Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1966, Side 11

Faxi - 01.01.1966, Side 11
Friðrik Gunnlaugsson 93 óra Friðrik Gunnlaugsson, Hafnargötu 43 í Keflavík, varð 93 ára þann 9. janúar s. 1. I síðasta tölublaði Faxa — jólablaðinu — var alllangt viðtal við þennan háaldraða heiðursmann, sem miðað við hin mörgu ár, sem hann á að baki, við þrotlaust strit, heldur enn furðu góðri heilsu bæði til sál- ar og líkama. Hann er raunar löngu hætt- ur að ganga til daglegrar vinnu, sem er þó að vonum mjög bagalegt fyrir gamlan elju- og áhugamann, eins og Friðrik hefur alla tíð verið, en sitthvað gerir hann sér enn til dundurs og dægrastyttingar, t. d. má geta þess, að þegar ég leit inn til hans daginn eftir afmælið, var hann að fást við netabætingu. Þó aldurinn sé orðinn þetta hár, fylgist Friðrik furðu vel með því, sem er að gerast í kringum hann. Sjónin er allgóð, enda les hann enn blöð og bæk- ur og hlustar á fréttir og annan fróðleik í útvarpi. Annars er það heyrnin, sem er að marki farin að láta sig, en minni gamla mannsins er afbragðs gott, eins og viðtalið í jólablaðinu vitnar um. Tvær dætur Friðriks eiga heima í Kefla- vík. Onnur þeirra er Gunnfríður Geirdís, ekkja eftir Magnús skipstjóra Ölafsson, er býr í húsi föður síns, og Friðrika Sigur- veig, kona Janusar Guðmundssonar, sem býr í næsta liúsi. Munu þær systurnar líta til með gamla manninum og aðstoða hann eftir því sem með þarf, en sjálfur annast hann daglega matseld sína. Hér að framan er getið um trútt minni Friðriks og skemmtilegan frásagnarmáta. Mun ég nú ekki orðlengja þetta, en nota tækifærið og árna Friðrik allra 'heilla í til- efni af nýafstöðnum afmælisdegi hans. — Lýk ég svo þessu rabbi með því að láta gamla manninn sjálfan segja frá atviki, sem kom fyrir hann á unglingsárum hans heima í Höfnum: LJÓSIÐ í GLUGGANUM Ég er fæddur árið 1873 í Hólshúsum í Höfnum. Foreldrar mínir voru bláfátæk en áttu mörg börn, svo ég vandist vinn- unni snemma eins og þá var talið eðlilegt og sjálfsagt. Ungur lærði ég að handleika hyssu og var snemma talinn all fær á því sviði. Aðallega skaut ég endur og rjúpur, sem var hið bezta búsílag, enda einnig góð verzlunarvara. Ég mun hafa verið 16 ára, þegar sér- kennilegt atvik kom fyrir mig, sem mig Friðrik Gunnlaugsson. langar að segja frá. Ég hafði verið að skjóta rjúpur og átti nokkur stykki, sem ég vildi selja til að geta fengið mér skot- færi. Markaður fyrir rjúpur var þá aðal- lega í Keflavík og keypti frá Anna Thor- oddsen, kona Þórðar Thoroddsen læknis, þær oftast af mér. Ég skrapp nú til Kefla- víkur með rjúpurnar og fer á fund frúar- innar, en er þá svo óheppinn, að 'hún var nýbúin að kaupa rjúppr af manni sunnan af Miðnesi, svo ég varð að selja þær öðr- um. Keypti ég síðan skotfærin og hugði nú til heimferðar. Ég hafði tafizt nokkuð við að útvega mér nýjan kaupanda og varð því að hafa hraðann á. Frétti ég þá af manni sunnan úr Höfnum, sem væri staddur í Keflavík, og þar eð nú var tekið að syrta í lofti og kominn bylur, var mér ráðlagt, að ná sambandi við þenna mann, sem var Lúðvík Jónsson í Vallarbúsum, og fá að fylgjast með honum yfir heiðina. En þegar til átti að taka var hann lagður á stað, svo ég flýtti mér á eftir honum og rakti sporin hans í snjónum nokkuð upp eftir heiðinni, unz þau hurfu með öllu, enda var þá fannkoma mikil. Ég setti þetta nú ekki fyrir mig, því enn var logn að kalla og sæmilegt veður. Tók ég þá stefnu beint yfir heiðinu og vissi ekki fyrr en ég kom að vörðu syðst á Asunum. Fer ég nú upp að vörðunni, en bylinn hafði stöðugt verið að herða og ótt- ast ég, að ég sé orðinn villtur. Samt þótt- ist ég vita, að vegurinn ætti að liggja rétt hjá vörðunni, á sléttum mel. Ég hugsa mér að ná veginum með því að ganga þvert á hann frá vörðunni og reyna svo að halda honum alla leið suður í Hafnir. En margt fer öðruvísi en ætlað er. í hugsunarleysi mun ég hafa gengið þvert yfir veginn, a. m. k. fann ég hann aldrei. Veit ég svo ekki fyrr en ég er kominn upp fyrir Stapafell og var þá komin mold- hríð, svo ekki sá út úr augunum, en vind- staðan mun hafa verið á suðvestan. Ég hafði einu sinni farið þarna um áður og kannaðist við mig lítilsháttar. Rakst ég þarna á eitt hross, en týndi því jafnharðan út í bylinn. Ég mundi, að þarna átti að vera vegur upp úr Klyf- gjánni til Staðar í Grindavík. Atti hann að vera auðþekktur á sléttum hellum með djúpum sporum eftir hestafætur liðins tíma. Nú var svo mikið fennt í veginn, að hvergi sá móta fyrir honum, þegar lengra kom, enda var þá komið mikið rok með skafrenningi og fannfergju. Þrátt fyrir slæm skilyrði, beindist hugur minn að því einu, að reyna að fylgja veginum og ná til Grindavíkúr og var þó ekki lík- legt, að mér tækist það eins og á horfðist. En allt í einu urðu snögg umskipti á veðrinu, sléttlygnir og gerir blíðu veður, en tungl var í fyllingu. Klifrast ég þá upp á nærliggjandi hæðadrög til að skyggnast um og reyna að átta mig. Sá ég þá fjallið Þorbjörn nokkuð álengdar og vissi því hvar Grindavík var. Stend ég nú þarna og hugsa mitt ráð, en sé þá allt í einu ljós. Fannst mér það vera svo austarlega, að ég gat mér þess til, að það hlyti að vera í Þórkötlustaða- hverfinu. Tek ég nú það ráð, að halda stöðugt á ljósið, en það hvarf mér alltaf annað slagið og varð ég þá oft að príla upp á hæðir og hóla til þess að missa ekki alveg sjónar á því og til að halda stefn- unni. Jæja, ég þramma þetta áfram yfir hraun, gjár og klungur. Ég fann ekkert til þreytu og mér varð ekki meira um gönguna, heldur en þótt ég hefði gengið á sléttri grund. Loksins kem ég niður að gríðar- stórri tjörn, sem ég kannast við. Hún er rétt fyrir ofan Járngerðarstaði. Fer ég nú heim að bænum og ber að dyrum. Brátt kemur stúlka til dyra og spyr ég hana, hvort bóndinn, Eiríkur Ketilsson, sé heima. Segir hún það vera og bið ég hana þá, að bera honum kveðju mína og þar 'með, að ég vilji finna hann. Gerir hún þetta og kemur Eiríkur út að vörmu spori og segir: „Guð hjálpi þér drengur, hvaðan kemur þú?“ Segi ég honum þá allt af létta um för mína úr Keflavík og villuna FAXI — 11

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.