Faxi - 01.09.1974, Side 6
raufarnar og hert síðan yfir með loft-
knúnu handtæki (splæsir líka). Fisk-
búntinu var síðan rennt inn á hliðar-
braut, grindin tekin undan og send til
baka að vigtinni (nokkrar grindur í
gangi í einu), en fiskinum rennt inn í
pokafyllingatækið (poki st'rekk'tur yfir
það hinum megin) og ýtt í gegnum það
inn í pokann — ekki ósvipað og jól'atré
eru pökkuð hjá Alaska. Við hinn end-
ann er svo lokað fyrir pokaendann —
má gera það á þrjá vegu. í fyrsta lagi
með að handsauma fyrir endann. í
öðru lagi með því að taka saman end-
ann og binda éinu sinni fyrir, og í
þriðja lagi með því að strekkja eyru á
bæði hornin. Strekkja má síðar plast-
ræmum yfir pokann á eftir, ef þess er
'talinn þörf af kaupendum. Aðeins hjá
Jens Gryt'ten sáum við sjálfvirka
plastbindivél.
Hjá Romsdals töluðu þeir um að
pakka blautverkaðan saltfisk í ein-
falda strigapoka, líklega á ofangreind-
an hátt, en þar sem enginn blautfiskur
er fluttur þaðan í ár, þá sáum við
það ekki að sjálfsögðu (þeir voru þó
þarna með nokkra pappalausa st'riga-
poka).
Þegar verkstjórinn hjá Romsdals var
spurður, hvort hann notaði stundum
rakamælingar á þurrfiski eftir þurrk-
un eða fyr'ir pökkun, þá kvað hann
ekki gera það heldur treysta á sitt
fingramat. Aftur á móti var okkur tjáð
að ríkismat'ið léti stundum framkvæma
slíkara rakamælingar, þegar vafamál'
kæmu upp.
FRAMKVÆMDASTJÓRAR, VERK-
STJÓRAR OG STARFSFÓLK
KOMA SÉR SAMAN
UM AFKASTASTUÐLA
Svo virtist sem flestar (eða allar)
stöðvar hafi komið á hjá sér hópákvæð
islaunagreiðslum — eins konar bónus-
greiðslufyrirkomul'ag. Hafa verið gerð-
'ir ákveðnir afkastastuðlar fyrir ákveð-
in verk og umfram afköst greidd með
bónus, ekki ósvipað og hjá mörgum
frystihúsum hér. Þó er þetta ósvipað
þarna að því leyti, að hér í fryst'ihús-
unum voru gerðar víðtækar afkasta-
mæl'ingar af sérfræðingum (norskum)
og breytingar á fyrirkomulagi (eins
alls staðar), áður en bónusgreiðslufyrir
komulagi var komið á. Hjá þeim í Ala-
sundi voru ekki tilkvaddir vinnuhag-
ræðingasérfræðingar, heldu'r hafa verk
stjórar ásamt starfsmönnum komið sér
saman um afkastastuðla ýmissa verka
og samið um bónusgreiðslur eft'ir því.
Ekki eru þessir afkastastuðlar al'ls
staðar þeir sömu, þar sem aðstæður,
tæki og vinnutilhögun eru ekki alls
staðar eins.
Lágmarkslaun í verkunarstöðvum í
Álasundi eru Nkr. 13.00 pr. tímann, en
með þessum bónusgreiðslum er meðal-
kaupið um Nkr. 18.00, eða um kr. 270
íslenzkar.
GETUM ÝMISLEGT LÆRT AF
NORÐMÖNNUM, EN ÞEIR GÆTU
LÍKA LÆRT AF OKKUR
HVAÐ FISKVERKUN VARÐAR
Svo virðist' sem vélvæðing og hag-
ræðing í hinum stóru verkunarstöðv-
um i Álasundi sé ekki mikið meiri en
finna má í söltunarstöðvum hérlendis.
Að sjálfsögðu er fiskþurrkun sér-
grein þeirra og því allt skipulag kring
um hana gott, enda unnið þar allt árið
með sama mannskap. Aftur á móti
virðast þeir get'a lært eitthvað af okk-
ur í aðgerð og söltun fisks.
Það er að sjálfsögðu ýmislegt, sem
við getum lært af þeim eða tekið eftir
þeim, t.d. eru tæki og pökkunarútbún-
aður ágætur þarna; almenn kæling á
blaut'verkuðum og verkuðum fisk'i eins
og hjá þeim, myndi bæta gæði verkaðs
fisks héðan; gæðafl'okkun á 3. fl. fiski
í Universal, sem yrði 7/8 þurrkaður,
myndi bæta hag verkenda; mat á verk
uðum fiski af sérþjálfuðum starfsmönn
um stöðvanna undir góðu eftirliti rík-
ismatsmanna gæti reynst vel hér o.s.
frv. Af'tur á mót'i má telja mjög vafa-
samt, að útbleyta fisk 1-3 klst. fyrir
vöskun, jafnvel þótt fingert jarðsal't
væri notað á eftir — helzt kæmi hér
til greina að athuga möguleikann á
því, hvort útbleyting í fullsterkum
pækli fyrir vöskun myndi l'étta störfin,
og eins að not'a á eftir jarðsalt á vask-
aða fiskinn.
Þeir félagarnir luku upp einum
munni um það, að móttökur Norð-
manna hafi verið með eindæmum góð-
ar— og förin hin lærdómsríkasta
Áhrif vorsins
Ætíð ég verð svo ástfanginn á vorin.
Þá urða ég mína sorg á næsta leit'i.
Mér finnst eins og lífið i'étti mér aftur
sporin
og lof mér nýju sumarfyr'irheiti.
Staka
Þótt ískalt andi stundum
um ævinnar dýra far
skulum við aldrei æðrast
en aðeins sigla í var.
J. J.
Útþrá
(Samið eftir Noregsferð með Gullfaxa,
Flugfélags íslands)
Gullfaxi, glæsta far,
guð fylgi alls staðar,
hvert sem þín liggur leið,
yfir lönd eða höfin breið.
Svíf þú með svanaþyt,
mót sólskini og bláum lit.
Frjáls eins og fugl um geim,
farsæll' á vængjum tveim.
Svo þó að syrti að,
samt kom þú heill í hlað,
leiði þig lukkutröll,
og lýsi yfir dal og fjöll.
Ég vil nú þakka þér,
þjónustu. veit'ta mér.
Og út við Osl'ófjörð,
var indælt að stíga á jörð.
Ef ég í annað snn,
fæ útþrána, Faxi minn.
Bíddu með beizli og hnakk,
búinn í næsta flakk.
Sólveig frá Niku
Staka
Vorið eft'ir vetrarbyl
vekur líf um grundu,
hvað sumarið með sól og yl,
signir hlýrri mundu.
J. J.
Með hverju skyldi hann Svenni
slökkva, þegar allt vatn ó Suð-
urnesjum er orðið eldfimt?
50 — FAX I