Faxi - 01.01.1966, Síða 3
Tæknin hefur gert innreið sína og fært
birtu og 'hlýju inn á 'hvert heimili í land-
inu og bægt frá bitrum minningum
skammdegishörmunga. Hvar sem farið
er um byggð ból á Islandi blasir við aug-
um framtak og bjartsýni — nýtízkuleg
tæknibrögð — arfur frá ofurmennum,
skáldum og hugvitsmönnum.
Víðlendir akrar bylgjast fyrir síðsumar-
blænum — breiðstræti í borgum iða í
dagsins önn. Við bryggjur og bólverk
liggur fengsæll floti og býr sig til nýrra
fanga. Verksmiðjur mala gull — breyta
lofti, föstum efnum og lagardýrum 1 dýr-
mæta vöru.
Frost og funi — þ. e. a. s. jöklar, fanna-
þök og eldur jarðar, sem áður hræddu
landslýð og orsökuðu oft hungur og eyð-
ingu byggðar, hafa nú verið tekin í þjón-
ustu okkar — vinna nú með okkur að
bættri framtíð.
Já, — flest hefur verið okkur hagfellt
síðan að við endurheimtum frelsið. Þjóðin
hefur verið sem fuglinn frjáls. Teigað
svalt og hressandi frelsið — þanið vængi,
notið víðsýnis og leitað fararheillar af
gjörhygli þess sem í fjötrum liefur soltið.
Þetta flug frá örbyrgð til allsnægta hef-
ur hlotið verðskuldaða eftirtekt og aðdáun.
— Þó mundi glöggt auga hafa greint
stöku mislukkuð vængjatök — svo sem,
að annar vængurinn vildi niður þegar hinn
ætlaði upp. Þegar allar aðstæður eru metn-
ar er það kannske ekki tiltökumál.
Flestir landsmenn viija, á einn eða ann-
an hátt, hafa áhrif á gang mála — og hafa
fullan rétt til þess. Þess vegna er togstreita
og stundum harka um þau mál, sem skapa
forustuaðstöðu.
Stjórnmálamennirnir hafa að sjálfsögðu
verið mishæfir tii forustu, þótt allir vildu
vel. Ekki er það þó mælikvarði hvort þeir
’hafa verið níddir niður eða upphafnir.
Leiðir þær er þeir 'hafa viljað fara með
þjóðina til hins fyrirheitna vielfarnaðar
hafa verið lofaðar af einum en fordæmdar
af öðrum.
Tollar, skattar, höft, gengisfelling, ný-
sköpun, viðreisn, vinstri, hægri, Hannibal
og Hermann — allt eru þetta kennileiti
í stjórnmálasögu síðustu ára, sem valda
mismunandi geðbrigðum í minningunni.
I dag er kapprætt um skattamilljarða,
— á morgun verða það kannske höft —
niðurfærsla eða enn ný og áður ófarin
leið til lausnar aðsteðjandi vandamálum.
Flestir vita, að ógrinni fjár þarf til að
halda þjóðinni í æðra veldi — en þar
vilja allir vera. Enginn vill hverfa aftur
til kotbýlisins, til erfiðra lífskjara og ör-
yggisleysis — eða hver óskar sér sigg-
runninar handar eða kuldabólgins fóts?
Það má heita að allir séu að ánetjast hóg-
lífi.
Þægindi á heimilum — sjónvarp —
bílar — veizlusalir með vínveitingum.
Sjálft útvarpið er nú ja'fn óaðskiljan-
legt æskufólkinu og tóbaksnautnin var
samgróin neftóbaksmanninum fyrr á ár-
um.
Þannig má eygja fjölda andstæðna, sem
allar hafa áhrif á gang mála nú — og í
framtíðinni — ýmist veikja eða styrkja
vængjatakið.
Þrátt fyrir allt mun reynast erfitt að
vera leiðtogi íslenzku þjóðarinnar á leið-
inni frá undirokun.
— x —
ísraelsmenn voru töframenn og hátt
skrifaðir 'hjá æðri máttarvöldum. Ferð
þeirra austur um Rauðahaf var furðuleg
íþrótt — en óhæg leið þaðan til Kanaans-
Jands.
Það hafði bilað strengur í þjóðarsálinni.
Hörpustrengur trúar og eindrægni hljóm-
aði þar ekki lengur. Sundrung kom upp
Sundmeistaramót Keflavíkur
Framhald af blaðsíðu 1.
50 metra skriðsund kvenna:
Keflavíkurmeistari
Rakel Ketilsdóttir 34,6 sek.
2. Helga Einarsdóttir 39,8 sek.
50 metra flugsund karla:
Keflavíkurmeistari
Davíð Valgarðsson 29,5 sek.
2. Sigmundur Einarsson 36,0 sek.
3. Þór Magnússon 37,9 sek.
50 metra bringusund kvenna:
Keflavíkurmeistari
Kristín Einarsdóttir 43,6 sek.
2. Lovísa Gunnarsdóttir 43,6 sek.
50 metra baksund kvenna:
Keflavíkurmeistari
Auður Guðjónsdóttir 38,0 sek.
2. Hrafnhildur Kristjánsdóttir, A 38,7 sek.
66% metrar fjórsund karla:
Keflavíkurmeistari
Davíð Valgarðsson 43,1 sek.
2. Þór Magnússon 49,5 sek.
3. Sigmundur Einarsson 50,6 sek.
66% metrar fjórsund kvenna:
Keflavíkurmeistari
Auður Guðjónsdóttir 53,6 sek.
Matthildur Guðmundsdóttir, A 50,6 sek.
í stað samheldni — léttúð í stað viljastyrks
— stjórnleysi í stað staðfestu — gulldans
í stað hugsjóna. Eyðimerkurganga þeirra
var áskapað auðnuleysi.
íslenzka þjóðin á margt sameiginlegt
með ísraelsmönnum.
Fyrstu ár frelsisgöngu okkar hafa líkst
töfrum. En um árabil hefur tjaldbúð okk-
ar staðið á völlunum við Sínaí.
Við greiðum mikla skatta — eins og
ísraelsmenn gerðu er þeir biðu þar Mós-
esar. Gull og gersembar, jafnvel eyrna-
skraut þeirra var skattheimt til sköpunar
kálfinum, er skyldi verða þeim andlget
og veraldlegt goð.
En Móse kom í tæka tíð. Hann kunni
tökin á þjóð sinni.
Er einhver Móse væntanlegur til okkar?
— Allir stjórnmálaflökkarnir munu sjálf-
sagt telja sína forustu verðugan arftaka
að því hlutverki. En hvort heldur leið
dkkar liggur í austur til hinna Rauðu
hafa eða til Kanannslands — eða auðn-
ast að halda áfram glæstri siglingu sjálf-
stæðis og framþróunar fullvalda ríkis -—
þá er lærdómsríkt að rifja upp ýmislegt
af reynslu íslendinga — ísraelsmanna og
annarra frá liðnum öldum.
4x50 metra boðsund karla:
Keflavíkurmeistari
Sveit UMFK 2:17,4 mín.
2. Sveit Rvíkur og Akran. 2:22,0 mín.
3x50 metra boðsund kvenna:
Keflavíkurmeistari
Sveit UMFK 1:58,2 mín.
Sveit Arm. Rvík synti á 1:55,0 mín.
33% metra bringusund sveina:
Keflavíkurmeistari
Guðni Kjarbo 27,5 sek.
2. Einar Leifsson 27,6 sek.
3. Guðfinnur Friðjónsson 29,0 sek.
33% metra bringusund telpna:
Keflavíkurmeistari
Anna M. Eyjólfsdóttir 27,9 sek.
2. Helga Einarsdóttir 30,2 sek.
3. Erla Bjarnadóttir 31,1 sek.
33% metra skriðsund sveina:
Keflavíkurmeistari
Jón Sigurðsson 20,7 sek.
2. Axel Birgisson 22,2 sek.
3. Einar Leifsson 22,2 sek.
33% metra skriðsund telpna:
Keflavíkurmeistari
Helga Einarsdóttir 24,2 sek.
2. Anna M. Eyjólfsdóttir 25,6 sek.
3. Helga Guðmundsdóttir 26,4 sek.
H. G.
FAXI — 3