Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Qupperneq 14

Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Qupperneq 14
$4 ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 11. NÖV. 1971. SIGUR ÁN OFBELDIS Smásaga effir RANJEE SHANHANl Ég hafði verið beðinn að skrifa skáldsögu og þar sem mér gekk illa að vinna heima í borginni, tók ég saman fögg- ur mínar og hélt til Himalaj- anna. Þar leigði ég mér kofa langt frá annarri byggð, á hæð, þar sem sívarandi snjó- breiðurnar blöstu við. Staðurinn var skemmtilegur, fagur eins og mynd á póstkorti. Fyrsta daginn gerði ég ekkert nema að horfa á fegurðina, sem blasti við augum mínum. Smátt og smátt, án meðvitaðr- ar áreynslu, fór svo sagan að taka á sig form. Daginn eftir settist ég við borðið tilbúinn að skrifa einn eða tvo kafla. Framundan mér lá dalurinn í mjúkum, boga- dregnum línum, glitrandi í gullnu sólarljósinu. Fugl, sem ég ekki sá, sendi mér þrjá skæra tóna út í kyrrt loftið. Aðrir söngvarar loftsins tóku undir, einn eftir annan. Síðan skyndileg þögn eins og náttúr- an hefði þagnað til að draga andann, síðan fíngerður ómur, líkt og titringur sjálfs ljóssins, og allt var eins og á hreyfingu af hinum yndislega, mjúklega og dillandi söng trjátítlunnar. Ég var hrifinn. Aldrei fann ég mig færari til að skrifa. En ekki hafði ég fyrr tekið mér pennan í hönd en háir, hvellir tóns,r bárust mér til eyrna. Einhver var að leika á flautu og gerði það andstyggi- lega. Ég stóð á fætur, bál- reiður. Þarna, rétt fyrir utan gluggann, sat feitur, klunna- legur kúasmali og blés af öll- um kröftum. „Farðu, farðu burtu,“ hróp- aði ég. I stað svars sendi hann mér kveljandi tónaflóð. „Burtu héðan,“ hrópaði ég og steytti framan í hann hnef- ana. Hann heyrði ekki til mín eða þóttist ekki gera það. Að síðustu leit hann upp og sagði: „Hvers vegna ætti ég að fara? Þú átt ekki þennan stað. Allir eru velkomnir hingað.“ Þetta var satt. Náunginn sat á eign ríkisins. Hann var til fullkominnar skapraunar. „Líttu nú á,“ sagði ég, „ef þú ferð burtu, skal ég gefa þér fjögur annas.“ „Sýndu mér peningana." Ég kastaði peningnum til hans. Hann tók hann upp, virti hann nákvæmlega fyrir sér, reyndi hann með tönnun- um og hraðaði sér síðan burtu. Ég settist niður til að vinna. Árangurslaust. Ég reis á fætur i reiði og fór út á göngu. Því meira, sem ég hugsaði, því reið ari varð ég. Ég hafði komið alla leið til Himalaja til þess eins að láta trufla mig. Næsta dag fékk ég að heyra enn hvellari og skrækari tóna — algera lagleysu. Ég næstum fætti hár mitt. Ég þreif opinn gluggann og öskraði: „Burtu með þig, þrælmennið þitt.“ Þorparinn sýndi ekki einu sinni það lítillæti að horfa í áttina til mín. Hann sat á hækj um sér og lék eins og sá, sem fengið hefur innblástur. „Sjáðu nú til,“ sagði ég að síðustu, „ég skal aftur gefa þér fjögur annas ef þú vilt hypja þjg á stundinni.“ Ég var sann- færður um að þetta myndi hrífa. En allt kom fyrir ekki. Náunginn hreyfði sig ekki um svo mikið sem tommu. Hann hélt áfram að spila. Hvað átti ég að gera? Líkja eftir Mahatma Gandhi og reyna siðferðislegar fortölur, sagði rödd innra með mér. Svo stakk ég höfðinu út um glugg- ann og sagði eins vingjarnlega og ég gat: „Vinur minn, hvers vegna ertu að ónáða mig? Ég hef verk að vinna. Vertu nú svo góður að láta mig í friði.“ „Ætti ég að reyna hlutlausa andstöðu?“ spurði ég sjálfan mig. Ef ég neitaði að skrifa söguna, þangað til náunginn hætti að spila, gæti verið að hann léti undan. Ég framkvæmdi strax þessa hugmynd. Einn dagur leið, tveir, þrír, fjórir. Þorparinn hélt áfram að spila án minnsta samvizkubits. Hve lengi átti ég að bíða? Fimmta daginn var þolin- mæði mín fullkomlega þrotin. Samt sem áður reyndi ég enn einu sinni bónaleiðina við kval ara minn. Ég sagði vingjarn- lega: „Vinur minn, ég er að skrifa skáldverk. Hávaðinn í þér truflar mig mjög. Gerðu það nú fyirr mig að spila ein- hvers staðar annars staðar. Ef þú gerir það ekki, neita ég að skrifa.“ „Ég veit ekki um hvað þú ert að tala. Hvað er eiginlega skáldverk?" „Saga,“ svaraði ég. „Og þig langar til að skrifa sögu?“ ,Já.“ Hann ætlaði að springa af hlátri. „Hvað er svona fyndið?“ spurði ég. „Hvílíkt afreksverk, sem þú ert að vinna. Hver kerling get- ur sagt sögu. Þú gerir allan þennan hávaða út af engu.“ Og síðan byrjaði hann aftur að spila. Mér varð Ijóst, að hlutlaus andstaða hafði ein- faldlega ekkert að segja. Hvernig ætti þessi búri að skilja hvað það var að skrifa sögu? Ég gæti eins vel rök- rætt um bróðurþel við mann- ætu. Nei, Ijósið er aðeins fyrir þá, sem hafa auga til að sjá. Hellisbúinn kýs hið sótt- kveikjuþrungna myrkur og hátterni tígrisdýrsins og apans. „Ég skal gefa þér átta ann- as, ef þú vilt láta mig í friði,“ sagði ég við hann. Hann stökk á fætur og rétti út höndina. Frá þessum degi hélt ég áfram að borga þar til það var komið upp í rupeu á dag. Þctta var hreinasta fjárfúlga. Auk þess gat ég ekkert unnið. Sérhver morgunn fór í rökræður við þennan búra. En þá fékk ég allt í einu snjalla hugmynd. Ég skellti næstum því upp úr. Næsta morgun, þegar ég heyrði fvrstu tón bölvaðrar flautunnar, hrað aði ég mér niður. „Vinur minn,“ sagði ég við náungann, ..hljómlist þín er guðdómleg. Hún hefur loksins hrifið mig og heldur vesælli sál minni fanginni. Ég get ekki lifað án hennar." Hann starði á mig vantrúarfullur. „Ég hélt, að þú hataðir hana,“ sagði hann og dcplaði augunum. „Nei, nei, ég tilbið hana. 1 guðsbænum haltu áfram að spila. Ég skal borga þér rupeu á dag, ef þú vilt spila fyrir mig í tvo tíma.“ Hann féllst á það. þó að ég veitti því að vísu athygli, að hann spilaði aðeins í hálfa aðra klukkustund. Næsta morg un sagði dóninn við mig, án þess að depla augunum, að hann yrði að fá meira. Ein rupea fyrir tvær klukkustundir væri ekki nóg. hann hefði feng ið þá upphæð fyrir það eitt að fara burtu. Tvær rupeur væri það alminnsta sem hann gæti tekið. „Allt í lagi, vinur,“ sagði ég. „Ég get ekki verið án tónlist- ar þinnar. Ég hugsa, að ef þú vrðir að hætta að spila, myndi hjatra mitt hætt aað slá.“ „Ég virðist þá eftir því spila vel,“ sagði hann og varð hnar- reistur. „Konunni minni finnst ég aðeins gera hávaða." „Nei, nei, vinur minn. Þú ert snillingur — neisti af guð- dómlegum eldi. Sjálfur guðinn Pan hefur aldrei leikið svipað þvi svona vel.“ Þennan dag spilaði náung- inn aðeins í klukkustund. Tveim dögum síðar fór ég aftur til hans og saaði: „Vinur minn, ég á ekki meiri peninga, en ég dái hljómlist þína. Þú verður að spila fyrir mig hér eftir. án nokkurs endurgjalds.11 „Nei, nei, ég get ekki spilað f\>rir þia án þess að fá borgun. Ég fer og það strax.“ ,,f guðsbænum gerðu það ekki. Hafðu meðaumkun með mér.“ „Hvað heldurðu að ég sé, fífl eða hvað? Ef þú vilt heyra hljómlist, verður þú að borga fyrir hana; ef þú gerir það ekki, verðurðu að vera án hennar. Ég er farinn og kem aldrei aftur.“ „Þú getur ekki gert mér þetta,“ muldraði ég og bældi niður stunu. „Get ég ekki?“ Og náung- inn snerist á hæl. Það var það síðasta, sem ég sá af honum. I I 1 I I I s s s s s I I I I I I I I I I I I s I I s 8 I I I I I I • SPURNING VIKUNNAR HVAÐ FINNST YÐUR UM AÐGERÐIR RÍKISSTfÖRN- ARINNAR í RAFORKUMÁLUM NQRÐLENDINGA? Hallgrímur Arason, matsveinn: Ég er algerlega á móti aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Það er engin bragarbót að fá einhvern „hund að sunnan", sem færi svo jafn- vel í fyrstu haustveðrum. Mér skilst, að jafnvel línan frá Laxá sé oft hætt komin, svo maður gæti rétt ímyndað sér hvernig færi fyrir línu, sem lægi yfir hálendið. Sigurður Ármannsson, pípulagninga- maður: „Hundinn" vil ég ekki sjá. Við Noðrlendingar eigum að eiga okkar cigin virkjun, þar sem Laxárvirkjunin er, en það er mitt álit, að sú virkjun eigi fullkomlega rétt á sér. Jóm'na Helgadóííir, kennari: Ég vil lítið um þetta segja, annað en það að mér virðist þessi mál vera orðin vægast sagt ákaflega loðin, og full þörf á að almenningur sé upp- lýstur um málið. Filippía Guðbrandsdóttir: Mér finnst stjórnvöld sýna ákáflega mikið ábyrgðarleysi í þessum málum, enda varla við öðru að búast af þcss- um mönnum. L Svavar fóhannsson, bifreiðaeftirlitsm: Ég er mjög mótfallinn svona að- gerðum, sem miða að því að taka af okkur öll ráð í raforkumálum, áður vorum við þó hafðir með í ráðum, en nú eru allar ákvarðanir teknar fyrir sunnan og við síðan látnir kyngja þeim. fá, ég er alger „hundaandstæð- ingur.“ Gestur Jónasson, leikari: Ég vil ekkert með „hunda“ hafa, því að það er engin lausn fyrir Norð- lcndinga. Virkjunarmálið er aftur á móti þrifafyrirtæki, sem þarf að kom- ast í gegn. Ég hef nú farið þarna aust- ur til að kynna mér þetta, og að mínu viti er alltof mikið gert úr því hve náttúruspillandi þessar virkjunarfram kvæmdir eru. Björn Baldvinsson, hafnarvörður: Mér finnst það nú bara liggja í aug um uppi, hvers kyns þessar aðgerðir eru. Þetta eru ekkert annað cn kosn- ingaloforð við örfáa bændur, sem Magnús Kjartansson er að efna, á kostnað alls almennings. Já, dýr eru þau atkvæðin. Magnús Björnsson, bóndi: Mér finnst þetta nú æði breytt við- horf frá því sem áður var, þegar Norð lendingar voru þó að minnsta kosti virtir viðlits. Og annað mál er það líka, hvernig unnt væri að halda „hundi“ í lagi yfir vetrarmánuðina, það hlyti að vera erfitt.

x

Íslendingur - Ísafold

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.