa leikara í aðalhlutverkin. inu með plötunum fjórum og klæðissnifsinu verði að auki litmynd af Presley sjálfum í fullri líkamsstærð. Það sem hefur mcst sögu- gildi fyrir umslagið er eflaust búturinn úr klæðum Presleys. Fötin sem klippt verða, eru hin sömu og hann hefur ldæðzt á hljómleikapöllunum, - hvar hann hefur með einstæðum hristingi sínum og mjaðma- skaki fengið jafnvel hjörtu millistéttarkerlinga í Eanda- ríkjunum til að slá hraðar. Það er ekki að efa að um- slag hetjunnar, sem hefur oft haldið heilum hljómleikasölum í hendi sér, mun rjúka út. Sérstæður hljóm- plötuviðburður

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.