Faxi - 01.04.1970, Qupperneq 2
slyssins var hætt við frekari sýningar
sveitarinnar að því sin-ni.
I júlí var farin skemmti- og æfingarferð
um Fjallabaksleiðir austur í Eldgjá. Var
Jósef Borgarssyni og konu hans boðið í
þá ferð. Æfingarferð var einnig farin í
Tindfjöll í ágústmánuði.
I september var svo haldin Jeppakeppni,
sem tókst mjög vel. Iþrótt þessi á auknum
vinsældum að fagna a. m. k. hjá áhorf-
endum, sem skemmtu sér stórkostlega vel.
Síðan var námskeið í meðferð og notkun
talstöðva, og í október námskeið í notkun
korts og áttavita, miðað við ferðir og
leitir. Þá var og mikil leitaræfing við
Snorrastaðatjarnir og í hrauninu þar suður
af.
Arshátíð hélt sveitin svo í nóvember.
Það var mikið og virðulegt hóf, sem haldið
var í Sjómannastofunni Vík og þangað
boðið fólki með svipuð áhugamál og sem
hefur átt samleið með Stakksmönnum,
ýmist við leitir eða æfingar.
I fluglínumálum þótti ástæða til að rifja
upp og læra betur. Hannes Hafstein tók
þessa kennslu að sér í desember og gerði
hann því góð skil.
Konur félagsmanna héldu kökubasar
fyrir jólin, og færðu Stakk ágóðann af
þessu glæsilega framtaki.
En á árinu bárust sveitinni margar góðar
gjafir, t. d. gaf Kvennadeild Slysavarna-
félags íslands í Keflavík kr. 20.000,00 í
peningum, einnig afhenti hún sveitinni
til afnota neyðartalstöð. Konurnar í slysa-
varnadeildinni hafa sýnt starfi Stakks-
manna sérstaka lipurð, hjálpsemi og skiln
ing. Kr. 10.000,00 voru afhentar af konu,
sem ekki vill láta nafns síns getið. Björn
Magnússon gaf spil í bíl félagsins og Sölu-
nefnd varnarliðseigna gaf aftaníkerru,
hentuga til farangurs- og tækjaflutnings.
Lyonsklúbbur Keflavíkur gaf vandaða tal-
stöð ásamt tilheyrandi loftnetsbúnaði í
bifreið sveitarinnar. Nokkur börn á barn-
mörgu heimili í Keflavík tæmdu spari-
bauka sína og gáfu Stakk nokkur hundruð
krónur.
Bæjarstjórn Keflavíkur hefur lagt sveit-
inni til töluvert fé og margháttaða fyrir-
greiðslu.
Allan þennan stuðning og góðan skiln-
ing á störfum félagsins, sérhverja hvatn-
ingu og fyrirgreiðslu, þakkar Stakkur af
alhug.
Eitt er þó ótalið af störfum Stakks-
manna á liðnu starfsári, sem ekki ber
mikið á — en mér, sem þessar línur rita,
er kunnugt um, það er „vinnan við bílinn
okkar“. Stakkur festi kaup á gömlum og
illa förnum Weapon á haustnóttum 1968.
Síðan var bíllinn tekinn í sundur stykki
fyrir stykki, allt lagað og endurbætt og
þvínæst endurbyggður á fullkomnasta
hátt. Hvert einasta handtak var unnið af
félögunum sjálfum og sýndu margir þeirra
ótrúlega mikla fórnfýsi og sjálfsafneitun,
þar sem þeir fórnuðu svo til hverri ein-
ustu frístund í þetta mikla verk, en rúm-
lega ár tók að Ijúka því. Nú á sveitin líka
stórglæsilegan bíl, sem hægt er að beita
í torfæruakstur, ef með þarf, við hjálpar-
störf eða æfingar.
Það er ósk og von Faxa og raunar allra
Suðurnesjamanna, að Stakkur geti haldið
áfram að vaxa og vera viðbúin að veita
aðstoð, ef með þarf, við ýmiskonar vanda,
sem að höndum getur borið.
Nokkurt tákn um að svo muni verða,
finnst mér vera sú einstæða tilviljun, að
nákvæmlega á sömu klöpp þar sem slysið
varð s. 1. sjómannasunnudag, — og að
framan getur, tókst Stakksmönnum að
bjarga, með sömu fluglínutækjum, 5
mönnum úr m.b. Þerney, er hún strandaði
þar í vonzku veðri 17. janúar s. 1., og tókst
mjög vel.
Jón Tómasson.
jxó>0<xtXxxxxj>«><^s><><íxs><><>o<;sj>cxcxe<x^<-><-><^0<><x><x><^0<><>c>o<><><><^^
AÐALFUNDUR
Aðalfundur H.f. Eimskipafélags íslands verður haldinn í fundarsalnum
í húsi félagsins í Reykjavík, föstudaginn 22. maí 1970, kl. 13,30.
1. Aðalfundarstörf samkvœmt 13. grein samþykkta félagsins.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins, samkvœmt
15. grein samþykktanna (ef tillögur koma fram).
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönn-
um hluthafa á skrifstofu félagsins, Reykjavík, 19.—20. maí.
Reykjavík, 13. marz 1970.
Stjórnin.
46 — FAXI