Faxi - 01.01.1966, Page 7
Fyrir nokkru barst mér elskulegt bréf
frá sr. Valdimar J. Eylands, ásamt myndar-
legri peningagjöf til Faxa. A blaðstjórnar-
fundi nú fyrir skömmu var mér falið að
koma á framfæri við hann innilegu þakk-
læti blaðstjórnar fyrir hlý og vinsamleg
ummæli hans og þann viðurkenningar- og
vinarhug, sem í gjöfinni felst. Þá óskaði
blaðstjórnin einnig, að bréfsins og þess-
arar góðu gjafar yrði getið í janúarblaði
Faxa, þar sem umsögn og góðhugur slíks
sæmdarmanns sé Faxa til mikils álitsauka.
Það skal fúslega viðurkennt, að mér er
vel til geðs að fara að óskum blaðstjórnar
í þessum efnum og setja á þrykk hér í
blaðinu hlyleg viðurkenningorð prestsins,
um leið og ég færi honum innileg-
ar kveðjur og þakkir okkar Faxamanna,
þótt ég telji mig alls óverðugan og
ómaklegan hans vinsamlegu orða, en
þau eru mér eigi að síður mikils virði, eins
og reyndar öll vinsamleg uppörfun hlýtur
að vera hverjum þeim, sem í mannlegum
vanmætti leitast við að láta eitthvað gott
af sér leiða.
I bréfi sr. Valdimars stendur þetta m. a.
um síðasta jólablað Faxa:
„Þetta eintak blaðsins er þér til mikils
sóma. Efnið er ágætt og smekklega valið.
Þú skrifar skemmtilega og notar afbragðs
mál. Viðtöl þín eru snjöll og þú dregur
upp glöggar myndir af mönnum og mál-
efnum. Ef þú hefðir ekki valið þér kenn-
arastöðuna að lífsstarfi, 'hefðirðu sannar-
lega ekki lent á rangri hillu, þó þú hefðir
gert blaðamennsku að aðalstarfi. Á báðum
þessum sviðum hefur þú markað spor í
sögu kjörsveitar þinnar, „langt umfram
það, sem efni stóðu til,“ svo ég noti orð,
er gömul kona, sem þekkti æsku mína og
uppruna, sagði við mig fyrir nokkrum
árum, er hún minntist á æviferli minn
fram að þeim tíma. Þetta var nú svo sem
ekki mikið skjall, en ég skyldi hvað hún
fór. Ég vona, að þú móðgist ekki við
samanburðinn. Mér þykir vænt um, að
sóknarprestur þinn kann að meta kosti
þína og dugnað og gefur þér verðskuld-
aða viðurkenningu í blaðinu."
Mynd af hinum nýja hökli Ytri-Njarðvíkur-
safnaðar mun birtast í næsta tölublaði Faxa.
Krabbameinsvörn Keflavíkur og nágrennis
skorar á konur á Suðumesjum að mæta
vel á Leitarstöð Krabbameinsfélags íslands,
Suðurgötu 22, Reykjavík.
Nánari frétta að vænta í næsta blaði.
Ósóttir vinningar í lcikfangahappdrætti
Systrafélags Kcflavíkurkirkju.
280 — 1300 — 2079 — 2520 — 3083 — 3261 —
3577 — 3938.
Vinninganna má vitja til Maríu Hermanns-
dóttur, Lyngholti 8, Keflavík.
Kveðjur og þakklæti.
Sigurður Magnússon frá Valbraut hefur
beðið Faxa fyrir kveðju sína og innilegt
þakklæti til kvenfélagsins í Garðinum fyrir
stórhöfðinglega peningagjöf nú fyrir jólin og
tvenn undanfarin jól. Biður hann þeim guðs
blessunar fyrir þessa óverðskulduðu hugul-
semi sér til handa og óskar kvenfélaginu gæfu
og gengis á komandi tímum. En til s. 1. jóla
Og með hugann við hækkandi sól yrkir Sig-
urður þessa vísu:
Heimsins sólin hækka fer
hrings um sínar göngur.
Gleður fólk í heimi hér
helgur jólasöngur.
Sigurður dvelur nú blindur og í aldurdómi
sínum á elliheimilinu Hlévangi í Keflavík. Er
ég leit inn til hans nú á dögunum, hitti ég þar
fyrir herbergisfélaga hans, Jóhannes Árnason
og Ágúst L. Pétursson, og rabbaði við þá um
stund. Báðu þeir félagarnir mig að koma á
framfæri í Faxa innilegu þakklæti til allra
þeirra, er hefðu sent vistmönnum elliheimilis-
ins peningagjafir nú fyrir jólin. Sú umhyggju-
semi hafi að vonum vakið mikla gleði á
heimilinu og þaðan streymi hlýjar hugar-
kveðjur og þakkir til hinna örlátu, góðu
gefenda.
Einnig hefur Helga Geirs beðið blaðið Faxa
fyrir kærar kveðjur og hjartans þakklæti til
Kvenfélagsins Sóknar, Lyonsklúbbs Kefla-
víkur, bæjarstjórnar Keflavíkur, Ólafs Lárus-
sonar o. fl. er sendu henni ágætar gjafir og
sýndu henni margháttaða vinsemd um jólin.
Eins og að framan er sagt, lítur Ágúst oft
inn á herbergið til þeirra félaganna, Sigurðar
og Jóhannesar, og hefur þá gjarnan á hrað-
bergi lausavísur, svona til að krydda samræð-
urnar, enda veit hann, að þeim líkar sá máti
vel. Svo vill til, að allir þessir heiðursmenn
nota mikið neftóbak og skilja tóbaksílátin
aldrei við sig. Eru þeir gjafmildir á þessa
nautnavöru og láta baukana óspart ganga á
milli sín meðan þeir ræðast við. Til gamans
hafa þeir gefið tóbaksílátunum hlýleg nöfn,
t. d. heitir glas Sigurðar Herðibreið, sem mun
dregið af vaxtarlagi þess. Baukur Jóhannesar
nefnist Snotra, en Ágústar Gvendólína. Um
þessi þarfaþing kveður Ágúst:
Herðibreið er greiðagóð,
gleður sansa mína.
„Snússinn“ veita snilldarfljóð,
Snotra og Gvendólína.
H. Th. B.
io\xi
Útgefandi: Málfundafélagi5 Faxi, Keflavík. — Ritstjóri og afgreiiislumaBur:
Hallgrímur Th. Bjömsson. Blaðstjóm: Hallgrímur Th. Bjömsson. Margeir
Jónsson, Kristinn Reyr. Gjaldkeri: Guðni Magnússon. Auglýsingastj.: Gunnar
Sveinsson. Verð blaðsins í lausasölu krónur 15,00. Alþýðuprentsmiðjan h.f.
F A X I — 7