Faxi - 01.12.1941, Blaðsíða 2
2
F A X I
A ferð um lönd loganna
Eiríkur litíi sat fyrir fram-
an eldstóna og horfði inn í glæð-
urnar. Honum leiddist, því all-
ir á bænum höfðu eitthvað að
starfa og enginn mátti neitt
vera að sinna honuirr.
Allt í einu heyrir hann sagt
rétt fyrir framan sig: »Góðan
daginn, Eiríkur«, og hann sá
pínulítinn mann í rauðum föt-
um með svartan hatt á höfðinu,
sem sat þarna í eldstónni á gló-
andi kolamola.
Þessi skrítni náungi kinkaði
vingjarnlega kolli til Eiríks og
spurði: »Langar þig ekki að
koma og heimsækja mig?«
»Það get ég alls ekki, til þess
er ég allt of stór og svo mundi
ég líka hrenna mig«, svaraði
Eiríkur.
»Nei, alls ekki. Hérna hefi ég
meðferðis föt af sömu gerð og
mín«, sagði maðurinn og rétti
Eiríki fataböggul. Ef þú setur
upp hattinn þann arna, þá verð-
ur þú lítill eins og ég, og farir
þú í fötin, þá gerir eldurinn þér
ekkert mein«.
Þar sem Eiríki leizt vel á
manninn í eldinum og langaði
til að reyna töframátt fatanna,
þá lét hann hattinn á höfuðið,
en. óðara breyttist hann og varð
nú að litlum anga, sem viðstöðu-
laust renndi sér í rauðu fötin.
Þessu næst steig hann upp í
eldstóna og geltk óhræddur inn
í rauða logana og án þess að
finna til minnstu óþæginda af
hitanum, fylgdi hann sínum
skrítna félaga inn í Eldlöndin.
»Þú mátt kalla mig Svart«,
sagði nú maðurinn við Eirík,
»og ég er ráðgjafi konungsins
sem á þetta land. Mikil sorg
ríkir á meðal okkar Eldlend-
inga, því að dóttir konungsins
hefir fellt ástarhug til konungs-
sonarins í Vatnalandi, og hann
líka til hennar, en þau geta
ekki fengið að eigast, því að
eldur og vatn er ósamrýman-
legt, vatnið slekkur eldinn og
eldurinn breytir vatninu í gufu.
Æfintýri fyrir börn
— Nú, þar sem víð vitum, að
kóngsdóttir muni gráta sig í
hel, af því henni er meinað að
eiga elskhuga sinn, þá sendi
faðir hennar mig eftir þér, ef
þú kynnir að geta hjálpað okk-
ur«.
»Já, bara að ég gæti hjálpað
veslings kóngsdótturinni, þá
skildi ég ekki liggja á liði
mínu«, sagði Eiríkur litli, og
tárin komu fram í augun á hon-
um af meðaumkun.
»Við Eldlendingar treystum
engum betur en þér til þess, en
takist þér það ekki, þá deyjum
við allir úr sorg. — En nú erum
við að komast til konungshall-
arinnar og konungurinn sjálf-
ur mun skýra betur fyrir þér
alla málavöxtu, en mundu mig
um að taka ekki ofan hallinn,
þegar þú heilsar konungshjón-
unum, því þá ferð þú strax að
stækka og kemst ekki fyrir í
höllinni. Ég veit að þér finnst
það ókurteisi, að heilsa svo
tignu fólki með hattinn á höfð-
inu, en þau munu ekki setja það
fyrir sig undir þessum kring-
umstæðum«.
Þeir félagar höfðu nú gengið
lengi um Eldlöndin, en nú
blasti við þeim fögur og skraut-
leg konungshöll, sem logarnir
léku um og skreyttu á dásam-
legasta hátt. Þeim var vísað inn
í móttökusal hallarinnar, en
þar á gullstólum sátu konungs-
hjónin og dóttir þeirra, öll döp-
ur og sorgmædd, en tárin runnu
stöðugt niður kinnar hinnar
engilfögru meyjar, svo að Ei-
ríkur kenndi sárt í brjósti um
hana.
Hann ávarpaði konunginn og
spurði, hvað hann gæti gert fyr-
ir þau, til þess að frelsa dótt-
ur hans.
»Ég þakka þér fyrir þín vin-
gjarnlegu orð, Eiríkur. Þú ert
sá einasti, sem getur leyst þessa
þraut, enginn minna manna get-
ur það né þorir. Handan tak-
marka Eldlandsins, í dimmum
skógi, býr galdranorn og sýður
hún í potti sínum ýmis konar
töfradrykki, bæði illa og góða:
Farðu til hennar fýrir mig og
fáðu drykk, sem geti læknaö
dóttur mína. Takist þér þetta,
inælti kóngurinn ennfremur,
»muntu verða gæfumaður. En
vita skaltu, að galdrakind þessi
er ill viðureignar, og það er ekki
heiglum hent að fást við hana,
svo á hún grimma hunda, sem
hafa drepið marga mína menn.
Þorir þú nú að fara þessa hættu-
légu ferð fyrir mig?«
Eiríkur lofaði konungi þessu
og hélt tafarlaust af stað, en
Svartur fylgdi honum að landa-
mærunum, lengra þorði hann
ekki að fara, en vísaði honum
veginn heim til nornarinnar.
Þegar þangað kom, var kerling
að hræra í stórum potti og virt-
ist Eiríki hún all ófrýnileg. Hún
harðneitaði að láta meðalið af
hendi og gerði sig líklega til aö
siga hundunum á hann. Þá tók
hann ofan hattinn, en nú kom
annað hljóð í strokk kerlingar.
þegar hún sá hann fara að vaxa
og gat búist við að hann yrði
að voðalegu trölli. Hún varo
óttalega hrædd og bauðst til að
gefa honum meðalið, sem hún
var að sjóða, sagði að það mundi
lækna kóngsdóttur og byrjaði
strax að hella af því á flösku.
En af því Eiríki sýndist kerl-
ing búa yfir svikum, þá vildi
hann nú reyna hana og skipaði
henni því að súpa á flöskunni,
svo hann sæi hvaða áhrif
drykkurinn hefði. Lengi færð-
ist hún undan, en aðlokuinvarð
hún að hlýða, og á sama augna-
bliki varð hún að kolsvörtum
hrafni, sem flaug gargandi burt.
Eiríkur leitaði nú víða að hinu
rétta meðali, en þegar hann var
rétt að gefast upp við leitina,
þá fann hann loks flösku
merkta kóngsdótturinni. Sigri
hrósandi hélt hann nú heim-
leiðis, en sinn trúfasta Svarf.
fann hann á sama stað og hann