Faxi - 01.01.1966, Side 5
fellssýsla og líklega hefur Geithellahrepp-
urinn verið með í fyrstu.
Hann var þá á unga aldri, aðeins 26
ára. Var fæddur 17. desember 1859.
Þorgrímur fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp, sonur Þórðar Torfasonar verka-
manns og sjómanns í Vigfúsarkoti. Þórð-
ur var sonur Torfa stúdents á Mófells-
stöðum í Borgarfirði, Arnasonar frá Lönd-
um í Stöðvarfirði, Torfasonar frá Sand-
felli, Pálssonar prófasts Asmundssonar frá
Skógum undir ‘Eyjafjöllum.
Kona Þórðar Torfasonar — móðir Þor-
gríms — var Ragnheiður Jónsdóttir frá
Korpúlfsstöðum Björnssonar Stephensen.
Þorgrímur var tekinn í Reykjavíkur-
skóla (Latínuskólann) 1874. Varð stúdent
1880, með 2. einkunn (75 stig). Útskrif-
aðist úr læknaskóla 5. júní 1884, með 1.
einkunn (100 stig). 17. apríl 1885 auka-
læknir í 3. læknishéraði, Skipaskaga. Skip:
aður 13. april 1886 héraðslæknir í 16. lækn-
ishéraði, Hornarfjarðarhéraði.
17. október 1884 giftist hann Jóhönnu
Andreu Lúðvígsdóttur Knudsen, bók-
haldara í Reykjavík. Hún var fædd 5. júní
1884. Hún var áður gift séra Birni Stefáns-
syni frá Arnanesi í Hornafirði, presti í
Sandfelli í Oræfum, en missti hann eftir
4 ára sambúð. Þau eignuðust 2 sonu, sem
hétu Lúðvíg Arni og Stefán. Lúðvíg dó
á fyrsta ári, en Stefán komst til fullorðins-
ára. Hann lærði tréskurð hjá Stefáni Ei-
ríkssyni tréskera og listamanni. Var svo
einn vetur í Kaupmannahöfn við frekara
nám. Hann tók sveinspróf í þeirri iðn,
en stundaði hana ekki að staðaldri, því
hann réðst teiknikennari við gagnfræða-
skólann á Akureyri um 12 ára bil. En er
Þorgrímur stjúpi hans dó, sem verið hafði
féhirðir Sparisjóðs Keflavíkur tók hann
við því starfi og gegndi því til dauðadags.
Allmargt er til af útskornum munum eftir
hann, svo sem stólar, skápar o. fl. Bera
þeir það með sér, að þar hefur snillingur
að unnið.Prófsmíði hans, sem var mynd
af gyðju er hélt á stórum blómsveig, hið
mesta listaverk, lenti í húsbruna á Akur-
eyri og er því ekki til.
Þau Þorgrímur og Jóhanna fluttu aust-
ur í Hornafjörð sama vor og honum var
veitt læknishéraðið (1886) og settust fyrst
að í Arnanesi hjá Einari bónda Stefáns-
syni, bróður séra Björns, fyrra manns Jó-
hönnu, en jarðnæði hafði þeim verið út-
vegað á næsta bæ, Borgum, sem var hjá-
leiga frá Bjarnanesi, talin rýrðarkot, þó
ræktunarskilyrði væru góð, en áhöld til
jarðvinnslu voru þá ekki til og ekki fáan-
leg, jafnvel vart nothæfar rekur, því síð-
ur önnur stórvirkari.
Bót var það í máli fyrir frumbýlingana
í Borgum, að Jóhanna og Stefán sonur
hennar áttu hluta úr landi Arnaness, sem
þau fengu að erfð eftir séra Björn fyrra
mann hennar. Fengu þau þar talsvert
slægjuland og beitiland fyrir sauðfé, til
sumar- og vetrarbeitar. Geldfé gekk þar
að mestu leyti úti, á hverjum meðalvetri,
enda kom Þorgrímur fljótlega upp góðum
fjárstofni. Það fyrsta, sem gera þurfti til
þess að geta flutt að bújörðinni Borgum
og setzt þar að, var að byggja íbúðarhús.
Til þess voru fengnir beztu smiðir sem
völ var á í nágrenninu, Eymundur í Dilks-
nesi, Jón í Þinganesi, Eyjólfur á 'Horni
o. fl. Húsið var byggt úr timbri, 2 hæðir,
efri hæð portbyggð, — með kjallara, sem
að mestu leyti var í jörð. Var hann hafður
til geymslu. Mun húsið hafa verið 12—15
álnir að lengd og 5—6 álnir á breidd. Þótti
það fyrirmyndar hús á þeim tíma, enda
ekkert hús í sveitinni þá jafn reisulegt og
vandað. Gripahús voru nægileg til að byrja
með búskapinn, að vísu torfkofar, en þeir
voru þá algengir og varla aðrir til. Svo var
fjósbaðstofa með torfþaki sæmilega stæði-
leg, þó nokkuð gömul væri. — Þessi gömlu
hús týndu brátt tölunni, en í stað þeirra
komu ný hús, stærri og rúmbetri með
timbur- og járnþökum, en þakjárn kom
ekki til Hornafjarðar, neitt að ráði, fyrr
en um og eftir aldamót og þá átti Þor-
grímur læknir drjúgan þátt í að útvega
það, eins og margt annað, sem til fram-
fara og hagsbóta horfði.
Það kom brátt í ljós, að Þorgrímur hafði
mikinn áhuga á búskap og það sem meira
var, hann var framúrskarandi búmaður,
athugull og hagsýnn, þó hann hefði ekk-
ert verið við sveitabúskap fyrr en hann
kom að Borgum, enda blómgaðist bú hans
vel, þó sjálfur gæti hann lítið að því unnið
vegna læknisstarfsins, sem hann lét ætíð
sitja í fyrirrúmi fyrir öðru, enda stundaði
liann það með frábærri alúð og samvizku-
semi. Hann var alltaf tilbúinn, ‘hvort sem
var á degi eða nóttu, þegar menn komu
að sækja hann og það var víst óhætt að
segja, að það veður væri ófært, sem aftraði
honum frá að vitja sjúklinga. Þá voru allar
ár í sýslunni óbrúaðar, flestar jökulár, oft
vatnsmiklar, straumharðar og illar yfir-
ferðar, svo sem Jökulsá í Lóni, Horna-
fjarðarfljót, Hólmsá á Mýrum, Heina-
bergsvötn og Kolgríma, svo þau vatns-
mestu og erfiðustu séu nefnd, auk vatn-
anna á Breðiamerkursandi, sem fara þurfti
yfir til að komast í Öræfin, en þau til-
heyrðu læknishéraðinu og þangað þurfti
Þorgrímur alloft að fara. Bót var það í
máli, að hér í sýslunni var fjöldi góðra
vatnamanna, sem fengið höfðu æfingu við
að „velja“ vötnin, þekkja eftir straum-
fallinu, hvort fært var eða ekki, að kom-
ast yfir þau og hvernig þræða skyldi
brotin. Það mátti segja, að fólkið væri alið
upp við að svalka í þeim. Var því eðlilegt
að menn lærðu að þekkja hvernig við þau
skyldi skipta, því það verður hverjum að
list sem hann leikur. En þó að vatnamenn-
irnir skaftfellsku eigi góðan vitnisburð
skilið, þá má ekki gleyma hestunum. Þeir
áttu sinn hluta, og þeim var það stundum
beinlínis að þakka, að menn komust lífs
af úr þeim. Það var líka venjan, þegar
vitja þurfti læknis og fara yfir vötnin, að
fá til þess tvo góða vatnamenn og úrvals
vatnahesta, en þeir voru margir til og
sjálfsagt þótti að hafa góðan hest handa
lækninum og jafnvel 2, ef flýta þurfti ferð,
enda var það mikið öryggi fyrir hann.
Það kom fljótt í ljós, að Þorgrímur var
því starfi vaxinn, að takast á hendur að
þjóna þessu erfiða og víðlenda læknishér-
aði, sem Austur-Skaftafellssýsla var þá,
því ekki er sambærilegt að ferðast um
hana nú og áður. Nú er kominn akfær
vegur eftir henni endilangri og allar ár
brúaðar, nema Steinavötn, sem brúuð
verða bráðlega og Jökulsá á Breiðamerkur-
sandi, en ferja er komin á hana og senni-
lega verður hún brúuð áður en mörg ár
líða.
Nú er hægt að fara á bíl frá Lónsheiði
að Skeiðarársandi á hálfum degi, en það
voru stífar 2 dagleiðir áður, jafnvel þó á
góðum hestum væri og greitt farið.
En þó við dáum dugnað og hagsýni hús-
bóndans í Borgum, Þorgríms Þórðarsonar,
má einnig og ekki síður, minnast hús-
freyjunnar Jóhönnu Lúðvígsdóttur konu
hans. Hún var kaupstaðarbarn, eins og
maður hennar, fædd og upp alin í Reykja-
vík, en hún var fljót að semja sig að sið-
um sveitafólksins og reyndist afbragðs hús-
móðir, stjórnsöm, góðlynd og glaðvær og
vildi jafnan 'hvers manns vandræði leysa.
Hún var manni sínum samhent að „gera
garðinn frægan“ og stjórnaði öllu innan-
húss með mestu sæmd og prýði. Þau höfðu
alltaf margt vinnufólk og ekki liðu mörg
ár frá því þau byrjuðu búskapinn, þangað
til heimilið var orðið með þeim stærstu í
sveitinni.
Framhald.
FAXI — 5