Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 12

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 12
Horft um öxl til liðinna tíma Minitingar Guðjóns M. Guðmundssonar / síðasta blaði Faxa, jólablað- inu, birtist viðtal við Guðjón M. Guðmundsson áttrœðan. Að því viðtali loknu var því lofað að birta frásögn hans af minnisverð- um atburðum fyrri ára. En áður en við hefjum þá frá- sögn vil ég leiðrétta tvö mistök, í afmœlisviðtalinu. Hið fyrra er í upphafi viðtalsins á bls. 47, efst í 3. dálki, þar sem sagt er frá föð- ur Guðjóns, Guðmundi Kr. Guð- mundssyni, en þar segir svo: „Guðjón missti föður sinn... ", en á auðvitað að vera „Guð- mundur missti föður sinn . . .”. Hin villan, sem er algjör sök prentvillupúkans, er á bls. 49 í 2. dálki, þar sem getið er til um, hver presturinn hafi verið, sem gaf saman þrenn brúðhjón íSkot- húsinu. Þar stendur: ,,Ætli það hafi ekki verið séra Sighvatur Sívertssen", en átti að vera Sigurður Sívertssen. Hitt er svo annað mál, hvort það er rétt, að presturinn hafi verið Sigurður Br. Sívertssen, því hann deyr 1887. Hafði hann þá verið lengi sjúkur og haft aðstoðarprest 10-11 síðustu árin. Var það séra Brynjólfur Gunnarsson, systur- sonur hans, en hann vígðist til Útskála 28. nóv. 1875 og þjónaði þar sem aðstoðarprestur þar til séra Jens Pálssyni var veitt brauðið 1886. Annar hvor þessara presta koma því hér til greina. En, Guðjón minn, að þessu slepptu skulum við halda áfram og heyra eitthvað meira um sjó- mennsku þína á yngri árum. „Sumarið eftir ferminguna“, segir Guðjón, „fór ég í sveit. Var það í Eystra-Geldingaholti í Gnúpverjahreppi. Þar hafði ég verið sumarið áður, 1912. Þar leið mér alveg sérstaklega vel hjá góðu fólki, og geymi ég þaðan aðeins góðar minningar. En sumarið 1914 fór ég á þil- skip frá Reykjavík. Við fórum gangandi frá Keflavík til Reykjavíkur og vorum fjórir saman. Með mér voru Karl bróðir minn, Guðfinnur Eiríks- son, faðir þeirra Guðfinns- bræðra, og Helgi Jónsson, kall- aður Auðna-Helgi, því hann var frá Auðnum á Vatnsleysu- strönd. Guðfinnur réði sig á Keflavíkina, sem var ein af skútum Duusverslunar, en við Karl bróðir og Helgi réðum okkur á kútter Asu, sem Duusverslunin átti einnig. Með það skip var þá einhver mesti aflamaður á þilskipum frá Reykjavík, Friðrik Ólafsson, enda fiskuðum við mikið. Ég var með honum í þrjú ár og hafði það gott. Hœtti hann þá skipstjórn? „Nei, ég hætti. Ég er á skútu árin 1914, -15 og 16, en 1917 er ég ekki á skútu. Þá ræð ég mig fyrst á vélbát, og þá með Arsæli Þorsteinssyni, en hann átti heima í næsta húsi fyrir neðan hús pabba við Tjarnargötuna, einmitt hinu húsinu, sem Ágúst Ólafsson byggði og gat ekki selt. Þarna leigði Ársæll Þorsteins- son. Hann var tengdasonur Einars í Sandgerði Sveinbjörns- sonar. Búinn að vera með bát fyrir hann um tíma og fiskaði mikið. Þá tók hann bát, sem Þorsteinn Sveinsson átti. Þorsteinn átti heima í Reykja- vík og hafði lengi verið lóðs á varðskipinu Fálkanum. Þessi bátur hét Minerva, 20 tonna bátur og átti að vera á útilegu. Ársæll vildi endilega að ég kæmi til sín og væri með sér um vetur- inn, og það varð til þess að ég fór þangað. Heldur gekk nú skrykkjótt vegna þess að vélin var svo léleg í bátnum. En ef við gátum róið, þá fiskuðum við alltaf vel, en það varð minna úr vertíðaraflanum vegna þess að vélin var aldrei í lagi. Ég var aðeins þessa vertíð á bátnum. Ég fór á síld um sumarið, norður á Siglufjörð.“ A hvaða skipi var það? „Það var stór bátur, einn af stærstu bátunum, sem þá voru gerðir út á síld. Han hét Týr og var frá Reykjavík. Sóttu margir um að komast á hann.“ Var það mikill aflamaður sem var með hann? „Nei, það sem gerði aðsókn- ina, var skipið, það var svo stórt. Þegar við komum á ráðn- ingarstaðinn var þar margt manna, 14 eða 15 víðsvegar að, en við vorum tveir úr Keflavík, ég og Ragnar Jón Guðnason, sem nú er nýlátinn. Við Ragnar Jón vorum jafn gamlir. Við biðum nú þarna fyrir utan hjá skipstjóranum. Hann hét Magnús Sveinsson, mig minnir Kútter ÁSA GK 16. Á þessu skipi var Guðjón í 3 ár, 1914-1916. að hann hafi verið bróðir Ólafs Sveinssonar, sem síðar var véla- eftirlitsmaður í Reykjkavík. Já, skipstjórinn hélt sig fínt, var með hálstau, sem þá var ekki al- gengt. Hann gerir nú boð eftir 4 mönnum og við Ragnar Jón förum inn ásamt tveimur Vest- mannaeyingum. Annar hét Eyj- ólfur, kenndur við Vesturhús, en hinn hét Gísli Þórðarson og var frá Dal í Vestmannaeyjum. Hann er nú dáinn, drukknaði skömmu síðar á mótorbát úr Vestmannaeyjum. En Eyjólfur lifir enn, ekki veit ég annað. Við vorum ráðnir og þóttumst hólpnir. En ekki er alltaf auð- velt að sjá aflabrögðin fyrirfram og síst þegar um síldina er að tefla. Þá voru engin leitartæki, engar talstöðvar. Hver varð að bjarga sér. Þetta varalgjörtsíld- arleysissumar. Við vorum með þeim hæstu og fengum þó aðeins á annað þúsund tunnur. En það voru margir bátar, sem fengu lítið. Ég man eftir einum, hann hét „17. júní“. Hann sá ekki síldarbröndu allt sumarið. En þótt við værum með þeim hæstu, þá höfðum við nú lítið upp úr krafsinu. Þegar við komum til Reykjavíkuroggerð- um upp við einn eiganda útgerð- arinnar, hann hét Páll og var þekktur járnsmiður og dugnað- armaður. Hann sagði að það væri leitt hve þetta hefði farið illa og hluturinn væri lítill. En hver haldið þið að hluturinn hafi verið þegar búið var að draga frá fæðið - en það var nokkuð dýrt, afgangurinn var tvær krónur og fimmtíu aurar. Við hlógum þegar við fórum út með kr. 2.50 í vasanum. Þetta var þá öll sum- arhýran. Nú var komið haustið 1917. Mótorbátaútvegurinn var að hefjast í Keflavík um þetta leyti. FAXI - 12

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.