Faxi

Árgangur

Faxi - 01.04.1970, Síða 5

Faxi - 01.04.1970, Síða 5
afturkippur í verzlunina á einum aðal- verzlunarstað á Suðurnesjum, Bátsendum. Endalok verzlunar á Bátsendum urðu svo, er hin miklu flóð eyddu staðnum aðfara- nótt 9. jan. 1799, og upp frá því var aldrei biíið að Bátsendum. Kaupmaður sá, er var á staðnum, er flóðin miklu urðu, var Símon Hansen, og fluttist hann til Keflavíkur árið 1801. Upp frá þessu hefst svo sá upp- gangur Keflavíkur, sem stendur enn yfir. Hér eftir varð Keflavík aðalverzlunarstað- ur og höfuðstaður Suðurnesja. Ekki hefur undirrituðum tekizt að hafa upp á, hverjir voru Keflavíkurkaupmenn frá 1700 til 1773, en e. t. v. má grafa það upp eftir frumheimildum og verður að bíða betri tíma. En árið 1773 er Holger Jacobæus kominn með verzlun í Keflavík, og er kona hans með honum, Madama Jakobæus, því þeim fæðist þetta árið dóttir, Gottfrede Elisabeth. Enn er Jakobæus hér veturinn 1784 til ’85, því 21. maí 1785 fæð- ist í Keflavík Else Margretha Muxoll og eru guðfeðgin hennar Jakobæus og N. L. Höeg. Árið 1789 eru 35 íbúar í Keflavík, og meðal þeirra er Christian Adolph, son- ur Jakobæusar. Hann er 22 ára. Líklega mun hann hafa tekið við verzlun að föður sínum látnum, því árið 1810 er hann kaup- maður í Keflavík. — I bókinni: Sagt frá Reykjavík, segir Árni Óla svo um Jakob- æus yngra, bls. 48: „Maður er nefndur Ad- olph Jakobæus ,danskrar ættar, en fæddur í Keflavík. Hann gerðist starfsmaður við kóngsverzlunina þar, er hann hafði aldur til. Vorið 1785 siglir hann til Kaupmanna- hafnar f verzlunarerindum, þá aðeins 18 ára. Hann dvaldist ytra mánaðartíma og tók þar bólusótt. Kom svo aftur heim í ágústmánuði um sumarið. Skipið, sem hann var á, lenti við Hvaleyri í Hafnar- firði. Þar seldi Jakobæus manni nokkrum segldúk, sem hann hafði haft undir sér f bólinu í skipinu. Er mælt, að menn hafi smitast af segldúk þessum, enda gaus þá upp bólan rétt á eftir. Þá var í fyrsta skipti farið að bólusetja fólk hér á landi . . . Enn segir Árni: „Á þennan hátt kemur Jakobæus fyrst við sösru bér, en varð síðar nafnkunnur kaupmaður og með ríkustu ntönnum á sinni tíð. Þegar kóngsverzlun- in var seld (hvaða ár?) keypti hann Kefla- vikurverzlunina og rak hana síðan til úauðadags (árið?). Framhald. M I N N I N G JÓHANN VILBERG ÁRNASON FRAMKVÆMDASTJ ÓRI Jóhann Vilberg Árnason, framkvæmda- stjóri prentsmiðjunnar Grágásar í Kefla- vík, lézt í bílslysi laugardaginn 14. marz síðast liðinn. Hann var einn á ferð í bifreið sinni á leið til Reykjavíkur og var kominn inn á Strandaheiði, skammt frá Vogaafleggjar- anum ,þegar þetta hörmulega slys varð. Jóhann var fæddur í Reykjavík 6. febrúar 1942, sonur hjónanna Jóhönnu Halldórs- dóttur og Árna Vilbergs Jóhannssonar, bifreiðarstjóra í Reykjavík. Jóhann lagði ungur fyrir sig prentnám hjá Alþýðuprentsmiðjunni við Vitastíg í Reykjavík og lauk þar sveinsprófi 1961. Hætti hann þá um skeið prentarastörfum en tók að fást við ljósmyndagerð og gerðist fyrst ljósmyndari við Alþýðublaðið, þá við mánaðarblaðið Fálkann og síðar aftur við Alþýðublaðið. Reyndist hann í því starfi sem öðrum hinn nýtasti maður. Árið 1966 kvæntist Jóhann eftirlifandi konu sinni, Elísu Þorsteinsdóttur og eign- uðust þau eina dóttur, Jódísi, sem nú er fjögurra ára. Ásamt Runólfi Elentínussyni prentara stofnaði Jóhann hér í Keflavík prentsmiðj una Grágás 1966. Fór þetta prentverk að vonum smátt af stað, en með stakri ráð deild og hagsýni tókst þeim félögum að byggja það upp, fjölga verkefnum þess og færa út starfssviðið, svo að nú er það orðið stórt og vel starfrækt fyrirtæki, sem veitir mörgum góða atvinnu og er byggðarlag- inu til sóma. Með tilliti til þessara manndómsstarfa Jóhanns Vilbergs verður skaðinn sárari og skarðið vandfylltara. Lífið kallaði hann ungan til starfa og því kalli sinnti hann af alúð og ávaxtaði pund sitt vel og ríku- lega. Nú hefir hann fengið annað og æðra kall frá sjálfum lífsins herra „ ... meira að starfa guðs um geim“. Blessuð veri minning þessa unga manns. H. Th. B. Kveðja Það fór ekki hjá því að undirritaður kynntist Jóhanni Vilberg allnáið. Fyrst sem prentsmiðjustjóra, síðar sem áhuga- sömum flokksmanni. Sennilega mun fá- um hér um slóðir ljóst það þrekvirki, sem þeir félagar, Jóhann og Runólfur, unnu með stofnun prentsmiðju og bókaútgáfu. Tvisvar áður hafði verið reynt að koma hér upp slíku fyrirtæki, og í bæði skiptin rann allt út í sandinn. En hér voru greini- lega þeir menn á ferð, sem gerðu sér grein fyrir örðugleikunum. Því sama gilti hvort maður átti leið fram hjá fyrirtæki þeirra, að nóttu eða degi, alltaf voru fararskjótar þeirra utan dyra og ljós í gluggum. Það var ekki fyrr en nú fyrir skemmztu að maður sá að þeir félagar voru farnir að anda léttara, en þá skeður slysið, fyrir- varalaust, miskunarlaust. Við Jóhann áttum töluverð viðskipti og nú síðast áttum við nokkur samtöl um bæjar- og þjóðmál. Einnig þar hygg ég að Jóhann hafi reynzt góður liðsmaður. Hann var umbótamaður og ákveðinn Alþýðu- flokksmaður. Það er einmitt fyrir hönd þeirra samtaka, sem mér hefur verið falið að senda kveðjur. Aðstandendum konu hans, barni og foroeldrum votta ég mína innilegustu samúð. Megi minningin um góðan dreng verða þeim huggun í harmi. Hilmar Jónsson. F A X I — 49

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.