Faxi - 01.10.1948, Blaðsíða 4
4
F A X I
í þeirri ætt mun nafnið hafa verið al-
gengt.
— Vöruð þið mörg systkinin?
—■ Foreldrar mínir eignuðust 11 börn,
en aðeins 4 þeirra komust ti'l fullorðins-
ára. Þegar ég fæddist voru þau búin að
missa 5 syni. Tvo misstu þau í einu úr
barnaveiki, tveggja og átta ára gamla.
Einn itáði 17 'ára aldri. Þau voru því mjög
hrædd um að mín 'biðu sömu örlög og
hinna bræðranna. Þá var það að gamall
maður, sem Guðmundur hét, n'ágranni
föður míns, sagði við hann: „Þú skalt láta
drenginn bera þitt nafn, og sjá til hvort
það lánast ekki“.
— Og Ihann hefir farið að ráðum hans ?
— Já. Eg var þó mjög heilsulítill og
táplítill fram yfir fermingu og voru for-
eldrar mínir uggandi um mig, en Guð-
mundur gamli var hinn öruggasti. „Sann-
ið þið til, þessi drengur verður ellistoðin
y.kkar“, sagði hann.
— Og hann hdfir reynst sannspár?
— Já, þau voru hjá mér, eftir að þau
hættu búskap, og dóu bæði hjá mér.
— Bjó ifaðir þinn allan sinn búskap að
Fitjamýri ?
— Nei. Arið 1884, þegar ég var 6 ára,
fluttist hann að Berghyl í Hrunamanna-
hreppi. Þar bjó .hann þar til árið 1903 að
hann fluttist að Austur-Ey í Laugardal.
— Fórstu snemma að 'fást við smíðar?
— Mig langaði alltaif að smíða, þegar
ég var krakki. Faðir minn ifekk einu sinni
Jón bónda og smið i Villingaholti, til að
smíða .fyrir sig, og bauð hann þá föður
mínum að kenna mér að smíða. Varð það
úr, að ég réðist til hans til tveggja ára
smíðaríáms. Þá var ég á seytjánda ári.
1 ViJlingaho'lti var ég jarðskj'álftaárið
1896. Þá hrundu þar öll hús í jarðskjálft-
unum. Þökin voru lögð stórum, íslenzk-
um 'hellum 2—4 cm. á þykfkt, þegar húsin
'fóru að hristast, þoldu þau ekki þungánn
og allt hrundi.
— Hvernig var smíðanáminu háttað ?
— Eg ge'kk að slætti á sumrin, sléttaði
t'ún á haustin og reri áveturna! Minnst af
tímanum var unnið við smíðar. Þó kenndi
Jón mér að smíða líkkistur. Hann var sá
eini þar um slóðir ,sem gerði það, og lét
hann mig smíða nokkrar kistur.
— Þú ert víst 'búinn að smíða nokkuð
margar kistur?
— Þær munu vera fast að eða um 300.
— Fórstu í verið Ú veturna þegar þú
varst ungur?
— Já, ég reri 4 vertíðir á Stokksevri og
eina í Keflavík. Svo fór ég suður á Sel-
tjarnarnes, og var eina vertíð á skútu^sem
Þórður í Ráðagerði 'átti. Eftir það var ég
á Séltjarnarnesi 'fjóra vetur og vor. Var
þá við smiðar hj'á ýmsum, — Runóífi Olafs-
syni í Mýrarhúsum, Þórði í Ráðagerði og
fleirum. Þar var gott að vera. Mér hefir
hvergi liðið eins vel og 'á Nesinu. Fólkið
var svo gott og alúðlegt. En mikið skelf-
ing drukku karilarnir á Nesinu í þá daga.
Það ofbáuð mér. Þórður í Ráðagerði var
að byggja hús, og ha'fði fimm smiði. Þeir
drukku allir nema ég. Þórður galf þeim
oft í staupinu en veitti þeim ákúrur um
leið. Hann var þá vanur að gefa mér rúsín-
ur eða annað góðgæti í staðinn. Við mig
var hann eins og bezti faðir.
— Þú hefir ekki þegið snapsinn?
— Nei, sem betur fór neitaði ég því
afdráttarlaust, og var því þó oft haldið
fast að .mér þar á Nesinu.
— Hefir þú þá aldrei bragðað áfengi ?
— Jú, ekki get ég neitað því, en ég
hefi aldrei fundið á mér.
— Hvar ’byrjaðir þú 'búsikap?
— Eg tók við búi af föður mínum í
Austur-Ey árið 1905 og giftist þá Guð-
rúnu Guðmundsdóttur frá Hörgsholti. Við
eignuðumst 6 börn, 4 dætur og 2 syni og
li'fa þau öll.
— Hafðir þú stórt bú?
—1 O-nei, ég 'átti um 70 ær. En um
vorið, þegar ég ætlaði að taka við búinu,
— þá var ég.hjá Runóllfi I Mýrarhúsum,
— 'frétti ég að Skúli læknir í Skdlholti
ætlaði að hætta búskap og vildi selja fjár-
stofn sinn 80 ær á 13 kr. stykkið. Mig
langaði mjög til að kaupa, því Skúli átti
gott fé, og hafði orð á því við Runólf, en
mig skorti fé, því kaupið var lágt, — kr.
1,50—2,00 a dag við smtðarnar, og var
þó vinnudagur oft langur. Runólfur sagði
að mig skyldi ekki skorta fé, ihann skyldi
útvega mér nóga peninga.
Þegar ég fór ftá honum, fór hann með
mig inn í banka, og fékk mér þar upp-
hæðina, sem mig vantaði, og þurfti ég
ekki einu einni að kvitta fyrir, hvað þá
að setja veð. Sagði hann að ég gæti borg-
að eftir mínum 'hentugleikum, ekkert lægi
á. Keypti ég svo féð, cn (föður mtnum
(fannst þetta mesta óráð, ég mundi aldrei
losna úr svona stórri skuld. Ég gat nú
ekki heyjað nóg handa öllu þessu fé, svo
að ég varð að farga miklu af því um
haustið, en gat 'þá greitt upp skuldina og
átti úrvals 'fjárstofn eftir. Ég þénaði vel
á þessum kaupum.
— Hvenær komstu hingað til Kefla-
víkur?
— Árið 1914, í 'byrjun fyrra stríðsins.
— Konan þín var lengi heilsulaus?
— Já, hún lá rúmföst í 17 ár. Aður hafði
hún tvisvar fengið þessa veiki og þá legið
heilan vetur í hvort skipti, en 1917 veikt-
ist hún í þriðja sinn og lá þá rúmföst þar
til 1934 að Jónasi Sveinssyni lækni tókst
að koma henni á fætur. Hún lifði í 14
ár öftir það og var oftast á fótum.
— Fórstu strax að stunda smíðar þegar
þú komst hingað?
—- Nei, ég var við vélbáta og aðra vinnu
í 6 ár. Þá var ekkert 'byggt hér, og mjög
lítið ifyrir smiði að gera. Það var ekki fyrr
en 1921, sem ég byrjaði að smíða fyrir
alvöru. Þá byggðum við Skúli sál. Högna-
son 2 hús. Voru það hús Einars heitins
Guðmundssonar og Ingibers heitins Olafs-
sonar.
— Varst þú tíkki fyrsti byggingarfull-
trúinn í Keflavík?
— Svo mun það hafa átt að heita. Það
var 'árið 1927 að mér var falið að líta
eftir byggingum og setja þær niður. Þá
var verið að ibyrja að byggja á Norðfjörðs-
túninu ,við Túngötu og Vallargötu, en
ekkert skipulag var þ'á komið og engin
byggingarsamþykkt. — En nú er víst
komið meira en nóg. Blessaður farðu ekki
að skrifa þetta allt saman.
— Nei, ’bara það helzta. En segðu mér,
eru þeir ekki eitthvað skyldir þér nafn-
arnir Skúli Hallsson og Skúli Oddleifs-
son ?
— Jú, þeir eru báðir systursynir mínir.
Þriðja systir mín átti líka Skúla fyrir son.
Var það Skúli dál. Högnason.
Og Skúlanafnið ætlar að 'haldast við í
ættinni?
— Það lítur út fyrir það. Skúli sonur
minn og Sigríður dóttir mín hafa bæði
látið heita því nafni.
Eg þakka Skúla fyrir þægilegheitin.
Skúli er einn þeirra manna, sem hefir
orðið að þola margvís'lega mæðu og örð-
ugleika á 'lífsleiðinni. En 'fáa hefi ég þekkt,
sem taka mótlæti sínu með jafnmikilli ró-
semi. Aldrei hefir hann æðrast eða látið
bugast. Alltaf er hann glaður og gaman-
samur. Allta'f boðinn og 'búinn til að gera
öðrum greiða. Allir, sem hafa eitthvað
'kynnst honum, — og þeir eru orðnir
margir, — munu l>era til hans hlýjan hug,
og h'lýjar óskir a þessum tímamótum. Slík-
um mönnum er gott að kynnast.
G. M.