Faxi - 01.01.1966, Síða 2
Frá örhirgð til allsnœgta
Úr framsögurœðu á fundi í málfundafélaginu Faxa
Sólin lækkar óðfluga á lofti. Veður-
brigði eru mikil, jafnvel nístandi kuldi
steðjar að — haustið hvolfir sér yfir norð-
urhvel jarðar.
Þannig hefur vetur gengið í garð á Is-
landi svo langt sem sagnir herma.
Þetta nornaspil náttúrunnar setti kvíða
og ugg í þjóðina — stundum svo að lá
við niðurlotum. Hafís og hungur — eld-
ur og eimyrja — fellir á fólki og fé —
hugtök, sem ganga eins og rauður þráður
í gegnum söguna.
En víkingablóð svall í æðum lands-
manna, og frelsishvötin bjó þeim djúpt
í brjósti. Það, ásamt fögru kyrrlátu sumri
við sjó eða í sveit, voru forréttindi, sem
byggðu fólkið upp — endurnýjuðu það
til aukinna átaka við erfiðleika frum-
stæðra lífshátta.
Jósk gróðurmold var afþökkuð. Gull
og grænir skógar Vínlands heilluðu held-
ur ekki hugi manna, þótt margslungin
örlög lægju til nokkurs landnáms þar af
okkar hálfu. Fátt þessa farandfólks festi
rætur vestra, og færra komst heim en vildi.
í margar aldir varð íslenzk alþýða að
glíma við harðdrægt höfðingjavald, and-
legrar og veraldlegrar stéttar, — nýlendu-
hætti og einokunarfjötra í frumstæðri
verzlun.
Skip landsmanna týndust í hafi eða
löskuðust í lendingu — einangrun útlag-
ans varð sem sorgarband um landið. —
Skógarnir gengu til þurrðar — og engin
tæki, af einni eða annarri gerð, voru til
að létta undir eða auka afköst.
Eftir 10 alda byggð landsins var þjóðin
snauðari heldur en hún var þegar hún
nam hér land — flúin frá öllum sínum
eignum — frá sínum föðurgarði.
Örlítill hluti híbýla þeirra þætti íbúðar-
hæfur í dag — fæði og klæði lítt viðun-
andi hjá öreigum tuttugustu aldarinnar.
En á fyrri öldum þjóðlífsins skópu
nokkrir bókmenntasnillingar þá líftaug,
sem, þrátt fyrir hinar ótrúlegustu þreng-
ingar, nægði til að firra þjóðina fjörtjóni.
Skálda- og hugsjónaglóðin hefur aldrei
\ulnað út með öllu.
Fólkið var gætt ódrepandi þolgæði, vits-
munum og drengilegri einurð.
Undirokun og kúgun mögnuðu frelsis-
viljann. Og að lokum tókst að kveðja
kansillisráð, og síðar konung að fullu.
Jón Tómasson.
Réttur hins smáa bar sigurorð af ofríki
hins stóra.
Þjóðin stóð fagnandi á vegamótum.
Leiðir lágu til margra átta, og margir voru
leiðsögumenn — einkum á vestur- og
austurleiðum — þ. e. a. s. umbjóðendur
þeirra stefna, er skipta heiminum í tvær
megin heildir (blökkir).
Ymsir hræddust hið mikla sviðsljós er
lék um landið og þráðu jafnvel fyrri ein-
angrun, en velflestir treystu á land og
þjóð, — já, — treystu á allt mannkyn.
Sú eðlilega leið var því farin að leita
samvinnu og samhugs nágrannaþjóðanna,
en velvilja allra þjóða.
Flestum hérlendum og þeim erlendum,
er til þekkja, mun koma saman um það,
að yfirleitt hafi vel til tekist hjá íslend-
ingum, síðan að þeir urðu fullveldi.
En okkar litla þjóðarskúta mun þurfa
góða kjölfestu, hagfeld segl og lei'kni við
stjórnvölinn, ef halda skal glæstri sigl-
ingu í kjalsogi stórveldanna — þar kann
að verða lítið bærilegra en milli steins og
sleggju.
Spurning er, hvort þar verður virtur
heilagur réttur smáþjóða til sjálfsforræðis.
Eða verður lífsþrá þjóðarinnar kannske
léttvægt lóð á þeim vogarskálum?
í þessum efnum eigum við meira undir
Guðlegri náð og miskunn heldur en við
viljum viðurkenna. Og við viljum heldur
ekki viðurkenna að frelsið hafi eingöngu
verið okkur metnaðarmál, heldur jafn-
framt og miklu fremur andlegt og efna-
legt hagsmunamál — einkaeign og órofa
erfð.
Vart mun sú þjóð finnanleg á vorri
jörð, að fólk búi við betri og jafnari kjör
heldur en hér á landi. Húsakostur, heil-
brigðishættir, öryggi, atvinna, persónu-
frelsi, ýmis þægindi, sem hér eru almenn,
en teljast lúxus hjá öðrum þjóðum.
Já, vinna handa öllum, sem vilja vinna
og hungur óþekkt nú orðið. Hungur og
atvinnuleysi eru þeir kvillar, sem verst
leika mannkynið. Jafnvel Svartidauði og
styrjaldir koma þar ekki til samanburðar.
Hér er stöðug og hröð uppbygging. A
síðustu mannsævi — 70—80 árum, hefur
verið byggt yfir alla þjóðina. Ösæmilegar
mannaíbúðir eru að verða algjört afbrigði.
Af hnattfræðilegum og veðurfræðilegum
ástæðum fyrst og fremst, er mikið meira
borið í íbúðarhús hér en tíðkast erlendis.
Farkostir allir á láði og legi og í lofti
eru í fremstu röð.
Fiskimenn okkar og flugmenn eru af-
burða fengsælir, svo að öfund veldur hjá
stórþjóðum.
Landbúnaðurinn hefur tekið ámóta
tröllauknum framförum.
Flestir bæir voru frumbýlingslegir þrátt
fyrir margra alda ábúð — illa hýstir og
óræ'ktarlegt umhverfi. I þess stað skarta
nú björt og traust stórhýsi í flestum sveit-
um við fagurgrónar sáðsléttur. Og bú-
smali aldrei í sögu þjóðarinnar verið meiri
né afurðabetri.
Sennilega hefur aldrei í sögu mannkyns-
ins örsnauðari smáþjóð tökizt að ljúka
jafn miklu verki á jafn skömmum tíma.
Hvernig hefui þetta getað gerzt?
Margar ástæður hafa verið okkur hlið-
hollar. 1 fyrsta lagi samstillt örþrifaátak
allrar þjóðarinnar til að brjótast undan
okinu og hefja þróttmikla uppbyggingu.
Skáldin blésu krafti og hugsjónaeldi í
huga og hönd hvers manns. Þau yljuðu
öldum landslýð og seyddu fram alla þá
orku sem í þjóðinni bjó.
Forustumenn í stjórnmálum voru far-
sælir gæfu- og gáfumenn — bjartsýnir og
djarfir.
Listir, menntun og menning komust í
hávegu.
Fiskimiðin voru afburða gjöful og mönn-
um lærðist nú óðum að nýta þau marg-
falt betur en áður. Fólkið var vinnusamt
og atorkumkiið.
Jafnvel heimsstyrjaldirnar — ógæfa
annarra þjóða, færði ökkur nokkra fjár-
muni og lífsreynslu.
2 — FAXI