Faxi - 01.10.1948, Qupperneq 1
FAXI
8. tbl. 8. ár Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Október 1948
Jón Tómasson:
íþróttabandalag Suðurnesja
og íþróttamót þess í sumar
Þess mun haifa verið getið hér í blaðinu
áður, að Iþróttabandalag Suðurnesja var.
stofnað hér fyrir ári siðan með þáttöku
allra þeirra félaga af Reykjanesskaganum,
sem leggja nokkurn verulegan skerf til
íþróttastarfs og fþróttarriála, en það eru
Ungmennafélag Keflavíkur, scm er þeirra
elzt og öflugast, Ungmennafélagið „Garð-
ar“, Garði, Knaotspyrnrifélagið „Reynir“,
Sandgerði og Iþróttafélag Grindavtkur í
Grindavík.
Randalágið 'beitti sér fyrir frjálsíþrótta-
móti Suðurnesja, sem haldið var í Keflavík
21. og 22. 'ágúst í sumar, og svo bæja-
keppni í frjálsum íþróttum milli Akra-
ness og Kefkvvíkur, sem fram fór dagana
24. og 25. september í haust. Undirbúning-
ur undir Olympíuleikiria í sumar og al-
mennur áhugi fyrir þeim, mun 'hafa hvatt
marga til íþróttaiðkana í sumar, eða
svo mikið er víst, að aldrei hafa jafnmarg-
ir, jafnt ungir sem gamlir sést að æfing-
um á vellinum hér í Keflavík. Þar voru
3—4ra ára drengir að hástökks æfingum
og jafnvel stangarstökki og all aldraðir
menn á harðahlaupum. Arik þess má scgja
að varla hatfi sést saman komin 3—4 ung-
menni að ekki væru þau með kringlu
eða kúlu og önnur 'íþróttatæki. Ekki var
þá völlurinn alltaf vel haslaður, jafnvel
notast við kargáþýfðan móa.
Viljann vantaði ekki og þá var mikið
fengið.
Hingað til hdfur skrúðgarðssvæðið verið
notað sem íþróttasvæði og þótt allgott, en
þess má vænta að hafist verði frekar handa
um skrúðgarðsgerðina og það útiloki
íþróttamenn frá æfingum og mótum þar.
Iþróttaleikvangur er ákveðinn á skipulagi
Keflavíkur vestan Hringbrautar á ágætum
stað. Teikning mun þegar vera fyrir hendi
af Vellinum og nokkurt fé til framkvæmda.
Það virðist því ekkert vera sjalfsagðara en
að he'fjast handa nú þegar í haust. Völlur-
inn þarf að komast upp fyrir næsta vor
svo að vallarleysi dragi ekki úr æfingar-
vilja íþróttamanna og annarra sem unna
haldgóðri og hollri líkamsment. Iþrótta-
menn og íþrótta unnendur beitið ykkur
fyrir því að svo megi verða. Auk þeirrar
heilbrigði sem íþróttalífinu er samfara má
njóta ánægju af íþróttasýningum og í-
þróttamótum og gleði atf unnum sigrum
okkar nánustu eða okkar manna. Og þeir
hafa þegar sýnt að þeir eru menn til að
geta sigrað. Við vitum að sá sem ver frí-
stundum sínum vel, sá verður meiri mað-
ur en ella, og við vitum að fátt er betur
gert við frístundirnar en nota þær til í-
þróttaiðkana. Við höfum því varla ráð á
að láta hjá líða að koma upp sæmilegu
íþróttasvæði.
Hér fylgir skýrsla af afrekum móta
þeirra, sem að 'framan getur, með örfáum
skýringum.
Frjálsíþróttamót Suðurnesja
haldið í Keflavík 21.—22. ágúst.
I mótinu tóku þátt tvö félög í Iþrótta-
bandalagi Suðurnesja: Ungmennafélag
Þátttakendur í bæjakeppninni.