Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1980, Page 17

Faxi - 01.01.1980, Page 17
Fiskiðjan tekur til starfa á ný Það hefur varla farið fram hjá neinum Keflvíking eða Njarðvík- ing, að Fiskiðjan hefur verið lokuð síðan í júní sl. Miklar um- ræður hafa síðan farið fram um þá ráðstöfun og sýnst sitt hverjum um aðdraganda og orsakir þess að svo skyldi fara. Enginn bóndi hættir búskap vegna fjósalyktar Satt mun það og því mun rök- rétt að álykta að enginn sjómað- ur hættir sjómennsku vegna fisklyktar, og í áframhaldi af því, að engin bræðsla hættir vegna bræðslulyktar. En slík hefur raunin orðið hér síðan í sumar. Viðhorf manna til um- hverfis og mengunar hafa breyst mjög mikið á síðari árum. Við sem unnum á Siglufirði á þeirra velgengnisárum þegar síldin var sem mest fyrir Norðurlandi, minnumst lyktarinnar á Siglu- firði á þeim tíma. Stundum sá maður ekki nema nokkra metra fram fyrir sig á aðalgötu bæjar- ins, og fýlan var eftir því, eða blessuð peningalyktin, eins og sumir vildu kalla hana. Lyktin var partur af tilverunni, við henni þýddi ekkert að mögla, hún var eins og skapadómur sem enginn gat breytt. Sá maður sem hefði minnst á að loka verk- smiðjunum vegna lyktarinnar, hefði tafarlaust verið sendur suður til rannsóknar. En þetta var fyrir 40 árum. En þá gilti það einnig, sem gildir enn þann dag í dag í sveit- um vors lands, að ef fjósamað- urinn kemur til stofu í fjósagall- anum angandi af súrheyslykt og kúamykju, að þá fær hann kaldar kveðjur hjá heimilisfólki og er beðinn að hypja sig út sem fljótast. Þannig er best að hafa alltaf vissar umgengnisvenjur í heiðri og forðast að ganga of langt bæði sér og nábúum til tjóns. Nýr eignaraðili að Fiskiðjunni Eftir margar og miklar samn- ingalotur og mikil fundahöld í sumar og haust hjá bæjarstjórn- um, heilbrigðisnefndum, stjórn Fiskiðjunnar, svo og viðræður við ráðuneytisfulltrúa og heil- brigðisráðherra, virðist nú vera að hilla undir lausn á málefn- um fyrirtækisins. Er það fólgið í því að eigendur Fiskiðjunnar selja nýjum hluthafa, Hilmari Haraldssyni, 16% eignarhluta í fiskimjölsverksmiðju Fiskiðj- unnar hf. ásamt öllum réttind- um, eignum, skuldum og skyldum, sem varða rekstur hennar. Aðskilinn verður rekst- ur verksmiðju og bátaútgerðar Fiskiðjunnar hf. og stofnað sérstakt félag um rekstur bátanna, þar sem eignarhlut- föll verða óbreytt frá því sem nú er. Hilmar verður tæknilegur framkvæmdastjóri með skrif- stofu í Keflavík, og skal hann annast allan daglegan rekstur verksmiðjunnar. Bókhald og skrifstofa hennar verður einnig í Keflavík. Gunnar Þór Ólafsson verður fjármálalegur framkvæmda- stjóri verksmiðjufélagsins með aðalsvið á sölu afurða, auk þess að vera framkvæmdastjóri fyrir bátafélagið. Aðilar samkomulagsins eru sammála um að greiða fyrir því að bæjarfélögin Keflavík og Njarðvík, eignist hluta í verk- smiðjunni, t.d. 2-4% hvort sveitarfélag. Þá eru í samkomulaginu ákvæði um að Hilmar hefji strax störf við verksmiðjuna og útbúi hana hið fyrsta með lykteyð- andi aðferðum til vinnslu. Einnig er gert ráð fyrir því að opinberir aðilar veiti verksmiðj- unni starfsleyfi og sjái til að vinnsla gangi truflunarlaust fyrir sig í samræmi við vilyrði, er Hilmar hefur fengið hjá opin- berum aðilum. Samkomulag þetta gildir frá 1. janúar 1980. Eftir samkomulag þetta eru eignarhlutföll í Fiskiðjunni þau, að Miðnes hf., Keflavík hf. og Hraðfrystihús Keflavíkur hf. og Hraðfrystistöðin í Reykjavík hf. eiga 20% hlutafjár hvert, Karvel Ögmundsson á 4% og Hilmar Haraldsson 16%, en í bátum Fiskiðjunnar hf. eiga ofan- greind hraðfrystihús 24% í eign- arhlutum Fiskiðjunnar en Karvel Ögmundsson 4%. Lagfæringar og viðgerðir þegar hafnar Við brugðum okkur inn í Fiskiðu og hittum nýja fram- kvæmdastjórann Hilmar Har- aldsson og tókum hann tali. Hann er Strandamaður að ætt og ólst upp á Hólmavík. Hann hefur starfað undanfarin 20 ár við verksmiðjurekstur á Nes- kaupstað, Þorlákshöfn og Seyð- isfirði, en býr nú í Garðabæ. í hverju er hún fólgin þessi nýja aðferð við reyk- og lyktareyð- ingu, sem þið ætlið að reyna hér? - Hún er fólgin í því að reyk- urinn frá þurrkurunum er tek- inn og þveginn og síðan kældur niður. Þá er hann mældur og af- gangsgasinu brennt í katli og þurrkara. Hægt er að kæla reykinn niður í 10 gráður, en þó Hilmar Haraldsson mun alltaf verða einhver reyk- ur eftir og af þeim reyk verður alltaf einhver lykt. Þegar allt er komið í eðlilegt horf á ekkert reykloft að fara út úrverksmiðj- unni nema það sem fer út um ketilskorsteininn. Hvernig til tekst verður reynslan að skera úr um, en einhvern tíma tekur að þreifa sig áfram. Hefur þessi aðferð verið reynd annars staðar? - Þessi aðferð hefur verið reynd að minnsta kosti í tveim- ur verksmiðjum í Noregi, og gefist vel þar. Þess má einnig geta að þessi aðferð hefur í för með sér betri orkunýtingu og olíusparnað. Hvenær verður byrjað að taka á móti hráefni? - Ég reikna meðað viðgetum byrjað 10. til 15. febrúar. Við erum núna að þrífa til og lagfæra og það er mikið verk, sem tekur nokkurn tíma. Hér þarf að gera miklar endurbætur til að verksmiðjan komist í full- komið vinnsluástand. Einnig þarf hér nokkrar byggingar til viðbótar, því áformað er að rífa nokkuð af gömlu byggingun- um, sem eru ónýtar, en því verður lokið fyrir júnílok. Hve hratt gengur með framkvæmdir fer eftir því hvernig gengur að útvega fjármagn til þessara hluta og hvernig reksturinn gengur. Ertu bjartsýnn á framtíðina? - Já, ég tel mig vera bjart- sýnismann í verunni og ég lít björtum augum á þetta verkefni sem ég hef tekið að mér, og hygg gott til samstarfs við íbúa Kefla- víkur og Njarðvíkur, bæjar- stjórnir og heilbrigðisnefndir. Og ég vil sérstaklega þakka vin- samlegar móttökur hjá öllum sem ég hef leitað til síðan ég kom hingað suður og byrjaði að Framh. á næstu síðu Hverfur reykurinn? Því svarar Hilmar Haraldsson, verksmiðjustjóri, 1 þessari grein. Ljósm.: Arný

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.