Faxi - 01.04.1970, Page 3
„Lífræn tengsl milli skólans og
þjóðfélagsins"
Eins og marga rekur sjálfsagt minni til,
var í októberblaði Faxa á s. 1. hausti við-
tal við Erling Jónsson handavinnukenn-
ara um tilraun með heimilisiðnað, sem þá
stóð fyrir dyrum að hefja í handavinnu-
stofum gagnfræðaskólans í Keflavík, undir
leiðsögn Erlings og að fengnu góðfúslegu
leyfi skólastjórans, Rögnvaldar Sæmunds-
sonar.
Ymsir, og þar á meðal undirritaður, voru
í fyrstu ekki altlof trúaðir á að Erlingi
tækist að koma þessari hugmynd sinni í
framkvæmd, en meining hans var að
minnka bilið milli ungra og gamalla og
finna grundvöll fyrir sameiningu kynslóð-
anna í endurvöktu baðstofulífi.
Burt séð frá því hvað ýmsum kann að
finnast um þessar skoðanir Erlings, mun
öllum ljóst í hvert óefni er komið fyrir
þjóðinni, ef svo stefnir sem horfir, því
garnla máltækið: „Sameinaðir stöndum
vér en sundraðir föllum vér“, er enn í
fullu gildi. Engin þjóð fær staðizt til lengd-
ar, — haldið sjálfstæði sínu, hætti æskan
að rétta hinum eldri „örfandi hönd“ við
uppbyggingu og viðhald þjóðlífsins, og
gildir þá einu hvor aðilinn á sökina.
Það var með þetta í huga, sem Erlingur
hóf máls á að endurvekja hina fornu, ís-
lenzku baðstofumenningu. Vegna gjör-
breyttra aðstæðna, vill hann nú að skólinn
taki við hlutverki baðstofunnar, þar sem
ungum jafnt sem öldnum gefizt kostur á
að notfæra sér starfsaðstöðu handavinnu-
deilda skólanna, þegar nemendur eru þar
ekki að skyldustörfum.
Frá þessu greindi í áðurnefndu viðtali,
og þessari hugmynd hratt hann í fram-
kvæmd á s. 1. hausti, sem fyrstu tilraun,
og er henni nú senn að ljúka með mjög
glæsilegum árangri.
Eins og ljóst má vera, hefir Erlingur
verið driffjöðrin í þessu tilraunastarfi.
Hann er hugmyndaríkur, ósérhlífinn og
dverghagur — sannkallaður þúsund þjala
smiður, sem allt leikur í höndunum á og
því einmitt rétti maðurinn til að leiða
slíkt starf, einkum þó meðan það er á
algjöru tilraunastigi.
Mér þykir rétt að það komi hér fram,
að Erlingur hefir engin laun þegið fyrir
sitt mikla starf í vetur — og þannig mun
það oftast vera um þá, sem ryðja brautir
til framfara og aukinnar menningar. En
þess má þá líka geta, enda sýnir það bezt
hug þátttakenda, að nú fyrir skemmstu,
í lok einnar baðstofuvökunnar, færðu þeir
honum vandaðaa stofuklukku að gjöf,
sem lítinn þakklætisvott fyrir mikið og
fórnfúst starf í þágu góðs málefnis.
Er ég nú á dögunum leit inn á þenna
vinnustað, til þess að fræðast um, hvað
þar væri að gerast, virtist mér allir önnum
kafnir, enda var námskeiðinu að ljúka og
Erlingur Jónsson.
fólkið því að leggja síðustu hönd á hina
ýmsu smíðisgripi sína, en leiðbeinandinn,
Erlingur, gekk á milli vinnuborðanna og
lagði á ráð um eitt og annað, sem betur
mætti fara.
Er ég um stund hafði virt fyrir mér
smíðisgripina og séð vinuubrögðin og
hina miklu vinnugleði, sem lýsti þar upp
hvert andlit, tókst mér að króa Erling af
stutta stund og leggja fyrir hann nokkrar
spurningar.
— Hver er tilgangurinn með þessu
starfi, Erlingur?
— Sá, að afnema hin svokölluðu kyn-
slóðaskipti og mynda sem lífrænust tengsl
milli skólans og þjóðfélagsins. Þrengsli
baga hér mest. Vegna þeirra bjóst ég ekki
við að geta haft meira en 10 manns í einu,
en fljótlega urðu þeir 15—20.
— Risu þá ekki upp vandamál í sam-
bandi við þrengslin?
— I það minnsta hvorki elliglöp né
æskulýðsvandamál. Sannast sagna óttaðist
ég í byrjun að þrengslin yrðu til einhverra
vandræða, því hér hefir oft verið allt of
lítið svigrúm. Fólk á öllum aldri og af
báðum kynjum hefir komið hér og unnið
að áhugamálum sínum í sátt og samlyndi,
og tel ég alveg aðdáunarvert, hve þetta
nábýli hefir verið snurðu- og árekstralaust,
enda tel ég það einmitt vísasta sönnun
þess, að sé ákveðnum skilyrðum fullnægt,
— þ. e. að hver og einn fái verkefni við
sitt hæfi, þá sé samvera ungra og gamalla
það ákjósanlegasta vinnuform sem völ er
á, því þá leita menn gjarna ráða hver til
annars, eins og tíðkaðist hér áður fyrr. Þá
verða margir leiðbeinendur, hönd styður
hendi og allur gangur mála verður ljós og
eðlilegur.
— Hvað hafa þessi námskeið verið
mörg í vetur og á hvaða tíma dags er
unnið?
— Ég vil nú helzt ekki kalla þetta
námskeið, heldur bara vinnuhópa, en þeir
áttu upphaflega að vera tveir, einn frá
hausti til hátíða og svo annar frá áramót-
um og fram til vorsins. Þetta hefir ekki
alveg staðizt, því vinnugleðin var svo
mikil, að margir úr fyrri flokknum héldu
áfram eftir áramótin og eru hér enn
að verki, en húsið er opið á miðvikudög-
um milli kl. 8—11.30 síðdegis. Gengur þá
hver frá sínu vinnuplássi, raðar áhöldum
og þrífur borð og gólf, þannig að allt sé
tilbúið undir skólastarfið að morgni.
— Ertu svo ánægður með útkomuna,
Erleingur?
— Sé miðað við aðstæður og að þetta
er aðeins fyrsta tilraun, má ég vera mjög
ánægður.
— Hvað er svo framundan?
— Því get ég ekki svarað, en ég vona
fastlega að ábyrgir aðilar veiti fólkinu
framvegis góða og nauðsynlega aðstöðu,
svo það fái notið sín sem bezt.
— Og svo að lokum, Erlingur, verður
ekki haldin sýning á þessum fallegu mun
um ?
— Víst væri gaman að geta komið þvf
í verk, því eins og þú sérð, bera smíðis-
gripirnir margir hverjir fólkinu fagurt
vitni, um leið og þeir vekja til umhugs-
unar, hvort ekki sé tímabært að endur-
vekja baðstofuna, hinn gamla og góða há-
skóla íslenzkrar alþýðumenningar, veita
honum þann virðingarsess í íslenzku þjóð
lífi, sem hann eitt sinn hafði, til hagsældar
fyrir land og lýð.
H. Th. B.
F A X I — 47