Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1963, Síða 5

Faxi - 01.02.1963, Síða 5
nokkuð dýr, þegar allt var komið í stand, eða 22 þúsund krónur. Þannig eignaðist ég minn fyrsta Víði, en þó ekki nema að hálfu, því Jón átti bátinn með mér í eitt ár, en þá seldi hann mér sinn part. Þetta nafn hefur alltaf síðan reynzt mér mjög happasælt. — Hvernig var útgerðinni hagað á þess- um árum, Guðmundur? — Yfirleitt verkuðu menn allan sinn fisk sjálfir, og tel ég, að það hafi verið það þýðingarmesta fyrir útgerðina á þessum árum. Strax og við fórum að róa hér frá Rafnkelsstöðum, byrjuðum við einnig að verka fiskinn, og eftir að við hófum róðra frá Sandgerði, fluttum við fiskinn hingað í aðgerðarhúsin, sem við byggðum hérna niðri við sjóinn. Allt var saltað og síðan tekið til við að þurrka á sumrin. Notaðist þá allur vinnukraftur heimilanna, því kon- ur og börn unnu þá mikið starf við þurr- fiskverkunina. Það var oft erfitt á kreppu- arunum, þegar verðfallið varð á fiskinum. Þá var oft unnið fyrir lítið. Þetta bjargað- ist samt allt einhvern veginn, með sífelld- um þrældómi hjá öllum, ekki sízt konum og börnum. Eftir að Jón hætti við skipstjórn á Víði og seldi mér sinn part í bátnum, tók við skipstjórn á honum Agúst Snæbjörnsson, er var síðan með bádnn í þrjú ár. Var Garðar sonur minn með honum nokkuð af þessum tíma sem landmaður, en fór síðan í Stýrimannaskólann. Er hann hafði lokið þar námi, leigði ég bát eina vertíð °g var Garðar formaður á honum og fisk- aði mjög vel. Tók hann síðan við Víði af Agústi og var með þann bát í mörg ár, líklega ein tólf. — Síðustu vertíðina, sem hann var með Víði, fiskaði hann afbragðs vel, ein 1600 skippund, viktað, slægt og nokkuð úr salti. I lok vertíðar hringdi til niín Björn Olafs frá Mýrarhúsum og sagði við mig: — Skammastu þín ekki fyrir að láta son þinn, sem fiskar svona mikið, vera nieð svona lítinn bát? Viltu ekki kaupa 56 tonna bát, sem ég hef í smíðum?. Það varð úr, að ég keypti þennan bát, sem Björn var að bjóða mér, og skírði hann Mumma GK 120. Þann bát átti ég 1 17 ár. Seldi hann nú í haust til Flateyrar. ^íummi var mikið happaskip og á þann bat fiskaðist mikið. Garðar sonur minn var Engst af með hann. Upp úr 1950 keypti ég svo bát frá ísa- firði, Huginn III., er Arngrímur Fr. Rjarnason hafði með að gera. Skírði ég hann upp og nefndi Víði II. Þorsteinn Einarsson, núverandi skipstjóri á mb. Línan beitt á mb. Mumma. Verbúðir og aðgerðarhús Guðmundar Jónssonar. Manna, var með bátinn fyrsta árið. En síðara haustið fór hann í Stýrimannaskól- ann og sagði þá bátnum lausum. Vantaði mig þá skipstjóra. 1 lok síldveiðanna norð- anlands það ár, hringdi Garðar sonur minn til mín frá Raufarhöfn og spurði, hvort ég væri búinn að ráða skipstjóra á bátinn. Kvað ég nei við. Sagði hann mér þá, að Eggert Gíslason, skipstjóri á mb. Hilmi frá Keflavík, vildi gjarnan taka bátinn, því hann ætlaði sér að skipta um skip þetta haust. Bundum við Garðar það fastmæl- um, að Eggert fengi bátinn, en ræddi nán- ar við mig, er hann kæmi heim af síldinni. Gekk þetta allt eftir og var Eggert með bátinn á vertíðinni í Sandgerði, annað hæsta skipið í flotanum. Skiptust þeir síð- an á, Garðar og Eggert, um að vera afla- kóngar hér á næstu vertíðum. Eggerti gekk aftur á móti alltaf betur á síldinni fyrir norðan. Má ég vissulega telja það mikið lán fyrir mig, að hafa fengið í mína þjón- ustu slíkan afbragðs skipstjóra, sem Egg- ert er. — Hvað segir þú okkur um upphaf vetrarsíldveiðanna, Guðmundur ? — Um það get ég sagt þér bæði margt og mikið, enda tel ég Eggert Gíslason, mig og Lúðvík Jósefsson, þáverandi sjávarút- vegsmálaráðherra, algjörlega upphafsmenn að þeim. Þannig var málum varið, að á haustver- tíðinni 1958 var heldur risjótt tíð. Eggerti gekk ekkert sérlega vel á reknetunum, etrda var það alltaf, að ég held, hans leiðinleg- asta veiðarfæri. Eggert undi þessu illa og F A XI — 21

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.