Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1980, Page 3

Faxi - 01.01.1980, Page 3
óvenjulegur maður. Hann kynnti sér atvinnuvegi landsmanna og fylgdist meö öllu, sem hér varaö gerast. í bréfabókum hans, sem eru I vörslu Skógræktar ríkisins, er margan fróöleik aö finna og meðal annars þaö, aö honum blöskraöi aö sjá eldað viö taö, dýrmætan húsdýraáburð, og menn búa að auki í svellköldum vistarverum. Hann benti á, að flestar jarðir væru svo stórar að þær gætu séö af nógu landi undir skógarreiti, sem aftur gætu séð mönnum fyrir nægum eldiviði þannig aö nota mætti sauðataöiö til ræktunar. Með ótrúlegum áhuga og dugnaði tókst Ryder að afla fjár til að hrinda í framkvæmd fyrstu tilraunum i skógrækt hér á landi og í samráði og samvinnu við prófessor í skógrækt, Prytz að nafni, og skógfræöinginn Flens- borg, stjórnaði hann þessum til- raunum frá 1899 til 1907, er landsstjórnin tók skógræktar- málin upp á sína arma. Þá leysti Kofoed-Hansen Flensborg af hólmi og stóð hann fyrir skóg- ræktarmálunum til ársins 1935. Áriö 1910 skrifaöi Guðmund- ur Björnsson landlæknir grein í Skólablaðið, sem hét: Baöstofa og eldiviöur. Þar hvatti hann til hins sama og Ryder, aö bændur ræktuðu sinn eigin eldivið til að losna við húskuldann, sem var orsök ótal sjúkdóma og dauðs- falla fólks í blóma lifsins. Úr þessu varö þó ekkertaðsinni því aö þá skorti reynslu, en 1928 var hafinn vísir að ræktun bæjar- skóga á nokkrum stöðum og til eru nokkrir álitlegir reitir frá þeim tíma, sem sýna að það er engin fjarstæða aö tala um bæjarskóga. Þessar tilraunir stóöu þó skammt sakir krepp- unnar, og svo kom rafmagn, jaröhiti og olía til sögunnar, svo aö húskuldinn hvarf að mestu úr sögunni og því engin þörf fyrir eldivið. Áður en ég lýk við aö tala um eldiviö vil ég aöeins geta þess, að í nýútkomnu sænsku tímariti sá ég grein um það, aö búast mætti við að allt að því 200.000 sænskir bændur mundu hverfa að því ráði að nota eldiviö úr eigin skógum, eins og áðurtíök- aöist, í staö olíu. Danir hafa sett nefnd á laggirnar til að rannsaka hvort eigi megi safna saman grisjunarviöi úr skjólbeltum og trjágöngum til upphitunar, en fram að þessu hefur slíkum úr- gangsviði oftast verið brennt á staðnum. Og ( Noregi er fjöldi heimila einnig að hverfafráolíu- hitun þar sem birkiviðurinn reynist ódýrari. Á síöasta ári dvaldi ég í hálfs mánaðar tlma norður í Troms- fylki I Noregi. Troms er um fjórð- ungur (slands að stærö og þar búa um 150 þúsund manns, en fylkiö er 550-600 kílómetrum noröar á hnettinum en ísland. Þar er vlða svipað veðurfar og hér, en sá er þó munur á, að þetta fylki var ónumið og nærri mannlaust þangað til fyrir 200 árum. Þar voru aöeins verstöðv- ar meö ströndum fram, en allt innlandiö ónumið. ( miðju fylk- inu eru breiöir og láglendir dalir, þar sem landbúnaður og skóg- arhögg er stundaö. Þegar menn fluttu þangaö noröur eöa voru fluttir af sömu dönsku stjórn- inni, sem rétti okkur hjálpar- hönd á síðari helmingi 18. aldar, voru flestir dalanna vaxnir þétt- um furuskógum og birki. Fur- urnar voru víða yfir 20 metrar á hæö og gildarvel, þærvoru kjör- viður. En á þessum tvöhundruö árum sem liðin eru frá landnám- inu, hafa furuskógarnir gömlu verið stráfelldir, og nú eru ekki nema smálundir eftir á örfáum stööum, sem sýna hve miklir viðir hafa verið þar áður. Hins vegar hefur birkiskógur þotið upp hvarvetna þannig að segja má að birki vaxi víðast hvar að húsum heim. Má ímynda sér að landið sé svipað því, sem ísland hefur veriö rétt fyrir daga Ara fróða. Bæir og tún standa í skjóli birkiskóga eða þá furuskóga, sem plantaö hefur verið síöan um aldamótin, en þá tóku menn einmitt upp þá stefnu að planta til nýrra skóga. Þegar maður hugsar um hve skamman tíma það hefur tekiö íbúa Troms aö eyöa víölendum og gömlum furuskógum, er síst að furða hve okkar eigið land er illa útleikið eftir 1100 ára búsetu. í bæjum og verstöövum Troms-fylkis er olía auðvitaö notuð til hitunar, en til sveita þekkist slík notkun vart. Þar er af nógum birkiskógum að taka og þeir hafa verið hitagjafi manna frá upphafi vega og munu veröa þaö enn um langa hríö. Bændur Troms-fylkis hafa aldrei þurft að brenna dýrmæt- um áburöi sem og aö þeir höfðu ávallt nærtækt byggingarefni til hvers konar húsagerðar. Hafa þeir haft og hafa enn ýmis hlunnindi umfram starfsbræður sína hér. Ég hef nefnt tvenn, en ekki má gleyma því þriöja, en þaö er loftkyrrðin og lognið sem stafar frá skógunum. Olíukreppan eykur eftirspurn á vlðl og tlmbrl Þótt eldiviður sé enn víða aðal hitagjafinn og sú notkun kunni aö aukast á næstu árum sakir olfukreppu, þá er þáttur hans I skógrækt aöeins aukaatriði. Skógar heimsins eru ein mesta hráefnalind sem mannkyniö á, og sú lind þarf aldrei aö þrjóta ef vel er á haldiö. Viöur er nú eink- um notaður til margs konar iðn- aðar og á Vesturlöndum fer um þrisvar sinnum meira magn til iönaöar en mannvirkjagerða, ef ég man rétt, og eftirspurnin eykst hröðum skrefum ár frá ári. Nú þykir víst, aö verð á viði og timbri muni tvöfaldast eöa þre- faldast á næstu tveim áratugum. En lifandi tré má nota á marga aöra vegu en til aö rækta skóga. Til dæmis aö prýða umhverfi mannabústaöa og til aö skýla bæði mönnum, skepnum og gróðri jaröar. Og þá vík ég að því sem mér liggur mest á hjarta I þessu erindi. Stjórn Skógræktarfélags (s- lands hefur ákveðiö aö minnast hálfrar aldar afmælis síns meö því að beina hugum landsmanna að trjá- og skógargróðri, og fá þá til að sinna þeim málum sem aö þessu lúta, meira en hingað til. Afmælisárið á að verða ár trésins. í umburðarbréfi til fjölda fé- lagasamtaka um allt land og til allra bæjar- og sveitarfélaga eonir stjórnin að hún vilji á arinu 1980: Kynna almenningi þann ár- angursem fengist hefuraf skóg- vernd og skóg- og trjárækt hér á landi. Skýra fyrir almenningi gildi þess að planta trjám til að fegra umhverfið og gefa skjól. Aö leiöbeina um trjárækt oq plöntun og setja fram hugmynd- ir um skipulag garða umhverfis hús og önnur mannvirki. Að kynna þá þýðingu, sem skjólbelti hafa og gefa leiðbein- ingar um ræktun þeirra. Slðast en ekki síst, aö hvetja einstaklinga til að taka þátt I plöntun trjáa svo sem efni og ástæður leyfa. Þeir verða hvatt- ir til þess að fegra umhverfi bú- staöa sinna. Félög verða hvött til hins sama á starfssvæðum sín- um. Opinberir aöilar, ríki, sveit- ar- og bæjarfélög verða einnig hvött til þessa að því er snertir byggingar og mannvirki I þeirra eigu. Mörg félög og félagasamtök um allt land hafa þegar heitið Skógræktarfélagi Islandsstuön- ingi sínum, og fjölmenn nefnd frá þeim hefur þegar sest á rök- stóla. En héraðsskógræktarfé- lögin, sambandsfélög Skóg- ræktarfélagsins, sem eru 30 tals- ins og telja á fimmta þúsund fé- laga, munu taka aö sér skóg- ræktarmálin ásamt bæjar- og sveitarfélögum, og skal því ekki fjölyrt um þann þáttinn. En þaö eru tvö eða þrjú atriði, sem mig langar til aö fara nokkr- um orðum um, eftir því sem tími vinnst til. En það eru trjárækt við heimilin, skjólbelti og útivistar- svæði. Trjá- og garörækt hefur lengl átt erfitt uppdráttar hér á landl Hún á sér að vísu langa sögu á Akureyri, og enn mun Akureyri skara fram úr öðrum bæjarfó- lögum, en á síðari árum hafa bæði Reykjavík og nokkrir aörir bæir sótt mjög fast á. Ágætt dæmi þess er umsögn manns, sem hvarf af landi brott rétt eftir 1920 og kom ekki heim aftur fyrr en eftir fjóra áratugi. Var hann að því spuröur, hvað honum fyndist mest til um eftir svo langa útivist. Svaraði hann um hæl og sagði að það væru trén í Reykjavík. Nú er svo komið, að bæöi þar og annars staðar hafa komiö upp fallegir garöar með fjöl- breyttari gróðri en áður þekktist og þessi ræktun vex nú óðfluga. Ein af ástæðunum, hve seint miöaði framan af öldinni var sú, að tilfinnanlegur skortur var á góðum og harögerum plöntum, en svo kom líka trúleysiö til. Þegar Valtýr Stefánsson byggði hús sitt við Laufásveg áriö 1928 hvíslaði góður og gegn Reykvík- ingur því aö honum, að hann skyldi ekki ómaka sig við að planta trjám í garöinn sinn. Þótt tré gætu vaxiö á Akureyri gilti allt öðru máli I Reykjavík. Hér talaöi brjóstviðið af öllum sín- um myndugleik, enda voru margir sama sinnis og fjöldinn allur trúði því þá, að barrtré gætu aldrei þrifist á fslandi. Þetta er nú liöin tíð og viö er- um reynslunni ríkari. Fyrir at- beina hinna fyrstu skógræktar- manna nær reynsla okkar af sumum trjátegundum 80áraftur I tímann. Fjöldi annarra tegunda hefur verið ræktaður hér milli 40 og 50 ár, en aörar nokkru skemur. Nú getum við valið á milli 35 trjátegunda I garða okkar auk fjölda víöitegunda og runna I stað 4-5 tegunda fyrir hálfri öld. Með þeim efniviði, sem okkur stendur nú til boða, hafa skilyrði til ræktunar trjá og runna margfaldast frá því er var, þegar Skógræktarfélag (slands var stofnaö. Flestum er að verða Ijóst, aö það er menningaratriöi að um- hverfi mannabústaöa sé hlýlegt og aðlaðandi. Þaðerekki nógað búa I fallegum og vönduðum húsum innan um dýrindis hús- gögn, ef umhverfið hæfir ekki. Umhverfi húsa er eins konarsál- arspegill, það sýnir glöggt menningu og þrifnað íbúanna. Þótt víða megi sjá mjög fallega garða við hús, skortir enn mjög á að trjáræktin sé nógu almenn. Og þareigaopinberiraðilarekki síöur hlut að máli. Það er ömur- legt aö horfa á rusl og drasl árum saman kringum samkomuhús, skóla og félagseignir, og ef að er fundið er svarið oftast: „Þegar byggingin var komin upp voru peningarnir þrotnir, svo ekki verður meira að gert“. En orsak- irnar geta veriö fleiri til þess aö mönnum veitist trjáræktin erfiö, og víöa eiga bæjarfélögin beina sök á því, ýmist með afskipta- leysi eöa meö því aö leyfa ótíma- bært sauðfjárhald og hrossa, sem valda því að fólk getur ekki snúið sér að trjá- og garörækt. Þeir sem reyna það, gefast oft FAXI - 3

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.