Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1963, Síða 6

Faxi - 01.02.1963, Síða 6
kom til mín kvöld eitt og tjáði mér, að hann teldi fullvíst, að hægt væri að ná síldinni í nót hér sunnanlands eins og fyrir norðan. Ræddum við þetta lengi kvölds fram og aftur og ákváðum að ganga á fund sjávarútvegsmálaráðherra daginn eftir, leggja málið fyrir hann og vita, hvort rík- ið fengist ekki til að taka einhvern þátt í siíkri tilraun. Tók ráðherra okkur vel og samdist þannig með okkur, að ríkið keypti nótina og ætti hana, en ég legði til bátinn og borg- aði mannskap tryggingu, ef með þyrfti. Skyldi Eggert leggja til þekkinguna og dugnaðinn og stjórna tilrauninni. Nótin var síðan búin til af Þórði Eiríkssyni, neta- gerðarmeistara, eftir fyrirmælum Eggerts. Var nótin nokkuð stór og riðillinn miðað- ur við Norðurlandssíld. Fyrst var íarið út með nótina í leiðindaveðri og kastað við mjög óhagstæð skilyrði, enda rifnaði nótin mikið og fékkst ekkert í hana. I annað skiptið fengust 70—80 tunnur í nótina, en hún rifnaði þá einnig mikið. I þriðja sinni var sprengt, en enginn afli náðist. I fjórðu tilraun fékkst nokkur síld, en hún var smá og ánetjaðist mikið. Voru skipsmenn í hreinustu vandræðum með að ná nótinni inn í bátinn og voru þeir í tæpan sólarhring að hrista síldina úr henni. Var nótin síðan iögð í land og tilrauninni hætt. Þótt svona illa tækist til fyrsta haustið, sem þetta var reynt, þá hafði hér þó verið stigið fyrsta skrefið til haust- og vetrar- síldveiða með herpinót. Við höfðum í gegnum þessar tilraunir eignast mikla og dýrmæta reynslu, sem við höfðum góðan hug á að hagnýta strax á næsta hausti. Hér sunnanlands er mikið af smásíld innan um, svo nauðsynlegt er að hafa næt- urnar miklu smáriðnari en fyrir norðan. Reynslan sýndi, að nótin hafði einnig ver- ið of þung, enda var þá engin „blökk“ komin til sögunnar og þurfti nótin að drag- ast inn af handafli. Okkur var einnig ljóst, að nótin þurfti að vera úr sterkara garni. Þessar staðreyndir þurfti að samræma, ef þessi hugsjón um vetrarsíldveiðar átti að rætast, og það skyldi takast. Næsta sumar pantaði ég tvær nætur á Víði II. og Mumma, og voru þær úr sterk- ara garni og smáriðnari. Það haust byrjuðu svo fleiri að reyna þetta, t. d. Haraldur Böðvarsson á Akranesi. Viðhorfin í þessum málum breyttust svo aftur gjörsamlega, er farið var að nota „kraftblökkina“, en þar munu hafa verið fremstir Baldur Guðmundsson útgerðar- maður og Haraldur, skipstjóri hans á Guð- mundi Þórðarsyni. — En hvað segir þú um þorsknótina? — Eg held hún eigi framtíð fyrir sér. Eggert reyndi hana í fyrra. Hann var 23 daga á veiðum með nótina og fiskaði 314 tonn af þorski og ýsu. Hann fékk upp í 28 tonn í kasti og mest á einum sólarhring 48 tonn. Nótin kostaði 340 þúsund krónur, en hún skemmdist mikið. Ég tel að það stafi af því, að nótin var of djúp, því hafi hún skafizt og slitnað of mikið við botn- inn. Fiskurinn úr þorsknótinni var ágætur. Eg er búinn að panta stykki í nótina, og ætla að reyna hana aftur í vetur. Arið 1956 byggði ég verbúðir og aðgerð- arhús í Sandgerði fyrir starfræksluna. Ver- búðin rúmar um 80 manns og er mjög vel úr garði gerð, eins og þú hefur séð, enda hefur hún vakið athygli viða fyrir góðan frágang. 1 fiskverkunarhúsunum er aðstaða fyrir bátana til að beita og svo fyrir geymslu á bjóðum, og þar salta ég bæði fisk og síld. Uppi á lofti er svo stór veiðarfærageymsla. Ég keypti Garð h.f. árið 1959, og þar með var ég kominn í frystinguna. Með í þeim kaupum var einnig beinamjölsverksmiðja, sem þó gat ekki brætt síld. Síldveiðarnar hafa tekið risastökk undan- farið við tilkomu vetrarsíldveiðanna, en aðstæðurnar í landi til móttöku aflans hafa ekki fylgt eftir sem skyldi. Eftir hið mikla aflaár í fyrra var auðséð, að snöggra úrbóta var þörf, ef ekki áttu að hljótast af vand- ræði. Ég réðst því í það í sumar að stækka verksmiðjuna og gera hana færa um að bræða síld. Verksmiðjan á nú að geta af- kastað 2500 málum á sólarhring, þegar hún er fullbyggð. Hún mun kosta 10 til 12 22 — F A X I

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.