Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Síða 6

Faxi - 01.01.1980, Síða 6
r Huxley Olafsson Afmælisbarn Kæri ritstjóri, hr. Jón, þú vilt hafa mynd af Huxley í blaðinu af því hann var svo heppinn að eiga gott afmæli. Það var 9. janúar síðastliðinn. Og mynd- inni þurfa að fylgja nokkur orð eins og gengur, - en um æfifer- ilsskýrslu er tómt mál að tala segi ég, hins vegar fylgir því viss stemning að heyra nafn Huxley nefnt, það tengist strax hugleið- ingum um líf og tilveru, því sjálfur er hann mikið hugsandi guðspekingur, og hvað er nú það? Hann er líka gerðarmaður mikill í atvinnulífi þessa heims, þ.e. hér um slóðir, og allir vita hvað atvinnulíf er, það er kannski það eina sem við vitum öll, sem betur fer. Ég keypti happdrættismiða í gær. Hann á að vera ávísun á verðmæti einhvers staðar úti í ókominni tilveru, sem líklega gæti verið, en óvíst að fmnist nokkurn tíma. Hvað vitum við hópar hugsandi manna, um það sem í raunveruleikanum sjálf- um kann að vera að gerast umhverfis, hvað þá lengra í burtu? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Okkurersama. Þaðverður sjálfsagt einhvern daginn dregið í happdrættinu, en ekki er víst að vinningur verði nokkurn tíma dreginn út. Sem stendur er eitt víst: Það þarf að reyna að hafast að í orði, með aðstoð ritvélar á borði, því það er fugl í skógin- um. Góð skáldverk byrja oft á einkennilega fallegum setning- um . . . áðan flugu tveir svanir austuryfir. Það þarf að eyða nokkrum mínútum af komandi eilífð og taka mið af fuglinum. Fugl minnir ekki á vandamál, allra síst efnahagsmál, orð sem nú til dags eru að verða jafn nauðsynleg hugtök og guð og djöfullinn á dögum Þorleifs Kortssonar. Því fuglinn er frelsi himinblámans, hið rósótta líf. Og þegar menn eru orðnir þurrir í kverkunum af að masa um efni og orku, sem ekki gengur undir réttu nafni lengur, líf og dauða sem hvorugt stenst, lúti maður að því að horfa á veginn, eða lesi bók um veginn, þá finna þeir loks að það er kannski aðeins eitt sem skiptir máli, hið óþekkta. Það veit enginn hvað það er, og kemur aldrei til að vita. Margir freist- ast til að kalla það Guð að gamni sínu. Svo magnaðar eru þverstæðurnar sem fram geta komið í meinlausum sálum víða vegu, að yfirleitt enginn skiln- ingur er tiltækur að skýra þær, enda kvikfé jarðarinnar með haus og hala ekki til þess gert að taka við skýrslu. Samt er gaman að hafa lifað svo langan dag. Samt er gaman að vera leitandi, leita svörunar, hlýða á endurkast, bergmálið. Skýring er því í sjálfu sér fánýt, af því hún nær sjaldnast marki, það kemur ekki fullnægjandi svar við því, sem þó er eðlislægt að spyrja um. Vinningurinn út á happdrættið er í órafjarlægð, það er að segja í röð augnablik- anna sem við lifum nú, og vitum ekki af fyrr en þau eru liðin hjá. Augnablik, eitt fallegasta orð málsins. Þau fara sjálfsagt hringinn, hvenær koma þau aftur, hvenær lokast hringur- inn, og hvar verðum við þá stödd. Ekki hér. Ekki þar. En reynsla aldanna er rök dagsins, segir í bók. Bók er þó aðeins tilraun til að loka hringnum. Vísindi eru allt í kring. Það eru raunvísindi að reikna út afl fossa og hvera, mæla fjar- lægðir milli smástjarna, smíða hnetti, leggja flugbrautir, bora fjöll, byggja plóga og herfi, framleiða sprengjur og önnur gagnleg vopn, byggja hjarta- verndarstöðvar og skrásetja hjartslátt í gömlu fólki, búa til sálfræðinga til að leita uppi sálir, sem hvergi eru til sem slíkar. Raunvísindin efla hag landsins barna, hér um bil allra jarðarbúa meira að segja, það er a.m.k. sagt svo, og hagurinn er fyrst og fremst fólginn í því að seðja hungur, lengja jarðvist hverrar pöddu. Þau vilja vera samstíg öldunni miklu, sem skolaði upp í hendur okkar einn daginn lífrænu efni og dauðu, fjöllum og skógum, ökrum og eyðimörkum. Þetta gera þau fyrir fólkið, sem alltaf er að svip- ast um og leita. Margur maður verður sæll og glaður með öll sín raunvísindi, alla sína útreikn- inga, byggða á höfuðgreinum sannrar reikningslistar, sam- lagningu, frádrætti margföld- un og deilingu. Maðurinn étur svo smérið til að „jórtra því síðar á hæðum“, ímynduðum hæðum. Það er talað um dulvísindi og guðspeki, en eru þau betri en raunvísindin, - hvorutveggja eru góð og gagnleg í sjálfu sér. Hin austræna viska, sem líklega hefur búið lengur með mann- fólkinu og í ríkara mæli áður fyrr, fyrir þúsundum ára, gefur að minnsta kosti ekki greið svör við neinu því, sem er torskildast af öllu. Menn efa í lengstu lög það sem þeir þrá heitast að vita. Guðspekin vekur margar, margar spurningar. Hvert skal halda, Qou vadis? Því sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu hvað hinum megin býr. Áfangar í lífi fiestra manna eru eins og kafiaskipti í skáld- verki. Þá er litast um og skoðað hvað gerst hefur þann aldar- partinn sem er farinn, og um leið skyggnst um eftir nýrri sýn fram á veginn. Þetta veit ég að afmælisbarnið, guðspekingur- inn, gerir. Huxley hefur víða farið, til Indlands og um fleiri lönd gamla heimsins. Seinast flaug hann til vesturs inn í Ameríku, það var á aðfanga- dögum hins 9. janúar að tveir svanir fiugu vesturyfir, hann og hans vængjaða fríða lilja. Yfir víðernunum þar veit ég að hann hefur fundið köllun til að spyrja til vegarins og leita að upp- sprettunum. En heim stefnir enn til hafs- ins hið mikla fijót, Þjórsá, eins og hún hefur „alltaf* gert, með þungum niði undir bökkunum, hvar ungur fugl lyfti sér fyrst til flugsins fyrir nokkru síðan. Bestu heillaóskir. Valtýr Guðjónsson Kaupfélag Suðurnesja KROSSVIÐUR, vatnsþéttur, brúnn 9 mm, 12 mm, 15 mm, 18 mm. STEYPUMÓTAPLÖTUR, 22 mm 0.50x3 m, 0.50x6 m. PANILPLÖTUR til útiklæðninga 1.20x2.74'/2 m. HURÐAKROSSVIÐUR, birki, 1.21x2.50 m. SPÓNAPLÖTUR, 6 mm til 25 mm VIÐARÞILJUR til veggklæðninga PANILL Járn & Skip, Víkurbraut Símar 2616 - 1505 Faxi - 6

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.