Íslendingur - Ísafold


Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Síða 16

Íslendingur - Ísafold - 11.11.1971, Síða 16
fsMfiipr -ísiifold Fimriníiídicsiir 11. névember 1971. SJALFSTÆÐISHUSIÐ Fösludagxir: Rcstaurant — skenuntikvöld: Rússneskir listamenn skemmta. — Lsugardagtir: Skemmtikvöld. — ■ Sunnudagur: Restaurant. «S« ■?> ' , -vfí y , ~ "<v' j '%£Xii&WZ. s:'" ?_______*** i |. Framkvæmdir hafnar við flug- vallarhraðbrautina Enda þótt flugvallarhrað- brautin sé nú ekki Iangt kom- in, hefur hún þó sætt nokkurri gagnrýni, legu sinnar vegna. Er hún lögð á mjög svipuðum stað og gamli vegurinn fyrir innan Krókeyri, í mestu snjóa- kistunum, í stað þess að fara •með brautina nær flugbraut- inni, og losna þannig viö snjó- inn. I tilefni af þessu náði blaðið tali af Sigfúsi Erni Sigfússyni, deildarverkfræðingi hjá Vega- gerð ríkisins, og spurði hann um þetta. Sagði Sigfús, að stað ið hefði til að láta veginn liggja nær flugbrautinni, en Flug- málastjórn, sem á þetta land, hefði ekki verið til viðræðu um það, þar eð þeir töldu sig þurfa á þessu landi að halda í framtíðinni undir flugskýli, og aðra aðstöðu. Ekki kvaðst Sigfús þó sjá neina ástæðu til að óttast það svo verulega að vegurinn teppt Sauðárkrókur: Öreiða í sútunarverksmiðj- unni og óánægja með raf- | órkumálin } 4 Nokkur óvissa ríkir nú á Sauðárkróki í sambandi við sútunarverksmiðjuna Loð- skinn, sem hefur verið lokuð að undanförnu, en verksniiðj- an á að sögn í nokkrum fjár- hagserfiðleikum. Upphaflega var búizt við að verksmiðjan myndi veita 50 — 60 manns at- Drengur á reið- ffifóKi fyrir bíl ! Á þriðjudaginn varð dreng- ur á reiðhjóli fyrir bíl í Skipa- götu. Slasaðist hann nokkuð og var fluttur í sjúkrabifreið á sjúkrahús. > Á sunnudag urðu að sögn lögreglunnar á Akureyri 7 á- rekstrar á götum bæjarius. Or sÖKuðust flestir af nrkilii hálku. Vegna slæmrar færðar og óveðurs um síðustu helgi var óvenjulítið um ölvun í bænum, þó voru tveir teknir ölvaðir við akstur. vinnu að staðaldri, og yrði mik il lyftistöng fyrir allt athafna-- líf á Sauðárkróki, og með hlið sjón af því fékk fyrirtækið all- milda fyrirgreiðslu, þar á með al nokkra tugi milljóna króna frá Norðurlandsáætluninni og einhver skattfríðindi af hálfu bæjaryfirvalda. Reyndin varð aftur á móti sú að fyrirtækið virðist aldrei hafa náð sér almennilega af stað, og hafði yfirleitt aldrei meira en 15 — 20 manns þar í vinnu. Ekki tókst blaðinu að ná í neinn ábyrgan aðila af hálfu stjórnar Loðskinns, en að sögn Guðjóns Sigurðssonar, frétta- ritara blaðsins á Sauðárkróki, hefur ekkert fengist enn á hreint í þessu máli. Mikill uggur er í Sauðkrækl inum þessa dagana vegna að- gerða ríkisstjórnarinnar í raf- orkumálum Norðurlands, og sagði Guðjón menn vera langt frá því að vera sáttir við „hund inn“. En sl. laugardag sat ÓI- afur Jóhannesson, sem kunn- ugt er, fund með þingmönnum Norðurlandskjördæmis vestia og bæjarstjórnar Sauðárkróks, þar sem hann staðfesti að raf- lína verði lögð yfir fiálendið, og að ekki verði um frekari framkvæmdir að ræða við Lax á, né heldur Svartá. Samtök til stuðnings heyrn- arskertu fólki Stofnað hefur verið norðan- lands félagið Heyrn, samtök til stuðnings heyrnarskertu fólki, og til að vinna að málefnum þess. Stofnfundur hefur verið haldinn og framhalds-stofn- fundur hefur verið ákveðinn laugardaginn 13. nóvember kl. 16 í Oddeyrarskólanum á Ak- ureyri. Þar verður lagt fram frum- varp til laga fyrir samtökin og kosin stjórn og starfið skipu- lagt. Allir, sem áhuga hafa á málefninu, eru velkomnir á fundinn. — Jóhannes Óli Sæ- mundsson, Valdís Jónsdóttir, Sigurður Flosason. i®eíp, seen ætla að ferðast tii annarra landa, ættu að kynna sér kin nýju flugfargjöld. . FERÐASKRIFSTQFA AKUREYRAR, - sími 11475. Fjölsóttir fundir Sjálfstæðis- manna Um síðastliðna helgi hélt Sjálfstæðisflokkurinn þrjá al- menna stjórnmálafundi hér i kjördæminu, á Ólafsfirði, Húsavík og loks hér á Akur- eyri. Voru allir þessir fundir fjölsóttir og í alla staði mjög vel heppnaðir. Milli sextíu og sjötíu manns sóttu hvorn fund inn, á Ólafsfirði og Húsavík, og yfir hundrað fundinn hér, þrátt fyrir vont veður. Alþing- ismennirnir Magnús Jónsson og Lárus Jónsson fluttu ávörp á fundunum, og svöruðu fyrir- spurnum, sem voru Jjölmargar. Ræddi Lárus málin heima fyrir og tók m. a. til meðferðar aðstöðu æskufólks í strjálbýli til framhaldsnáms og lrekna- málin, en Magnús ræddi hins vegar um þjóðmálin vítt og breitt, svo sem hina ábyrgðar- lausu stefnu ríkisstjórnarinnar í öllum málum. Var ræðunum vel tekið og fundirnir, eins og áður sagði, mjög vel heppnaðir. ist vegna snjóa, því bæði lægi hann afieins utar en gamli veg urinn, og yrði einnig hæT’. Hafnar eru fyrir nokkru framkvæmdir við veginn, en miðað er við að verktakinn, Norðurverk hf., skili honum fullbúnum í júlí. • REIÐI INGVARS Þessa dagana hefur legið fyr ir Alþingi þingsályktunartillaga Magnúsar Jónssonar, Lárusar Jónssonar, Eyjólfs Konráðs og Pálma Jónssonar um að skora á ríkisstjórnina að afla nú þeg ar fjár til samgönguáæflunar Norðurlands. Ingvar Gíslason sá ástæðu til að ráðast harka- lega að Magnúsi Jónssyni út af þessum tillöguflutningi. Var svo helzt að skilja á Ingvari, að Magnús héfði átt að skilja eftir nokkur hundruð miHjón- ir í fyrra til þess að fram- kvæma samgönguáætlun Norð urlands, sem unnið hefur ver- ið að undanfarið, og er nú á því stigi, að hægt yrði að byrja að framkvæma hana næsta vor. Spurningin er sú, hvort Ingvar hefur orðið svona mið ur sín út af tiLlöguflutningi Magnúsar o. fl. vegna þess að hann hafi vitneskju um að núv. ríkisstjórn ætli að láta undir höfuð leggjast að afla fjár til þessa átaks til sam- göngubóta á Norðurlandi. Ef til vill á það að bæiast við aðrar gerningar Norðlendinga frá hálfu núverandi stjórn- valda. • SAMGÖNGUBÆTUR HÖFUÐNAUÐSYN Norðlendingar hafa undan- farin ár lagt á það höfuð- áherzlu, að gera sérstakt átak í atvinnumálum. I því efni hef ur atvinnumálaþáttur Norður- landsáætlunar orðið að veru- legu liði. Fjár var aflað til þerirar áætlunar í tæka tíð, þegar hún var tilbúin. Þetta var einnig gert á sl. hausti, að því er varðaði Austfjarðaáætl- un. Þá var aflað af þáv. fjár- málaráðherra 60 milljóna kr. til þess sérstaka átaks í sam- göngumálum Austfirðinga. — Það er krafa Norðlendinga, að nú þegar verði slíkt hið sama gert að því er varðar Norður- landsáætlun af núv. fjármála- ráðherra. • ARFUR HALLDÓRS E. Allt í einu hefur svo brugð- ið við á þessum haustdögum, Framhald á bls. 11.

x

Íslendingur - Ísafold

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur - Ísafold
https://timarit.is/publication/677

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.