Faxi

Volume

Faxi - 01.02.1963, Page 7

Faxi - 01.02.1963, Page 7
millj. kr. fyrir utan það sem fyrir var, þ. e. gömlu verksmiðjuna. Ætti hún þá að anna Sandgerðisbátum, að undanskyldum bát- um Miðness h.f., er á stóran hluta í Fisk- iðjunni í Keflavík, eins og þú veizt. — Þú hefur nú undanfarið alltaf verið að kaupa eða leigja báta. Hvað gerir þú marga út nú í vetur? — Þeir eru fimm. Það er nú fyrst Víðir II., sem ég keypti 1960, og Eggert hefur verið með undanfarið, en Víðir Sveinsson er með nú. Þá Jón Garðar, keyptur um svipað leyti, en aðeins minni. Skipstjóri á honum er Sigurður Sigurðsson frá Húsa- vík. Þriðji báturinn er Freyja, sem áður hét Viðir II., skipstjóri á henni er Hafsteinn Guðnason. Þá kemur Smári, sem ég leigi frá Húsavík. Skipstjóri á honum er Oskar Þórhallsson, og Mummi, 76 tonna bátur, er ég keypti nú í haust frá Breiðdalsvík, í staðinn fyrir gamla Mumma, sem ég minntist á við þig áðan. Og svo kemur nýi báturinn í marz, en hann á að heita Stgurpáll. Skipstjóri á honum verður Egg- ert, og réði hann nafninu, eins og þú getur ímyndað þér. Við höfðum hugsað okkur að færa Víðisnafnið yfir á þennan bát, en fengum það ekki. Einkarétt á nafninu hef- ur Sigurður Magnússon, Eskifirði, en hann vildi ekki leyfa að nafnið yrði flutt. Auk þessa kaupum við fisk af fjórum öðrum bátum, Reykjanesinu, Ingólfi, Gylfa II. og Duxinum. — Já, þetta er nú allt nokkuð. Og í mörgu hlýtur að vera að snúast hjá þér? En hvað er að segja af heimilishögum þín- um og einkalífi? — Eg gifti mig á 25. afmælihdegi mín- um. Konan mín heitir Guðrún Jónasdóttir. Hún er Þingeyingur, ættuð af Hólsfjöllum. Við kynntumst í Reykjavík, er hún var þar við nám í Kennaraskólanum. Við höfum eignazt 8 börn, 7 drengi og eina stúlku. Við misstum 8 ára dreng úr skarlatssótt og svo annan ársgamlan. Svo misstum við Garðar, er Rafnkell fórst. Þrír synir okkar vinna við fyrirtækið; Jónas, sem er yfir- verkstjóri og svo Kristján og Gunnar. Dótt- okkar, Karólína, býr hérna í næsta húsi. Hún er gift Sigurði Björnssyni frá ísa- firði, sem er háseti á Víði II., og verður hann áfram með Eggerti á Sigurpáli, er hann kemur. Einn sonur okkar, Ragnar, er á Hólsfjöllum, fór þangað fjögra ára og hefur verið þar síðan. Hann hefur mestan ahuga fyrir búskapnum. Hann var tekinn i fóstur norður þangað af systkinum kon- unnar og hefur unað sér þar vel, eins og þú sérð á þessu. Mesta happasporið, sem ég hef stigið, var þegar ég gifti mig, því betri konu hefði ég ekki getað eignazt. — Heimur versnandi fer, er það ekki, Guðmundur? — Ja, ég veit ekki, góði. Það hefur verið og er mjög reglusamt fólk hérna í Garðin- um. Það þakka ég mest stúkustarfinu. Ég bragðaði hvorki vín né tóbak fram eftir aldri. Ég var hér í góðum félagsskap með þeim Jóhannesi Jónssyni á Gauksstöðum, Halldóri Þorsteinssyni í Vörum, ásamt fleirum. Ég man eftir því, er við þrír vor- um einhverju sinni saman á fundi fyrir mörgum árum, að þá kom til okkar Magn- ús Sigurðsson, Landsba,nkastjóri, og sagði: „Þið eruð mestu heiðursmenn, það er ábyggilegt, að þið komið alltaf og borgið, þegar þið getið, en svo eru aðrir, sem úr meiru hafa að spila, en koma ekki.“ Ég byrjaði svo sem ekki með mikið, þegar ég hóf búskap. Við bjuggum fvrst í tveimur kvistherbergjum hérna á Rafn- kelsstöðum og höfðum aðeins prímus til eldunar. Börnin komu fljótt, þrjú á fyrsta árinu. Tviburar 2. apríl, tveir drengir, og svo enn drengur þriðja apríl árið eftir, eða nánar til tekið nokkrum klukkustundum eftir miðnætti inn á 2. árið. — Hvenær hættir þú alveg sjósókn sjálf- ur? — Það var þegar ég var fimmtugur. Ég hafði alltaf öðru hverju verið að róa á trillu á vorin hérna í Garðinum með strákunum mínum, en konunni var alltaf illa við þetta. Nú, og svo til að drepa . ■'kjp'' Hraðfrystihús Guðmundar Jónssonar. F A X I — 23

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.