Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1966, Page 1

Faxi - 01.01.1966, Page 1
Jan.-blað O^b J'CLfi 1 XXVI. ÁR 1966 Davíð Valgarðsson með Pálsbikarinn, sem Ásgeir Ásgeirsson for- seti gaf til minningar um Pál Erlingsson sundkennara. Hann er veittur fyrir bezta afrek á Sundmeistaramóti Islands og hlaut Davíð hann fyrir 100 m. flugsund, þar sem hann setti íslandsmet 1:02,7 mm., sem gefur 1012 stig. — Davíð varð nýlega 18 ára gamall og er þegar orðinn einn bezti sundmaður landsins. Á hann nú orðið Islandsmet í yfir tíu sundgreinum. — Er Keflvíkingum mikill sómi að slíkurn afreksmanni og miðað við aldur hans og hæfileika á hann fyrir sér mikla framtíð. Davíð hefur verið sérstaklega áhuga- °g samvizkusamur við æfingar undanfarin ár, enda hefur árangur orðið eftir því. Vonandi heldur hann áfram á sömu braut og ætti hann þá að geta orðið meðal beztu sundmanna á Norðurlöndum. SUNDMEISTARAMOT KEFLAVÍKUR 1965 Sundmeistaramót Keflavíkur 1965 fór fram í Sundhöll Keflavíkur 19. des. s. 1. Þátttaka í mótinu var mjög góð eða rúmlega 40 keppendur úr Keflavík; auk þess kepptu sem gestir á mótinu sundfólk frá Reykjavík og Akranesi. Ágætur árangur náðist í flestum sundgreinum og margir efnilegir unglingar náðu prýðisgóðum árangri. Er gróska mikil í sundíþróttinni í Keflavík, enda njóta Keflvíkingar handleiðslu hins kunna sundkappa og þjálfara, Guðmundar Gíslasonar. Á sundmótinu var að venju keppt um afreksbikar karla og kvenna. Var nú í fyrsta sinn keppt um nýja verðlauna- gripi, þar eð báðir afreksbikararnir unnust til eignar á síð- asta móti. Gefendur hinna nýju afreksbikara eru þeir sömu og áður, þ. e. Kaupfélag Suðurnesja og Olíusamlag Kefla- víkur. — Afreksbikar kvenna hlaut Auður Guðjónsdóttir fyrir 100 m. bringusund, sem hún synti á 1:31,4 mín., en það var bezta kvennaafrek mótsins og gefur 620 stig. Afreks- bikar karla blaut Davíð Valgarðsson, sem tvímæalaust er mesti sundafreksmaður, sem Keflvíkingar hafa átt. Hlaut hann bikarinn fyrir 100 m. skriðsund, sem hann synti á 1:01,7 mín. og gefur 704 stig. Urslit í einstökum greinum mótsins urðu þessi: 100 metra skriðsund karla: Keflavíkurmeistari Davíð Valgarðsson 1:01,7 mín. 2. Kári Geirlaugsson, IA 1:05,1 mín. 100 metra bringusund kvenna: Keflavíkurmeistari Auður Guðjónsdóttir 1:31,4 mín. 2. Kristín Einarsdóttir 1:36,9 mín. 100 metra bringusund karla: Keflavíkurmeistari Þór Magnússon 1:18,3 mín. 2. Sigmundur Einarsson 1:24,8 mín. 3. Vilhjálmur Ketilsson 1:25,4 mín. 50 metra baksund karla: Keflavíkurmeistari Davíð Valgarðsson 31,8 sek. 2. Guðm. Þ. Harðarson, Æ 38,1 sek. 3. Axel Birgisson 44,9 sek. Framhald á bls. 3. ífif

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.