Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1980, Page 4

Faxi - 01.01.1980, Page 4
I Sólbrekkum. Skammarleg umgengni. Ljbsm : jón Tómasson hreinlega upp þegar ávöxtur iðju þeirra er upp étinn eða stór- skemmdur ár eftir ár og ávallt bótalaust. Þaö er því ekki að ófyrirsynju að Skógræktarfélagiö hefur beint tilmælum sínum til bæjar- félaga um aö veita mönnum að- stoð til að laga og fegra um- hverfi sitt og koma upþ göröum. Og þau eiga afar auðvelt með þaö, ef það er einlægur vilji aö fegra bæina. Meðal annars verður að setja mjög þröngar skoröur við húsdýrahaldi í þétt- býli, þannig að lausaganga bú- fjár sé úr sögunni. Með þessu móti má leggja niður dýrar girð- ingar umhverfis lóðir en láta gróðurinn, limgeröi, afmarka þær, og við það sparast óhemju mikið fé. ( öðru lagi ættu bæjar- félögin að eiga birgðir af frjórri gróðurmold sem húseigendur gætu fengiö eftir þörfum viö vægu verði eða engu. Ekkert verður ræktaö án jarðvegs, en víða er erfitt fyrir einstaklinga að ná í hann nema með ærinni fyrir- höfn. Og jarðvegurinn verðurað vera frjór og myldinn til aö fólk hafi erindi sem erfiöi Þessvegna ættu öll bæjarfélög að koma upp moldarbirgðastöövum. Slíkt myndi flýta ótrúlega fyrir því að þorp og bæir yrðu vistlegri en nú er. Og loks má benda á, aö víða skortir leiöbeinendur í garðrækt, en því verða bæjarfé- lögin einnig að sjá fyrir. Þegar farlfi er um sveitlr landsins má vfða sjá garða og trjálundl vlð b«i En alltof víða hefur trjánum verið plantaö ofan í gömlu kál- garöana sunnan við bæjarvegg- inn, og nú skyggja trén á sumar- sólina, sem sjaldan er of mikiö af. Samt trássast menn viö eða tíma ekki að fella trén eða grisja þau, svo lengi situr viö það sama. En það gilda allt önnur sjónarmið við skipulag garða í sveitum en í þéttbýli, þar sem hvert húsið tekur við af öðru. ( framtíöinni ættu menn að haga garð- ogtrjáræktinni þannig, að upp kæmu góð og þéttskjólbelti að minnsta kosti á tvo vegu við íbúðarhúsin, þannig að þau girtu fyrir aðalvindáttirnar. Innan við þau mætti svo rækta ýmislegt, svo sem runna og garðávexti, allt aö húsi heim. Næg reynsla er komin á rækt- un skjólbelta til þess aö mönnum sé óhætt að hefjast handa. En allur undirbúningur að ræktun þeirra veröur að vera svo góður sem framast má. Og þaö er brýn nauösyn að hirða þau vel fyrstu 3-5 árin, en úr því ættu þau ekki aö þurfa mikla umönnun. Til eru leiöbeiningar um þetta, svo óþarfi er að fara fleiri orðum um það. Þegar skjólbeltin eru komin ( mannhæö má fara að merkja skjóliö hið næsta þeim, og úrþví eiga þau aö vaxa allhratt. Þar sem skjólbeltum er hag- anlega fyrir komið í hæfilegri fjarlægö frá íbúðarhúsum eiga þau að geta sparaö allt að þriðj- ung hitunarkostnaðar sam- kvæmt bandarískum mæling- um. Og samkvæmt dönskum mælingum eykst sumarhitinn um hálfa til heila gráðu í skjóli þeirra. Munar um minna í okkar köldu sumrum. Ýmsum hefur vaxiö í augum aö þurfa að bíða í allt að 10 ár eftir fyrstu skjólverk- ununum, en menn skyldu muna aö þegar þau eru upp komin veita þau skjól um marga tugi ára. Á Jótlandi eiga skjólbelti sér alllanga sögu. Þegar farið er um landið blasa þau hvarvetna við augum nema á þeim fáu heiða- löndum, sem nú eru friðuð. Það væri alveg óhugsandi og út í hött aö stunda landbúnaö um miöbik og vesturhluta Jótlands svo ábati væri af, nema með því að girða löndin skjólbeltum meö hæfilegum millibilum. Skjólbelt- in eru vaxin upp af elju, þrautseigju og nægjusemi Jótans í marga ættliði, og fyrir skjólbeltin er landið orðið gjöf- ult og frjótt, þar sem áður voru lyngheiöar og mýrardrög. Af þessu mættum við læra, því okkur er kannski meiri þörf á skjóli en hinum, sem sunnar búa á hnettinum. Hvert er hlutverk bæjarfélaga I skógræktarmálum? Að endingu vil ég aðeins benda á, að það er í verkahring bæjarfélaga að koma upp stórum görðum eða útivistar- svæöum í nánd við bæi og þorp. I þeim efnum hefur Reykjavíkurborg riðið á vaöið og tekið mannlegast á þeim málum með friöun Heiðmerkur með aðstoð Skógræktarfélags Reykjavíkur. Og þaö sakar ekki að geta þess, að það var stjórn Skógræktarfélags (slands sem á sínum tíma hratt þessu máli af stað og barðist fyrir friöuninni uns hún komst á. Nú á Akureyr- arbær stórt útivistarsvæöi í Kjarnalandi, sunnan og ofan við bæinn, sem veröur bæjarbúum til hvíldar og gleði í framtíðinni, og ýmis önnur bæjarfélög, svo sem Húsavík, Sauöárkrókur, Hafnarfjöröur og ef til vill fleiri, eru að vinna að þessum málum, og munu skógræktarfélögin hvert á sínum stað hafa verið ötulustu liösmenn bæjarstjórn- anna. Ár trésins á aðeins að vera upphaf að fleiri ræktunarárum, það á að vera hvatning til aö menn hefjist nú handa, standi aö nýrri ræktun þar sem enn er ekki að gert, bæti og auki viö þá ræktun trjáa og skóga, sem þegar er byrjuö. þetta ár á að vera afmælisgjöf Skógræktar- félags (slands og allra þeirra, sem með því vinna til framtíðar þjóðarinnar. En munum það, að góöur vilji endist skammt nema að athafnir fylgi. Hákon Bjarnason Leiguíbúðir fyrir aldraða Bæjarráð Keflavíkur auglýsir hér með eftir um- sóknum um leiguíbúðir við Suðurgötu 12-14. Ibúðirnar eru af stærðunum 54m2, 56m2 og 66m2. Aætlaður afhendingartími er í júní n.k. Um úthlutun íbúða þessara gilda eftirfarandi reglur: 1. Þeir einir koma til greina sem náð hafa elli- lífeyrisaldri (heimilt er þó að lækka aldurs- mörk, ef um örorku er að ræða). 2. Leiguréttur er bundinn við búsetu með lög- heimili í Keflavík sl. 10 ár. 3. Að öðru leyti skal tekið tillit til heilsufars umsækjanda, húsnæðisaðstöðu, efnahags og annarra félagslegra aðstæðna. 4. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. marz n.k. og skulu sendar á þar til gerðum eyðu- blöðum sem liggja frammi á skrifstofu Kefla- víkurbæjar, Hafnargötu 12, Keflavík. FAXI - 4

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.