Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Síða 19

Faxi - 01.01.1980, Síða 19
Vfti til varnaðar Afleiöingar umferöaslysa eru oft hörmulegar Margt hefur veriö skrifaö um gagnsemi bifreiðarinnar. Veröur ekki dregið í efa, aö margt væri ööruvísi í okkar daglega lífi ef hennar nyti ekki við. ( eftirfar- andi grein vil ég reyna aö fjalla nokkuð um bifreiðaslys og af- leiöingar þeirra. Ég tel að mönnum hætti til að gleyma um of þeim þætti, þegar gagnsemi bifreiöa ber á góma. Daglega lesum viö í blööum og heyrum sagt frá því í útvarpi og sjónvarpi frásagnir af bif- reiöaárekstrum. Suma daga veröa þeir svo tugum skiptir í Reykjavík einni. Slíkt þykir ekki fréttaefni nema til eins dags, nema þegar meiri háttar slys hljótast af. Afar sjaldan er ritaö um þær afleiðingar, sem af öllum þessum óhöppum hlýst. Fyrir nokkrum árum var sýnd- ur í sjónvarpinu þáttur, þar sem fréttamenn höfðu viötöl við fólk, sem lent haföi í alvarlegum bif- reiðaslysum. Þar kom m.a. fram, aö margir slösuöust þaö mikið að þeir urðu örkumla þaðan í frá. Margir höfðu háð langa baráttu til að ná aftur líkamlegum bata, en ekki var rætt um þá andlegu áverka, sem slysunum hafa fylgt. Líf þessa fólks haföi gjör- breyst, allar áætlanir kollvarp- ast, og oft hafði fylgt algjört skipbrot. Varla er hægt að hugsa sér hörmulegri atburð en það, þegar líf heillar fjölskyldu er lagt í rúst vegna óvarkárni, kannski augnabliks óvarkárni, þegar fjölskyldan var aö ferðast saman í bíl. Kannski var þessi óvarkárni ökumanninum sjálfum aö kenna, eða þá að utanaðkom- andi áhrif ollu slysi. Afleiðing- arnar eru oft þær, að ung móðir, ungur faðir, börn eöa ástvinir látast eða stórslasast. Ógæfan dynur yfir, ekki verður aftur snúið og lífi hefurenn einu sinni verið fórnaö. Eftir sitja harmi lostn'ir ástvinir og ekkert veröur framar eins og það var áður. En hvað veldur öllum þessum bifreiðaslysum? Hvers vegna ekur fólk svona ógætilega? Hvers vegna hugsarfólk ekki um þessa hluti, áöuren sesterundir stýri? Er kannski hægt að koma i veg fyrir eitthvað af þessum hörmulegu slysum? Ég vil full- yrða að það er hægur vandi. Við skulum í fyrsta lagi athuga það, að mikill fjöldi slysa stafar frá fólki, sem ekur undir áhrifum áfengis og þar sem rekja má or- sakir slyssins til ástands öku- mannsins. Slík slys ættu alls ekki að koma fyrir. Enginn ætti að láta sérdettaíhugaðakaeftir að áfengis hefurveriö neytt. Hafi viðkomandi haft næga vitsmuni til að bera til aö standast öku- próf, þá ætti hinn sami einnig að skilja, aö vín og akstur fer ekki saman. ( ööru lagi verður að brýna fyrir ökumönnum, æ ofan i æ, að sýna verður stööuga árvekni við akstur. Að aka bifreið krefst mik- illar hæfni og þegar ekið er á miklum hraða, þá má ekkert annað eiga athygli ökumanns- ins. Hann verður bæði að gæta að sínum akstri og umferð ann- arra, hvort sem þeir eru akandi eða gangandi. Ætíð verður að hafa í huga, að ökumaðurinn í næstu bifreiö getur hæglega misst vald á sinni bifreið, og þá verður maður að vera viöbúinn að bregðast við því. Þetta á alveg sérstaklega viö þegar aksturs- skilyrði eru slæm, t.d. í bleytu, hálku, í myrkri, í mikilli umferð, svo eitthvað sé nefnt. Ekki má líka gleyma því tjóni sem veröur á eignum manna, þó alltaf sé hörmulegra þegar tjón verður á lífi og limum. Það væri margt hægt að gera fyrir allt það fé sem fer til sþillis í þeim hundr- uöum bifreiðaárekstra sem verða á ári hverju. Ég vona að þessi orö mín hafi vakiö einhverja ökumenn til um- hugsunar. Það hvílir mikil ábyrgð á herðum okkar í hvert sinn er við setjumst undir stýri. Bifreiðin er stórhættulegt tæki í höndum þeirra sem ekki geta farið með hana á ábyrgan hátt. Við berum ábyrgð á sjálfum okk- ur, farþegum okkar ásamt öllum öðrum vegfarendum, sem á okkar vegi verða. Látum hörmungar þeirra, sem hafa lent í umferðarslysum, verða okkur vftl tll varnaðar. H.H. Félag smábátaeigenda í Keflavík og Njarðvík Sunnudaginn 27. janúar sl. Njarðvík, í Félagsheimilinu var haldinn stofnfundur Félags Vík. Stofnendur voru 50 talsins. smábátaeigenda í Keflavík og í stjórn voru kosnir: Tveir forystumannanna ánægðir með stofnfundinn, þeir Júlíus Högna- son formaður, og Pétur Jóhannsson gjaldkeri. Á bak viö þá er vikiö í Keflavíkurhöfn, þar sem smábátarnir hafa haft aösetur. Þaðerorðiðalltof lítið og aöstaða engin. Ljósm.: Sóiveig Júlíus Högnason formaður, Magnús Ingimundarson vara- form., Ingvar Guðmundsson ritari, Pétur Jóhannsson gjald- keri og Meinart Nilsen með- stjórnandi. Varastjórn: Einar Gunnarsson, Valdimar Axels- son og Asmundur Sigurðsson. Tilgangur þessa félags er að efla samheldni og samhug með- al smábátaeigenda, að gæta hagsmuna þeirra í hvívetna, meðal annars með því að vinna að bættri hafnaraðstöðu fyrir smábáta, og skapa skilning ráðamanna á þörfinni fyrir slíka höfn. Mikill einhugur ríkti á fundinum og lofar það góðu um framvindu mála. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við útfor foður okkar og tengdaföður, SIGURÞÓRS ÞORLEIFSSONAR Brekkubraut 3, Keflavík. Sérstakar þakkir viljum við færa Kristjáni Sigurðssyni lækni og öðru starfsfólki Sjúkrahúss Keflavíkurlæknis- héraðs, fyrir veitta hjúkrun og umönnun. Þorleifur Sigurþórsson, Margrét Karlsdóttir Ágúst Sigurþórsson, Erla Kristinsdóttir Faxi - 19

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.