Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.01.1980, Qupperneq 5

Faxi - 01.01.1980, Qupperneq 5
 Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Blaðstjórn: Jón Tómasson, Helgi Hólm, Ragnar Guðleifsson Setning, prentun og frágangur: GRÁGÁS HF. „Grát þú fósturjörð, þinn mikla son, en vert þú vonglöð, þú ólst hann sjálf og áttir66 Oft á þjóð vor öll um sárt að binda, svo hörð er vor lífstíð og áfalla- söm. Af ýmsum ástæðum falla ýmsir ágxtir menn í valinn, löngu fyrir aldur fram. A rökkurdögum þessa skammdegis hafa fleiri ungmenni látið lífið í slysförum, en flest önnur haust, rétt í þann mund er dyr stóðu þeim opnar til starfs og eðlilegra átaka við fyrirhugað xtlunar- verk þeirrafyrirfósturjörð ogfjölskyldur. Þá er haust og harður vetur oft þungur í skauti fyrir aldrað og veiklað fólk - fólk, sem eytt hefur öllum kröftum sínum fyrir land og þjóð og hefur því ekki þrek til að bxgja dauðanum frá dyrum. Þetta er óumflýjanlegur þáttur í okkar Islandssögu og mun Faxi segja hana íþessu blaði eins ogjafnan áður. Tilvitnuð orð Matthíasar Jochumssonar hér í fyrirsögn, eiga við alla, jafnt unga sem aldna. Þau féllu af munni hans við lát og útför eins ágxtasta sonar Islands fyrr og síðar, Jóns Sigurðssonar. Hann andaðist í Kaupmannahöfn 7. des. 1879 eftir langvinnan sjúkdóm, 68 ára gamall. Kona hans, Ingi- björg Einarsdóttir, dó 9 dögum síðar. Þau voru bxði flutt til landsins með varðskipinu í apríllok og jörðuð íReykjavtk 4. maí1880, svo sem kunna er. Fréttin um andlát hans barst til íslands með miðsvetrarskip- inu, sem hingað kom fyrir nákvxmlega einni öld. Þann dag sló klökkva í brjóst íslenskrar þjóðar. Hún hafði misst sverð sitt og skjöld og henni varð dimmt fyrir augum. Var hún heillum horfin? Öll þjóðin þekkti og dáði þjóðhetjuna, sem barðist á erlendri grund fyrir framförum og frelsi þjóðar sinnar. Hann hafði fxrt hana nxr dögun eftir margra alda áþján og miðaldamyrkur. Attu nú Ijósin, sem hann hafði tendrað og fxrt höfðu birtu og yl, að slokkna? Nei, það mátti ekki verða. A þeirri örlagastundu átti þjóðin nokkur skáld, sem af lýsti, er stxldu kjark og þor og vörðuðu þá leið er foringinn hafði rutt. Þjóðin stóð á vegamótum, og henni var vísað til réttrar leiðar. Þannig var það fyrir réttum 100 árum. Hvað segja afkomendur okkar eftir nxstu 100 ár? Höfum við villst af leið á þessum tímamótum? Eða höfum við fengið leiðarljós sem eru haldbxr? Eða hefur maur- ildi valdið villuljósum og afvegaleitt þjóðina? Hvar eru vitarnir, sem standa nxst og senda Ijósgeisla sína um víða vegu til huggunar og bjargar? Hvar eru nú skáldin? Kunna þau ekki lengur þá hljóðstafi, sem ná til hjarta og heila og hvetja til dáða á dimmum dögum? Fyrir hundrað árum var þjóðin sameinuð og einhuga gegn erlendu konungs- valdi og umboðsmönnum þess. Þjóðin var á uppleið í andlegum og veraldlegum efnum. Nú er þjóðin sundruð að hxtti Sturlungaaldar. Nú er glíman ekki háð við erlent konungsvald heldur innbyrðis um örlitlar krónur og völd. Slagurinn er svo harður og grimmur, að aðilar gxta ekki að aðsteðjandi hxttum, er sundrung þeirra skapar. Hve lengi fáum við að njóta ávaxta af brautryðjandastarfi Jóns Sig- urðssonar? Hve lengi fáum við að vera frjáls þjóð? J.T. GRAGAS HF. Prentar fyrir yður fljótt og vel. Magnús Gíslason sem verið hefur ritstjóri Faxa frá ársbyrjun 1972, hefur nú hætt ritstjórastörfum, a.m.k. fyrst um sinn. Magnús tók við ritstjórn Faxa af Hallgrími Th. Björnssyni, sem þá hafði stjórn- að blaðinu nær 30 ár af farsæld og við miklar vinsældir. Þegar ljóst var að Hallgrímur flytti frá Keflavík og hætti þar með störf- um fyrir blaðið, töldu margir að þar með væri höggvið á lífs- streng blaðsins Faxa. Það var því ekki létt verk, sem Magnús tók|sér að leysa af höndum. En hann sannaði hið fornkveðna, að „maður kemur í manns stað“. Vissulega gengur allt ólaunað félagsstarf í bylgjum - það hnígur og rís. Til þess liggja margar ástæður, stundum aug- ljósar, aðrar leyndar. A svipað- an hátt hefur það verið með Faxa. Markmið útgefenda blaðsins hefur verið frá upphafi, að Faxi mætti vera vettvangur til um- ræðu um allt það er verða má til heilla og hagsældar í framfara- og menningarmálum Suður- nesja. Að hann mætti geyma til seinni tíma sem mest af sögu Suðurnesja og bjarga frá gleymsku gömlum fróðleik um héraðið, menn og málefni. Þessum megin markmiðum hefur tekist að vinna áfram að með sóma í ritstjrónartíð Magn- úsar, og sitthvað gert til að örva þau sjónarmið, einnig til að bæta og prýða blaðið. I þeim efnum hefur tæknin komið til liðs við blaðið, t.d. breyttar setn- ingar- og prentunaraðferðir. Þá hefur Magnús verið ötull við myndasöfnun, enda góður ljósmyndari sjálfur og listrænn teiknari. Við fráfall Valgarðs Krist- mundssonar, formanns Versl- unarmannafélags Suðurnesja, tók Magnús við formennsku í félaginu, þar eð hann var vara- formaður þess. Blaðstjórnin þakkar honum samstarfið á liðnum árum. GERÐAHREPPUR Fasteigna- gjöld Gjalddagar fasteignagjalda eru 15. jan., 15. marz og 15. maí. Athygli skal vakin á því, að eindagi er alltaf mánuði eftir gjalddaga. Sveitarstjórinn í Garði Faxi - 5

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.