Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Síða 13

Faxi - 01.01.1980, Síða 13
I } Kútter SIGURFARI. Á þessu skipi var Guöjón vetrarveríöina 1918. - Nú er Sigurfarinn kominn á byggöasafniö á Akranesi. Þegar ég kem heim býðst mér pláss á einum bátnum. Ég hafði haft í huga að fara aftur á Ásu með Friðriki, en í einhverju bráðræði ræð ég mig á þennan bát. En þegar á að fara að búa bátinn á veiðar kemur í ljós, að vélin er í ólagi. Mér líst ekkert á þetta. Hugsa með mér að best sé að hætta við þetta og ég segi for- manninum það.“ Hvað hét þessi bátur? „Það var Sæfarinn, elsti bát- urinn með því nafni hér. Nú ætlaði ég að ná í pláss á Ásu, en þá var búið að ráða þar alla skipshöfnina, svo að nú var ekki gott í efni. Ég dríf mig gangandi inn í Reykjavík og fer til Duus, en þá er búið að ráða á öll skip þar nema Sigurfara, það er óráðið á hann. Þeir segja mér það. Ég spyr hvar skipstjórinn eigi heima. Hann á heima á Ný- lendugötu 15 ogheitir Jóhannes Guðmundsson. Ég þekkti hann vel, og ég labba þangað heim um kvöldið og spyr hann hvort ég geti ekki fengið pláss hjá honum í vetur. Hann spyr mig, hvort ég sé vanur. Já, ég sagðist vera búinn að vera 3 ár til sjós á skútu. „Hjá hverjum?" spyr hann. „Hjá Friðriki Ólafssyni á Ásu“, svara ég. „Jú, þú færð plássið,“ og stóð þá ekki á svarinu. Þegar ég fann hve vel mér var tekið, segi ég: „Mig langar að biðja þig að lofa mér að standa á vissum stað á skip- inu, en það er að standa þriðji fyrir aftan messanvantinn.“ „Já þú skalt fá það,“ segir hann mjög alúðlega. Ég var í sjöunda himni og hélt af stað heim aftur til Keflavíkur." Hve lengi varstu að ganga þetta? „Ég gekk suður með Gunnari Árnasyni, skósmið í Keflavík, og við vorum 10 eða 11 tíma á leiðinni. Gunnar minntist oft á þessa ferð við mig síðar.“ Aðuðþið ekki einhvers staðar? „Nei, við gengum suður alla leiðina og áðum hvergi. Þetta var í byrjun árs 1918. Svo fór ég á þetta skip, Sigur- farann. Ása var farin á undan okkur og flest öll skipin. Við fórum út með þeim allra síðustu. Hér var ég öllum ókunnur, þekkti aðeins einn mann, sem ég hafði kynnst vegna þess að hann hafði verið á togara með Einari bróður mín- um. Hann hét Hallvarður Árna- son. Viðjörmuðum okkursam- an og urðum lagsmenn. Á þessu skipi var ég svo um veturinn 1918. Það var gaddaveturinn mikli, sem eldri menn muna, og að sjálfsögðu bar ýmislegt til tíð- inda, sem ég mun nú segja frá: Þegar við lögðum af stað í fyrsta túrinn, vorum við búnir að heisa á Reykjavíkurhöfn. Skipstjórinn var ekki kominn um borð og við biðum um stund. Hann kom svo fljótlega á mótorbát, og nú sigldum við út. Við lensuðum út og hérna suður fyrir og var þá auðséð, að hann var að ganga í landsynning. Ekki voru nú karlarnir sérlega fljótir að koma upp. Ég var búinn að vera þarna uppi og það var búið að skipta á vaktir. Ég átti'að vera á stýrimannsvakt- inni, og stýrimaðurinn hét Saló- mon. Ég man ekki hvers son hann var, en þetta var finn og góður maður. Nú siglum við út, og þegar við komum á móts við Stafnes, þá er komið landsynn- ings hvínandi öskurok, og við sigldum með stærsta klýfirnum. Þá var kallað upp til að taka klýfirinn. Það voru klýfira- skipti. Þeir komu nú ekki upp nema fjórir, en við vorum 26 á skipinu. Voru margir klýfirar? „Já, þeir voru 4, það var orkan-klýfir, minni milliklýfir, stærri milliklýfir og slefari, það var stærsti klýfirinn. Notaður þegar gott var veður, já, og það mátti vera töluverð bræla.“ Var ekki lengi verið að skipta um klýfir? „Nei, það tók enga stund. Það þurfti ekki að slá neinu undir, bara húkka hónum í og heisa hann upp, því hann var ekki á neinni bómu eða neinu stagi. Fokkan var aftur á móti föst á staginu, hún var aldrei tekin frá. Um klýfír var hins vegar skipt eftir þörfum. Við þessi skipti misstum við klýfínn hálfan út áður en við náðum honum inn. Það var komið hvínandi ösku- rok og við náðum ekki upp, nema austur á Hafnarleir, þá var ekki nokkur leið að halda áfram austur úr Húllinu vegna veðurs. Við erum nú uppi, en þar er fátt manna. Ég renndi að gamni mínu og dreg 20 þyrskl- inga. Ég marka þá alla og hendi þeim í kassann. Þá kemur maður upp úr káetunni. Hann segir: „Hver á þennan físk?“ „Ég á hann,“ svara ég. „En markið?" spyr hann. „Ég á markið náttúrlega," svara ég. „Þetta er mark sem ég var að velja mér,“ segir hann. „Hve margir eru þeir?“ spyr hann þá. „Þeir eru 20“, svara ég. „Ég skal borga þér 40, ef þú breytir um mark“, segir hann ákveðinn. Ég svaraði: „Nei, það geri égekki". Þessari atrennu mannsins var þar með lokið og hann fór niður aftur.“ Gátu menn ráðið sínu marki? „Já, það valdi hver sitt mark og helgaði sér það, með því að marka með því fyrsta fískinn, sem hann dró í byrjun vertíðar. Við lágum nú þarna til drifs eins og við lægjum á fiski, og það halaði bara út undir Eldey. Ég er þarna uppi og þá sé ég að það kemur kjútter siglandi gegnum Húllið, og ég sé það að hann muni fara mjög nálægt okkur. Hvaða skip skyldi þetta vera, hugsa ég með mér, og ég ákveð að fara nú ekki niður strax. Þegar kútterinn kemur nær okkur, þekki ég fljótt skip- ið. Það er Ása gamla. Hún er að fara vestur, hún er að fara inn. Þrír menn standa á dekkinu og ég sé að einn þeirra er Karl bróðir minn. Ég þekki hann, hún fer það nærri. Hún er að lensa vestur úr og ég sé að það er kominn í hana töluverður fískur, svo ég hugsa með mér: Já, þarna er hún komin með túr á undan okkur, áður en við komumst einu sinni út. Við vorum búnir að tala um það, við Karl, ef við hittumst á sjónum án þess að geta talað saman, líkt og nú, þá réttum við upp jafn marga fíngur og við værum búnir að draga mörg hundruð. Þegar nú skipið kemur enn nær og fer fram hjá okkur, sé ég greinilega einkennisstafína GK 16. Ég held maður hafí nú þekkt skipið. Karl þekkir mig, og hann réttir upp fjóra fingur og heldur svo í einn, svo ég ræð strax af þessu: Hann er búinn að draga fjögur hundruð og fimm- tíu. Ása heldur áfram og ég man eftir að ég horfði lengi á eftir henni, alveg vestur fyrir Stafnes. Ég varð hugsi. Þessi afladrottn- ing, þarna skreið hún á undan. En við horfðum beint á Eldey. Ég var að hugsa þar sem ég stóð við stýrishjólið, og var búinn að ásetja mér, að ef ég kæmist lif- andi úr þessum túr og við lykjum vertíðinni, þá skyldi ég aldrei fara á skakskip oftar. Ég hrekk við, er kallað er í mig: Heyrðu Keflvíkingur, en undir því nafni gekk ég um borð, - við ætlum að leggja yfir. Þar var þá stýrimaðurinn kominn og við lögðum yfír á Sigurfara. Ég var svo að sjálfsögðu á Sigurfara um veturinn og hafði það ágætt, alveg prýðilegt. Það komu að sjálfsögðu erfiðir dagar. Ég stóð alltaf þegar fokkan var niðri, og við vorum þrír, sem það gerðum. Hinir tveir hétu Hjörleifur og Sólberg, maðurinn sem bað mig um að láta sér eftir markið. Vertíðin gekk sinn gang og við fiskuðum sæmilega. Svo var það einhverju sinni snemma í apríl, að við vorum staddir norðvestur af Vestmannaeyjum og vorum í nógum fiski, - það var stærsti dagurinn sem við fengum á vertíðinni. Þá rýkur hann upp seinni part dagsins með norðan ofsaveður og bruna gadd að þvílíku skapi. Siður var sá á þessum skútum, að það átti hver maður til skiptis kabyss- una, sem kallað var. Það var byrjað á hekkinu og endað fremst, og ef þú áttir vakt á dekki, þá áttir þú kabyssuna. Þessa kvöldvakt átti ég kabyss- una. Það var venjan á vetrarver- tíðinni að gert var að á kvöld- vaktinni, en saltað á hundinum, sem er fjögurra tíma vakt, frá Framhald á næstu síðu FAXI - 13

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.