Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Qupperneq 15
ÍSLENDINGUR-ÍSAFOLD - FIMMTUDAGUR 11. NÓV. 1971. 15
DAGBÓK
DAGBÓK
• SJÚKRAÞJÓNUSTA
VAlíTAUPPLÝSINGAR vegna
þjónustu lækna og lyfjabúða á
Akureyri eru gefnar allan sól-
arhringinn í síma 11052.
SJÚKRABIFREIÐ Rauða Krossins
á Akureyri er staðset* í Slökkvi-
stöðinni við Geislagötu, - sími
12200.
® TILKYNNINGAR
ORD DAGSINS - SÍMI 2-18-40.
Gissur Pétursson, augnlæknir,
verður fjarverandi til 20. nóv.
IOOF. - Rb. '12IIIIO8V2. I.
Fíladelfía, Lundargötu 12. — Al-
menn samkoma hvern sunnu-
dag kl. 8.30 sd. — Vitnisburð-
ir, söngur og hijóðfæraleikur. —
Allir hjartanlega velkomnir. —
Sunnudagaskóli hvern sunnu-
dag kl. 11 f. h. — öll börn
hjartanlega velkomin.
Garðyrkjustjórinn á Akureyri hef-
ur fasta viðtalstíma á þriðju-
dögum og föstudögum milli kl.
10-12 f. h. í síma 21281.
Kristniboðshúsið Zion: — Sunnu-
daginn 14, nóv.: Sunnudaga-
skóli kl. 11 f, h, Öll börn vel-
komin. — Samkoma kl. 8.30
e. h. (Kristniboðsdagurinn). —
Sýnd verður kvikmynd frá
kristniboðsstarfi á Madagaskar.
Gunnar Sigurjónsson cand. te-
ol. talar. Allir hjartanlega vel-
komnir.
Samkomur Votta Jehófa að Þing-
vallastræti 14, II. hæð. — Við
bjóðunr yður að lcoma og hlusta
á nokkrar tímabærar og and-
lega uppbyggjandi biblíuræður,
sent Berndt Carlson frá Reykja
vík mun fiytja: Laugardaginn
13. nóvember kl. 20.30, og
sunnudaginn 14. nóvember kl.
16.00. Ræðuefnið á sunnudag-
inn er: Breytir sannleikurinn
Iífi þinu? Allir velkomnir.
© AFMÆLI
Sjötug varð 7. þ. nt. frú Jónína
Arnljótsdóttir, Fjólugötu 4 á Ak-
ureyri.
Áttræður varð 4. þ. m. Kristinn
Jónsson (frá Kaupangi) nú vist-
maður á Elliheimili Akureyrar.
Fimmtugur varð 9. þ. m. Hallur
Sigurbjörnsson skattstjóri, Asa-
byggð 2, Akureyri.
75 ára verður 14. þ. nt. Bergur
Björnsson verkamaður, Höfða-
hlíð 12, Akureyri.
• SÖFN
Amtsbókasafnið er opið alla virka
daga kl. 1 — 7, laugard. kl. 10 —
4 og sunnudaga kl. 1 — 4.
Matthíasarhús er opið kl. 2 — 4
daglega.
Davíðshús er opið kl. 5 — 7 dag-
lega.
Minjasafnið á Akureyri er opið
daglega kl. 1.30 — 4 e. h. -- Á
öðrum tímum er tekið á mót;
skóla- og ferðafólki eftir sam-
komulagi.
• FLOKKSSTARFIÐ
FLOKKSSTARFIÐ: - Skrifstofa
Sjálfstæðisflokksins er að Kaup
vangsstræti 4, sími 21504. —
Framkvæmdastjóri er Lárus
Jónsson. — FUS, Vörður: Við-
talstímar stjórnar eru frá 5 — 7
e. h. á flokksskrifstofunni alla
fiinmtudaga. — Bæjarfulltrúar
fiokksins hafa viðtalstúna ann-
an hvern mánudag kl. 5 — 7 e.h.
7. nóv. sl. voru gefin saman í
hjónaband brúðhjónin ungfrú
Sigurbjörg Stella Einarsdóttir og
Páll Þorsteinsson ketil- og plötu
smiður. Heimili þeirra er að
Norðurgötu 33, Akureyri.
7. nóv. sl. voru gefin saman í
hjónaband brúðhjónin ungfrú
Soffía Sævarsdóttir hárgreiðslu-
dama og Helgi Vilberg Her-
mannsson nemandi í Handíða-
og myndlistarskólanum. Heim-
ili þeirra er að Skarðshliö 25,
Akureyri.
SI. þriðjudag voru gefin saman í
hjónaband í Akureyrarkirkju
brúðhjónin Bára Kjartansdóttir
og Þorsteinn Marinó Símöttar-
son, fyrrverandi útgetðatmað-
ur, tit heimilis að Noiðurgötu
56, Akureyri.
Luagardaginn 6. nóv. voru gefin
saman í hjónaband í Akureyr-
arkirkju brúðhjónin ungfrú Sig
ríður Gísladóttir og Ragnar
Halls Hallsson. Heimili þehra
er í Ásabyggð 15, Akureyri.
• MINNINGARSP JÖLD
Minningarspjöld Kvenfélagsins
Hlífar fást í Bókabúðinni Huld
og hjá Laufeyju Sigurðardóttur,
Hlíðargötu 3.
HRAÐFRYSTING
SKREIÐARVERKUN
SALTFISKVERKUN
ÚTGERÐ
BEITUSALA
ÍSSALA
Starfrækjum fiskbúð
Isafirði - Símar: Skrifst. 3727 - Fiskbúð 3497
Námskeið
LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ, — framkölluo og kopier-
ing, — hefst í Hvamnti þriðjudaginn 16. þ. m. kl. 8 e.h.
Innritun í Gagnfræðaskólanum hjá Ingólfi Ármanns-
syni og á skrifstofu æskulýðsráðs, Hafnarstræti 100,
simi 12722.
ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR.
PÓSTHÓLF118
Siglfirðingur skrifar:
Ég hef nú keypt íslending-
ísafold í nærri þrjú ár, og
líkar tiltölulega vel við efni
blaðsins.
En þar sem íslendingur-
Isafold á að vera málgagn
fjögurra kjördæma, finnst
mér að þið eigið að sýna
meiri lit á að þjóna þeim.
Ég nefni sem dæmi spurn-
ingu vikunnar. Ég minnist
þess varla að fólk utan Ak-
uryerar hafi verið innt álits.
Ég vona að þið kippið
þessu í lag hið bráðasta. —
Kær kveðja. — Siglfivðingur.
Eins og lesendur hafa ef-
laust tekið eftir, var síðasta
blað að verulegu leyti helgað
Vestfjörðum. Blaðamaður Is
lendings-ísafoldar skrapp
nokkra daga vestur og ræddi
við fólk og skrifaði greinar.
Stefnan er að auka tíðni þess
ara ferða.
Um spurningu vikunnar er
það að segja, að það er alls
ekki sjaldgæft að fóllc utan
af landsbyggðinni sé spurt,—
Ritstjóri.
Æskulýðsmál
Herra ritstjóri.
Þér hafið nú nýverið tekið
til meðferðar í blaði yðar hús
næðisvandamál æskufólksins
og viidi ég gjarnan fá að
leggja þar orð í belg.
Það er nauðsyn fyrir ak-
ureyskt æskufólk að eignast
þak yfir höfuðið, stað þar
sem það getur komið saman
og skemmt sér í góðum fé-
lagsskap, — um það efast
enginn. Hvers vegna gera þá
bæjaryfirvöld ekkert í mál-
inu? Minni bæjarfélög en Ak
ureyri hafa komið sér upp
slíkri aðstöðu, og það er sam
dóma áiit manna á þeim stöð
um, að það hafi verið spor
í rétta átt.
Þegar maður les um það í
blöðunum svo að segja dag-
iega, að ráðist sé á fólk á
götum úti af ungiingum, að
ungiingar fremji innbrot og
jafnvel að unglingaglæpahóp
ar séu á ferii, þá hlýtur sú
spurning að vakna hjá manni
hvernig á þessu standi. Er
þetta foreldrunum að lcenna?
Hafa þeir ekki alið börnin
sín nógu vel upp? !á, það
er auðveld lausn á vandamál
inu að varpa sökinni yfir á
foreldrana. En þetta er því
miður ekki svo einfalt. Vissu
lega hefur gott uppeldi mikið
að segja, en þar þarf einnig
að koma til margt annaö. Þeg
ar unga fólkið fer út á kvöld-
in, þá þarf einhvern stað, þar
se mþað getur komið saman.
Hér á Akureyri eru það sjopp
urnar og göturnar.
Heilbrigð æskulýðsstarf-
semi er gulls ígildi. Ræjar-
stjórn þarf að vakna upp af
þessum langa svefni sínum
og gera eitthvað í málinu taf-
arlaust. Og að lokum vil ég
hvetja alla til að veita má!i
þessu liðsinni, og þá ekki
hvað sízt bæjarblöðin,— MeS
fyrirfranr þöklc fyrir birtingu
- G. J.
Maður kom að máii vic
blaðið og bað okkur um að
koma beirri spurningu á fram
færi. hvernig á því stæði að
engir gosdrykkir eða annað
slíkt væri á boðstólnum í A1
þýðuhúsinu annað en Coca
Cola. Sagðist maðurinn of
hafa spurzt fyrir um þetta
en aldrei fengið nein svör. —
„Ég er nú einu sinni Alcur
eyringur og drekk því Thul
að góðra Akureyringa sið,
sagði maðurinn að lokum.
Raíorka hf.
tilkynnir:
Bæjarins mesta úrval af PLASTICÚLUM. —
Margir nýir litir. — Lítið inn!
RAFORKA
Glerárgötu 32. - Sími á verkst.: 12257. Búðin: 21867.
Húsmæður!
N sýni-
(Husqvarnay kennsla
Frú Erla Ásgeirsdóttir frá Reykj "vík hefur sýnikennslu
á Husquarna aaumavélum í ve'zHm okkar sunnudag-
inn 14. og mánudaginn 15. nóv.
Verið allar velkomnar.
BRYNJÓLFUX SVEiM 3SOM hJ.