Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.05.1946, Qupperneq 1

Faxi - 01.05.1946, Qupperneq 1
HALLGR. TH. BJORNSSON: Sumri fagnað Tungutaks og vængja tjóður leysir vorið. Hug og fæti um hagann heldur léttist sporið Svífa arnfleyg yfir auðn og vetrargrámann æska mín og óskir inn í sumarblámann. St. G. St. Við Islendingar fögnum komu sum- arsins öðrum þjóðum fremur, að því hniga góð og gild rök. Veturnir íslenzku hafa í gegn um hðnar aldir löngum verið þjóð okkar þungir í skauti, þó mjög hafi það breyzt «1 hins betra nú á seinni tímum og þó einkum síðustu áratugina. Eldri menn rnuna hörkuvetur, sem gengu yfir land- ið og ægðu þjóðinni með skepnufelli °g siglingaörðugleikum, vegna hafíss, » • . . landsins forna fjanda“, sem lá eins og múrveggur á siglingaleiðum og varnaði skipunum oft langtímum, að faera þjóðinni björg í bú. Um þetta vitna kvæði góðskáldanna, sem gerðu þenna erkióvin þjóðarinnar að yrkisefni, og fokst oft svo vel að lýsa þeim ógnum °g hrellingum, sem hafísinn skapaði bjóðinni, að við, sem lesum kvæðin, finnum nágustinn leggja okkur að hjarta. Sl'íkra harðindavetra er þjóðin langminnug. Þeir hafa mótað og stælt skap hennar og lundarfar og veitt henni þá dýrkeyptu reynslu, sem er arfur feðranna til núlifandi kynslóðar, — vegarnesti fyrir hina ungu, alfrjálsu þjóð, sem þekkir sögu sína og ann af hjarta þessu kaldranalega föðurlandi, og ber í brjósti sér þrá til þess að hefja það til nýrrar gullaldar. Eingan skyldi því undra, þó sumarbomunni sé fagnað á íslandi. Þeir, sem lifa í myrkri og kulda í fásinni strjálbýlis og eiga í stöðugri óvissu um það, hvort takast megi að halda lífi í sér og sínum á löngum og erviðum vetrum, kunna vel að meta 'hlýjan og bjartan sumardag. Og skáldin tjá hugsanir þessa fólks í ljóðum sín- um, því eins og þau kunnu réttu gígju- gripin við að lýsa hafís og hamförum vetrarins, þá hefir hvergi í víðri veröld fagurlegar verið ort um dásemdir vors- ins og sumarsins. í slíkum kvæðum er voi'hug og sumarþrá þjóðarinnar ofin skrautklæði er sóma vel tilfinningum hennar til árstíðanna. Hjörtu allra, ungra sem gamalla, slá með, — taka undir í þessum sigursöngvum skáld- anna. Margir karmast víst við söguna af litla drengnum, sem meiddi sig í hnéð á steini, en í stað þess að fara að gráta eins og flestum smásveinum er títt, þá söng hann til þess að hamla á móti sárs- aukanum. Það er talsverður skyldleiki með þessari litlu sögu og sögu íslenzku þjóðarinnar. Þegar veturnir surfu harð- ast að henni og nárakkinn glotti við hverja gætt, þá söng hún sumarljóð. — Það var þjóðkór Fjallkonunnar. Þannig hnýtti fólkið vorinu og sumarkomunni kranza úr fögrum ljóðum. í hörkubylj- um og mannskaðaveðrum stígur hin bjarta gyðja vorsins fram í huga hrjáðr- ar og hartleikinnar þjóðar, sem lifir í voninni um hækkandi sól og á sér: . . . „sumar innra fyrir andann, þó ytra herði frost og kingi snjó“. Margur mun nú segja, að þetta eigi fremur við um löngu liðin ógnar ár heldur en þær árstíðir, sem við að und- anfömu höfum átt við að búa, og víst er um það, að skammdegið og vetrar- mánuðirnir valda þjóðinni nú ekki þeim ugg og ótta, sem að framan er lýst. En gleðin yfir komu sumarsins er enn hin sama með íslendingum, og Sumardag- urinn fyrsti skipar erm öndvegið á með- al hátíðisdaga ársins. Við komu þessa sumars hvíla enn sem fyrr cjimmir skuggar sorga og þjáninga yfir mörgum íslenzkum heim- ilmn. Hinn nýliðni vetur hefir, þó mild- ur væri, veitt mörgum djúp og sviða- mikil hjartasár, sem nú blæða. Guð gefi að þetta sumar verði hlýtt og bjart og að sólgyðjan læknd sollnu sárin og þerri tregatárin, og að athafnalífið til lands og sjávar verði mikið og heilla- drjúgt, svo að íslenzka lýðveldið megi vaxa og dafna. — Þetta er mdn sumar- ósk.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.