Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.02.1963, Qupperneq 4

Faxi - 01.02.1963, Qupperneq 4
Úr atvinnulífinu Heimsókn í stærsfu útgerðarstöð á Suðurnesjum í Faxa nú að undanförnu hefur verið sagt nokkuð frá atvinnuframkvæmdum hér í Keflavík. Er hugmyndin að halda slíkri fréttaþjónustu áfram í blaðinu, og bregðum við okkur nú í heimsókn í stærstu útgerðarstöðina á Suðurnesjum, til Guðmundar Jónssonar á Rafnkelsstöðum í Garði. Guðmundur er heima við og tekur okk- ur af mikilli vinsemd, eins og hans er von og vísa og býður til stofu. Meðan við neyt- um góðgerða og látum fara vel um okkur í vistlegum húsakynnum Guðmundar, biðjum við hann að segja okkur eitthvað af sjálfum sér og sínum mikla atvinnu- rekstri, því á ýmsu hlýtur þar að hafa oltið á langri lífsleið og ekki verða menn burð- arásar mikilla verstöðva án þess að ýmis- legt markvert og frásagnarhæft beri við. Guðmundur er fæddur 18. júlí 1892 í tómthúsbýlinu Hellum, sem var skammt frá Utskálum, en er nú komið í eyði. For- eldrar hans voru Jón Asmundsson og Jór- unn Guðmundsdóttir, ljósmóðir. Átta ára fluttist hann með þeim að Rafnkelsstöðum, en þá losnaði sú jörð, er bóndinn þar, Hjálmar Jónsson, tók sig upp og flutti til Ameríku. Strax við 10 ára aldur hóf Guðmundur sjósókn, eins og margir unglingar á þeim árum. Byrjaði hann að róa á færi með föð- ur sínum á vorin. Afli var þá yfirleitt góður í Garðinum, miklu betri en nú. — — Árið sem ég fermdist, byrjaði ég svo að róa með Eggert Gíslasyni, afa Eggerts skipstjóra á Víði II. og af honum lærði ég sjómennsku, því hann var mikill sjósókn- ari. Hjá Eggert reri ég í fjórar vertíðir og fiskuðum við vel. Eg var nú orðinn 18 ára og farið að langa í tilbreytingar, en ekki var úr miklu að spila. Réðist það þá þannig, að ég keypti hálft 6 manna far á móti föður mínum og gerðist skipstjóri á því. Ekki var nú vel spáð fyrir þeirri út- gerð: — Blessaður, þú drepur þig eins og skot, — sagði Eggert, þegar hann frétti um kaupin. — En alit fór þetta nú vel, sem betur fer. En litlu bátarnir voru ekki samkeppnis- færir þá fremur en nú, þó stærri stökk séu nú tekin. Fiskirí minnkaði á grunnmiðum og fleiri og fleiri fengu sér stærri báta, til að geta sótt lengra. Fyrsti vélbáturinn, sem ég eignaðist, hét Von. Var hann 9 tonn. Hann keypti ég í félagi með Jóni Jóhannssyni í Sandgerði. En við seldum hann aftur eftir nokkur ár. Mun sá bátur vera enn við líði. Keyptum við þá bát, er hét Sigurfari. Var hann 27 tonn. Þar var Jón skipstjóri, en ég í landi. Bátinn keyptum við af Sigurgeir heitnum í Innri-Njarðvík. Þann bát áttum við í nokkur ár, en hann „fór upp“ í Sandgerði í aftakaveðri og brotnaði í spón. Svo einkennilega vildi til, að í þessu sama óveðri „fór upp“ á Akranesi nýlegur bátur, aðeins þriggja ára, er hét Vtðir og var 25 tonn að stærð. Þennan bát átti sam- eignarfélag á Akranesi og var Olafur heit- inn Björnsson, útgerðarmaður og ritstjóri, aðalforsvarsmaður þess. Af tilviljun hitti ég Eyjólf Gíslason skipasmið og sagði hann mér frá þessu. Ráðlagði hann mér að fá bátinn keyptan af vátryggingarfélaginu, skyldi hann síðan gera við hann fyrir mig. Fór Eyjólfur svo með mér upp á Akranes og við skoðuðum bátinn og leizt mér vel á hann. Ræddi ég síðan við vátryggingar- félagið um kaupin. Gekk saman með okk- ur og fékk ég bátinn fyrir 7 þúsund krón- ur. Eyjólfur Gíslason gerði bátinn síðan upp, eins og um var samið, og þótti hann Rafnkelsstaðir.

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.