Faxi - 01.02.1963, Page 3
frú, og Arnbjörn, skrifstofumaður. — Frá
Guðrún býr enn í Bakaríinu, sem enn í
dag er nefnt svo. Er nú þetta hús, sem í
fyrstu stóð eitt á Hæðinni, meðal þeirra
húsa, sem tilheyra miðbænum. Svo mjög
hefur byggðin færzt inn á við í áttina til
Ytri-Njarðvíkur.
Síðla árs 1898 bættist þeim hjónum, frú
Þórunni og Arnbirni, fósturdóttir, Jónína
Guðlaug Sigurjónsdóttir, f. 18. jan. 1887 á
K.álfatjörn á Vatnsleysuströnd. Voru for-
eldrar hennar Sigurjón, kennari á Vatns-
leysuströnd, d. 26. marz 1898, Jónsson og
kona hans Sesselja ljósmóðir Olafsdóttir.
Er Sesselja var orðin ekkja með fimm dæt-
ur ungar, bauð Arnbjörn systur sinni fóst-
ur fyrir eina þeirra. Varð Jóna, elzta dótt-
■rin, fyrir valinu, en Jóna var hún ævin-
lega kölluð, enda ritaði hún nafn sitt
þannig, er hún óx upp. Jóna var prýðilega
vel gáfuð og vel gerð, skemmtileg, hjálp-
fús og góð við alla, er hún átti skipti við.
Hún fékk ágæta menntun og að mörgu ó-
líka því, er þá gerðist. A barnsaldri fór hún
tvivegis til útlanda með fósturforeldrum og
fósturbróðir. Voru þau langdvölum bæði
i Englandi og Kaupmannahöfn. Um 14 ára
aldur var Jóna orðin vel fær í ensku og
dönsku og talaði bæði málin vel. Hún tók
kennarapróf í Reykjavík 1911 og varð þá
þegar kennari, en hvar sem hún starfaði
vann hún hug og hjörtu nemenda sinna.
Jóna giftist 1915 Ólafi Þorsteinssyni bæj-
urverkfræðingi í Reykjavík. Voru þau hjón
systrabörn. Einkasonur þeirra var Sigurð-
ur Jón bæjarverkfræðingur í Hafnarfirði,
ó- 5. okt. 1960. Það féll í hlut Jónu að ala
upp son þeirra, því Ólafur, maður hennar,
varð skammlífur. Hann andaðist í hafi,
milli íslands og Færeyja, 2. sept. 1923. Voru
þau hjón þá á leið til Kaupmannahafnar.
Það átti ekki fyrir Islendingum að liggja
UÖ njóta hæfileika frú Jónu. Hún fór náms-
ferð til Danmerk ur 1927 og sneru þá ör-
. & 1
'Ogm því svo, að hún ílentist í Danmörku,
tok að sér forstöðu barnaheimilis. Kom hún
ekki heim til íslands aftur nema sem gest-
Ur- Frú Jóna andaðist 2. jan. 1935.
Arnbjörn gerðist kaupmaður í Keflavík
uokkuð eftir að hann fluttist suður, Á
fyrsta tug aldarinnar lét hann byggja við-
bótarbyggingu með norðurhlið hússins og
var þar innréttuð stór, rúmgóð búð. Var
þur síðan rekin stór og myndarleg verzlun,
fyrst af Arnbirni sjálfum, síðar af Ólafi
syni hans og að honum látnum af konu
hans, frú Guðrúnu Einarsdóttur.
Arnbjörn var um nokkurn tíma, beggja
megin aldamótanna, leiðsögumaður enskra
togara og hafði við þá mikil viðskipti með
fiskkaup. Hann flutti til Englands með
fjölskyldu sína og dvaldi þar um tíma.
Einnig bjó fjölskyldan í Kaupmannahöfn.
Heimili þeirra frú Þórunnar og Arnbjarn-
ar var orðlagt myndarheimili og talið fín-
asta heimili í Keflavík, en frú Þórunn var
afburða myndarleg og virðuleg kona.
Arnbjörn var fæddur á Árgilsstöðum í
Fljótshlíð 24. maí 1849, en þar bjuggu for-
eldrar hans, Ólafur Arnbjörnsson og kona
hans Þuríður, f. 13. sept. 1822, Bergsteins-
dóttir hreppstjóra á Árgilsstöðum Sigurðs-
sonar og konu hans Þórunnar Einarsdóttur
bónda á Þverá í Fljótshlíð Ásmundssonar.
Ólafur, faðir Arnbjörns, var fæddur 6. maí
1823, Arnbjörnssonar bónda í Háamúla í
Fljótshlíð, f. 1794, Ólafssonar bónda á
Kvoslæk, f. 1759, d. 13. apríl 1835, Arn-
björnssonar bónda á Kvoslæk, f. 1726, Eyj-
ólfssonar læknis og bónda, síðast í Stóru-
mörk, f. 1693, d. í fardögum 1767, Jóns-
sonar. (Sjá Faxa, okt. 1962, bls. 131).
Frú Þórunn Bjarnadóttir andaðist að
heimili sínu í Keflavík 2. júlí 1912 og Arn-
björn tveim árum síðar, 30. júlí 1914.
Kvennadeild Slysavarnafélags íslands
í Keflavík
hélt aðalfund sinn 28. janúar 1963. Fundur-
inn hófst með því, að formaður minntist ný-
látinnar ágætrar félagskonu, frú Margrétar
R. Jónsdóttur, Aðalgötu 5, hér í Keflavík. —
Fluttar voru sérstakar þakkir til kvenfélags-
kvenna í Njarðvíkum, sem um árabil hafa
fært félaginu fjárupphæð á hverjum gamla-
ársdegi, og nú síðast kr. 1000,00. Þetta sýnir
bezt skilning þeirra á slysavarnamálum og
hlýhug þeirra til deildarinnar. — Þá flutti
formaður yfirlit yfir starfið á árinu, og hefur
það gengið afbragðs vel. Brúttótekjur ársins
voru kr. 101.202,70. Þar af er hlutur Slysa-
varnafélags íslands kr. 70.899,00 og hlutur
deildarinnar kr. 23.633,12. I sjóði á deildin nú
kr. 121.630,00, og sýna þessar tölur bezt, hvað
hægt er að gera með góðum vilja og kærleiks-
ríkum samhug. Stjórnin var öll endurkjörin,
en hana skipa: Jónína Guðjónsdóttir, form.,
Sesselja Magnúsdóttir, ritari, Helga Þorsteins-
dóttir, gjaldkeri: Varastjórn: Guðný Asberg,
Elín Olafsdóttir, Kristín Guðmundsdóttir.
Frá vinstri (sitjandi):
Guðrún Einarsdóttir,
Sigurbjörg Einarsdótt-
ir, kennari, frá Enda-
gerði. — Frá vinstri (að
baki): Björn Þor-
grímsson, Jóna Sigur-
jónsdóttir og Olafur J.
A. Ólafsson.
FAXI — 19