Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Síða 14

Faxi - 01.01.1980, Síða 14
12-4, en kvöldvaktin er frá 7-12. Þá kemur stýrimaðurinn og spyr hvort ég vilji ekki koma og gera að, því það vanti svo vana menn við aðgerðina. Annar maður tæki þá við ka- byssunni. Jú, ég sagði að það væri velkomið, og svo fór ég og gerði það. En norðanveðrið fór vaxandi með stórsjó og bruna- gaddi, allt að 14 stiga frost. Allt ofandekks hlóðst ísi, sem varð að brjóta sem mögulegt var. Við skulum hafa það í huga, að þetta var gaddaveturinn mikli 1918. Takmark okkar var að komast undir Krísuvíkurbjarg. Það var áfangastaður skipa í norðanveðrum. Við höfðum þau minnstu segl uppi sem við gátum. Við höfðum tvírifað stórsegl, þrírifaðan messan, og höfðum uppi rifaða fokkuna, til þess að skipið halaði vel áfram. Nú líður allur morguninn, það líður stutta vaktin, formið- dagsvaktin og fram á miðja lönguvakt, þá á ég vakt á dekki og ég ligg niðri í lúkar. Það var enginn maður á dekki. Stýrið var fast, eins og skipinu væri lagt til. Undir slíkum kringum- stæðum voru menn ekki hafðir uppi á dekki, heldur stóðu sinn í hvoru gati, annar í lúkarsgatinu og hinn í káetugatinu, til að hafa gát á skipum. Og nú var kominn albjartur dagur. Þetta hefur verið svona um kl. 3. Ég man að ég var í gallanum niðri og var með sjóhattinn í hend- inni og vettlingana á höndun- um, altilbúinn að fara upp, þegar allt í einu ríður brotsjór yfir skútuna, svo það brakar og brestur í hverju tré.“ Þá hafið þið verið nokkuð langt undan landi? „Já, við vorum mjög langt undan landi, norðvestur af Vestmannaeyjum. Og nú finn ég, að skútan fer alveg á hliðina, því ég lagðist flatur, með bring- una á borðbrúninni. Ég set á mig sjóhattinn og þýt upp á dekk. Þá var þar ljótt um að lit- ast. Skútan lá alveg á hliðinni, öll í sjó öðrum megin og stór- seglið í sjónum. Bóman barðist ofan í sjóinn og stórseglið var fullt af sjó. Mannskapurinn var kominn upp ásamt stýri- manni. Og nú sé ég hvernig um- horfs er. Jullan er mölbrotin, það var ekki tangur eftir af henni. Hún hafði alveg farið í mask. Þó var hún súrruð með fimm tommu eikarplönkum, þvert yfir að aftan og framan, skrúfuðum með handföngum að ofan og neðan, og föst í kengj- um í dekkinu. Það var allt farið fyrir borð, en dragið og stefnið hékk á borðstokknum, sem var i kafi. Verstur var þó gaddurinn, því allt var ígaddi. Þaðvarerfitt að fóta sig og ég tók í stefnið þar sem það hékk með kjöldraginu af jullunni og ætlaði að fleygja því út. Þá kallaði stýrimaðurinn til mín: „Heyrðu, Keflvíkingur, þú ferð ekki í land á þessum bát framar." „Nei, þess vegna var óhætt að láta út stefnið og dragið,“ sagði ég. Þaðskiptieig- inlega engum togum, þar sem við erum þarna og ætlum að reyna að gera eitthvað, að minnsta kosti að berja af klaka, því þess var full þörf, þá kallar stýrimaðurinn: „Passið ykkur“. Ég lít við og þá sé ég hvar brot kemur, alveg ógurlegt brot, vað- andi aftur yfir, og ég var það framarlega, að ég stekk fram fyrir stórmastrið og held mér þar þversum yfir. Svo kom sjór- inn vaðandi yfir, en mig sakaði ekki. Við lentum í lykkjunni á brotinu, og það veður eftir borð- stokknum alla leið og lendir á hekkgafflinum með þessum voðalega krafti, að skútan snýst og vindur sig upp, svo snöggt, að knúðinn slitnar úr seglinu, og um leið rennur sjórinn úr segl- inu og þá reisir Sigurfarinn sig við aftur. Stýrimaðurinn réði þarna öllu og nú reið á að vera fljótur að fýra seglinu og koma því niður í 3. rif, til þess að það rifnaði ekki yfir þvert. En þetta gekk nú nokkuð vel að berja klakann. Við gátum losað þetta og komið seglinu niður í 3. rif. I lestinni haggaðist sáralítið eða ekkert. Skipið var nær fullt af fiski. Staflarnir voru komnir þvert yfir lestina og hreyfðust alls ekki mikið. Við heisum nú fokkuna aftur og byrjum að hala á ný. Allur mannskapurinn fór nú í að berja klaka og ganga frá eins og hægt var. Það fór enginn niður aftur og um kvöld- ið komum við upp undir Krísu- víkurbjarg. Þar var fullt afskip- um. Sigurfarinn lallaði sér hægt og rólega með lítil segl uppi, ég held það hafi ekki verið eftir nema fjögur bönd af stórsegl- inu. Þá verður á leið okkar gömul skúta, Helgi hét hún og var frá Reykjavík. Helgi Zoega átti þessa skútu og með hana var gömul sjóhetja úr Hafnarfirði, Jón Magnússon frá Miðseli, sem kallaður var. Hann var búinn að vera fleiri ár skipstjóri í Hafnarfirði á skútu sem hét Akornið. Hann stendur við stýrið á þessum Helga og er í skósíðri svartri kápu, þegar við skríðum rétt fyrir aftan hann. Salomon stýrimaður var uppi og við stóðum aftur á. Þá segir Jón: „Hvað fóru margir?“. Því þegar hann sér að bátinn vantar, þá hefur hann náttúrlega grun- að ýmislegt. Þá kallar Salomon stýrimaður yfir aftur með sinni gömlu prúðmennsku: „Við erum nú allir innanborðs enn- þá“. Svo varð ekki meira úr því tali. En þarna vorum við komnir undan stórsjóum og var þá tekið til við að gera við seglið, þó var það aðeins til bráða- birgða. Undir eins og hægt var, þá sigldum við inn, til þess að koma öllu í lag aftur. Þetta skip, Sigurfarinn, er nú komið til Akraness og ég sá mynd af því um daginn og sá ég þá að að stendur mastralaust, og það þótti mér verst. Þetta leist mér ekkert á. Þetta var fallegt skip, það var með fallegustu kútterunum. Hann var 86 tonn. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeir koma möstrunum fyrir eins og þau voru. En það er eitt, sem mig langar til, mig langar til að koma upp á Akranes og fara um borð í Sig- urfarann og skoða kojuna, sem ég svaf í. Það var mið-efri-koja á bakborða. Hér gerum við hlé á, en sam- talinu er ekki lokið. R.G. NJARÐVÍK Útsvör Aðstöðugjöld Fyrirframgreiðsla 1980 Greiða á 70% af álögðum gjöldum síðasta árs með fimm jöfnum gjalddögum, 1. febr. 1. marz 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Skorað er á gjaldendur að standa skil á hverri greiðslu svo komist verði hjá kostnaði. Dráttarvextir eru nú 4^2% á mánuði. Bæjarsjóður - Innheimta FAXI - 14

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.