Faxi

Årgang

Faxi - 01.10.1956, Side 7

Faxi - 01.10.1956, Side 7
F A X I 95 Nætur- og helgidagslæknar í Keflavíkur- héraði frá 27. okt. til 24. nóv. 1956. 27. okt. til 3. nóv., héraðslæknir. 3.—10. nóv., Bjarni Sigurðsson. 10.—17. nóv., Guðjón Klemenzson. 17.—24. nóv., Björn Sigurðsson. Lætur af starfi. Karl G. Magnússon, sem verið hefir héraðs- læknir hér um 15 ára skeið lætur nú af því starfi, sakir aldurs og flytzt til Reykjavíkur. Eftirmaður hans í embættinu verður Einar læknir Ástráðsson, og er hann um þessar mundir að setja sig niður hér í Keflavík. En Guðjón Klemenzson læknir hefir sinnt sjúklingum héraðslæknis meðan þessi lækna- skipti fóru fram. Knattspymunámskeið í Kcflavík. Axel Andrésson sendikennari í. S. I. var hér frá 1. júlí til 6. ágúst í sumar og kenndi knattleika hjá I. B. K. Nemendur voru stúlkur og drengir á aldrinum frá 4—17 ára, alls 203. Kennslan fór fram bæði úti og inni og var áhugi nemenda mikill. Seinasta sunnu- dag námskeiðsins fóru fram sýningar á Axelskerfinu í húsi U. M. F. K., var húsið fullskipað áhorfendum og sýndu þar alls 160 börn á 2 sýningum, telpur og drengir. íþróttafrömuður. Eins og allir vita, hefir Axel gert það að lífsstarfi sínu, að kenna ungu fólki fyrstu leikreglur og þjálfun í handknattleik og knattspyrnu um land allt. Hefir hann áður verið hér við slík kennslustörf og náð ágæt- um árangri. Axel hefir byggt upp sitt eigið kerfi, sem auk þrautmiðaðra leikreglna felur í sér fágun í framkomu, og skilning á góðri þjónustu við aðra, drengilegum leik og hefir þannig almennt uppeldislegt gildi fyrir hið unga fólk og kemur viðkomandi mönnum og samfélagi þeirra að góðu gagni síðar meir. Á Axel því þjóðarþökk fyrir hið mikla og góða starf í þágu æsku þessa lands. Gagnfræðaskólinn í Kcflavík var settur 1. okt s.l. í Keflavíkurkirkju. Skólastjórinn, Rögnvaldur Sæmundsson, setti skólann og ávarpaði nemendru en sóknar- presturin, sr. Björn Jónsson flutti bæn. I skólanum verða að þessu sinni 200 nem- endur í 9 bekkjardeildum. Fastir kennarar eru 8 og auk þess stundakennarar. Fyrsta kjörbúðin í Kcflavík. Þann 14. sept. í sumar opnaði Kaupfélag Suðurnesja sína fyrstu kjörbúð í Keflavík. Búðin er í nýju vistlegu húsi, að Hringbraut 55. Við opnun búðarinnar bauð félagið blaða- mönnum, iðnmeisturum og öðrum gestum ásamt starfsfólki kaupfélagsins, að skoða þessa nýtízkulegu verzlun, sem er búin full- komnustu tækjum kjörbúða eftir nýjustu fyrirmyndum, en búðin er sú fimmta þeirrar tegundar, er kaupfélögin hafa stofnsett á árinu. Er hún teiknuð í teiknistofu S. í. S. og innréttingar allar eru gerðar hérlendis. Meistarar er sáu um byggingu hússins voru: Þórarinn Olafsson byggingarmeistari, Valdi- mar Gíslason múraram., Guðbjörn Guð- mundsson rafv.m., Jón Ásmundsson rörl.m. og Guðni Magnússon málaram. í búðinni er fullkominn kæliútbúnaður fyrir hina ýmsu vöruflokka. Eru tveir kæliklefar fyrir mjólk og kjöt og auk þess frystihólf fyrir ýmsar matvörur. Þessi kjörbúð, sem er í nýju hverfi í vesturbænum, þar sem engin matvörubúð var fyrir á stóru byggðu svæði, bætir úr brýnni þörf, enda hefir mikið verið verzlað þar síðan hún tók til starfa og þykja hinir nýju verzlunarhættir vera til fyrirmyndar. Björgunarbáturinn Gísli J. Johnscn heimsótti Keflavík laugardaginn 15. sept. s.l. Stjórnir slysavarnadeildanna hér í Kefla- vík tóku á móti bátnum og skoðuðu hann ásamt fjölda bæjarbúa. Luku allir miklu lofs- orði á þetta litla en vel búna björgunarskip, enda er það í alla staði mjög vandað og því veglegt framlag til björgunarstarfseminnar í landinu, og þó alveg sérstaklega kærkomið verstöðvunum hér við Faxaflóa. Við þetta tækifæri í kaffiboði slysavarnadeildanna hér, fluttu ræður formenn beggja deildanna, þau Jóna Guðjónsdóttir og Jón G. Pálsson. Auk þeirra tóku til máls Henry Hálfdánarson og Helgi S. Jónsson. Einkenndust ræðurnar af baráttuhug fyrir auknum slysavörnum og þakklæti til gefenda björgunarskipsins og var skrifstofustjóra S. V. F. í. falið að koma þakk- læti Keflvíkinga á framfæri. Ljósviti. Nýjum ljósvita var í sumar komið fyrir í toppi vatnsgeymisins á flugvellinum í Keflavík í stað gamla vitans, er var af ófull- komnari gerð og var auk þess orðinn ótrygg- ur. En vitar þessir hafa mikla þýðingu fyrir aðflug á völlinn. Vitinn mun vera í 40 m hæð frá jörðu og ber hann tvö ljós, er snúast í hring, og senda leiftur sín um langa vegu. Bifreiðastjórafélagið Fylyir. Þann 11. okt. s.l. hélt bifreiðastjórafélagið Fylkir í Keflavík fund, þar sem rædd voru ýms félagsmál. Á fundinum var m. a. sam- þykkt áskorun til lögreglu Keflavíkur, að hún sjái um, að mönnum sé bannað að hjóla á ljóslausum reiðhjólum um götur bæjarins, eftir lögskilinn ljósatíma ökutækja. Hafa að undanförnu verið mikil brögð að þessu og telur fundurinn, að af því stafi mikil slysa4 hætta. Þá skorar fundurinn einnig á lögreglu Keflavíkur, að hún fyrirbyggi að börn og unglingar geri sér að leik, að hanga aftan í ökutækjum manna, sem í mörgum tilfellum getur valdið slysum. Er alveg sérstök þörf á góðu eftirliti, þegar skammdegið fer j hönd og snjór og hálka er á götunum. í þessu sambandi vill fundurinn benda öllum for- svarsmönnum barna, lögreglu, kennurum og foreldrum á þá geigvænlegu slysahættu sem felst í þeim Ijóta leik, sem því miður allt of mörg börn iðka, að neiða bifreiðastjóra til að hægja á sér, með því að látast ætla að stökkva fyrir ökutækið, með þann eina til- gang fyrir augum, að ná taki á afturstuðara bifreiðarinnar, um leið og hún strýkst fram hjá, og láta hana svo draga sig eftir götunni. Bifreiðastjórinn sér ekki hvað er að gerast fyrir aftan bifreið hans, en í mörgum tilfell- um sem þessu, missa börnin af takinu, liggja hjálparvana eftir á götunni og geta þá auðveldlega orðið undir næstu bifreið, sem kemur brunandi eftir hálli götunni. Væntir bifreiðastjórafélagið þess, að þessari aðvörun verði sinnt og að lögreglan taki forustuna í málinu. Þá beinir fundurinn ennfremur þeirri áskorun til viðkomandi aðila, að nú þegar sé fullkominni götulýsingu komið upp á veginum milli Keflavíkur og svo kallaðra Landshafnarhúsa, og þyrfti þó lýs- ingin helzt að ná alla leið inn að flugvallar- hliði. Mun ekki ofsögum sagt, að þetta sé einhver fjölfarnasti vegarspotti landsins, enda fjölsótt samkomuhús á leiðinni og því oít mikið um gangandi vegfarendur í alla vega ástandi innan um ökutækin. Er því mjög mikil slysahætta á þessari leið, þegar skyggja tekur og þarf því að bæta úr þessu hið bráðasta. Bifreiðastjórafélagið Fylkir, sem er stétta- félag bifreiðastjóra við fólksflutninga, var stofnað 2. nóv. 1951 og er það því 5 ára nú um þessar mundir. Formaður þess er Ingólfur Magnússon. Skemmtiferð. Kaupfélag Suðurnesja efndi til skemmti- ferðar fyrir félagskonur sínar dagana 22.— 23. ágúst í sumar. Var ferðast um Borgar- fjörð í yndislegu veðri, báða dagana, skoð- aðir merkustu sögustaðir hins fagra hér- aðs og gist á samvinnuheimilinu, Bifröst. Að þessu sinni tóku 58 konur þátt í förinni og var sú elzta 81 árs. Rómuðu konurnar mjög þetta ferðalag, sem þótti takast með ágætum. Fjárrétt. í haust tóku bændur á Vatnsleysuströnd nýja fjárrétt í notkun. Réttin er í landi Hlöðunesshverfis, skammt frá samkomu- húsinu Kirkjubóli og er af kunnugum talið mikið mannvirki. Þórður Kr. Jónsson bóndi á Stóru-Vatnsleysu gerði frumdrætti að fyrir- komulagi réttarinnar og annaðist byggingu hennar. Þykir réttin mjög hagkvæm og þægi- leg og er bændum sveitarinnar til sóma. I

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.