Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1980, Page 21

Faxi - 01.01.1980, Page 21
Ólafur Ormsson: Fyrsta ferð mín til útróðra á Suðurnesjum - Framhald úr jólablaði - Þar voru þá fyrir nokkrir Suður- nesjamenn, er voru þarna í ýmsum útréttingum fyrir komandi vertíð. Ekki mundi það núna þykja fýsileg- ur verustaður, það sem okkur var þarna boðið upp á. Okkur var vísað þar upp á háaloft, þangað lá af mið- hæð hússins mjög brattur tréstigi, sem vissulega var ekki hættulaus fótvöltum til umgangs og ekkert handrið til öryggis. Þarna voru nokkur rúmstæði með heydýnum, og ekkert annað til þæginda, upphitun engin nema það sem lagði upp um stigaopið frá miðhæðinni þar sem þjónustulið hússins bjó, en þar var einhver upphitun, en lítið dugði það okkur til hlýinda. Þarna á háaloftinu voru 14 menn er flest var. Þarna sváfu tveir í hverju rúm- bæli. Bæði var það nú hlýrra ogsem sagt algengt í svona ferðum. Heldur var nú þetta ódýrt, 25 aurar á mann fyrir nóttina. Meðal þeirra Suðurnesjamanna er þarna voru okkur samtíða var maður er Tómas hét Guðnason. Þarna spurðu menn hver annan að heiti svo sem venjulegt var. Er Tómas þessi heyrir föðurnafn mitt spyr hann mig hvort ég eigi bróður er Jón heiti. Jú, ég segi svo vera. Höfðu þeir þá verið 2 vertíðir saman á skútu og lét vel af. Þatta varð til þess að hann bauð mér að sofa hjá sér, en hann var að flytja færur sínar til Reykjavíkur, sem hann ætlaði að nota á þessari skútu- vertíð, þar á meðal rúmföt, sem við sváfum við meðan við dvöldum þarna. Þarna leið mér prýðilega og betur en öllum hinum. Þeir sögðu okkur að nú félli engin ferð suður fyrr en eftir 4 daga. Þá kipptust nú sumir við, því nú var pyngjan farin að léttast og þoldi illa mikil útlát, og alltaf varð maður að eiga fyrir far- inu með skipinu til Keflavíkur, sem há var 2 krónur. Morguninn eftir fyrstu nóttina fór ég að hitta Jóhannes. Var hann þá að huga að hestum sínum. Spurði ég hann þá hvað ég ætti að borga honum fyrir flutninginn, því eitthvað vildi ég nú borga honum fyrir greiðann. Hann svaraði með annarri spurningu. Ertu dálitið múraður? Ja, eitthvað langar mig að greiða þér fyrir þetta sem ég get aldrei fullþakkað þér. Var þér þetta einhver greiði? Já, sannarlega. Jæja, það var gott, þá er tilgangin- um náð. Þú mátt gjarnan njóta hans föður þíns, svo margan greiða hefur hann okkur gert, og mér borgar þú ekkert, þú ert nú enn ungur og átt vonandi enn langt líf fyrir höndum, og ef þér hefur fundist þetta einhvers virði, þá verður vafalaust einhvern tíma á þínum vegi maður sem á hjálp þinni þarf að halda - réttu honum þá hönd ef þú getur. Eg áttaði mig ekki í bili hvað ég átti að segja; ég var ósköp lítið barn - þakklátt barn, frammi fyrir þessum óeigingjarna kærleika af mér áður lítið þekktum manni. Eg þakkaði honum með fáum orðum, en tárvotum augum. Ekki veit ég hvort mér hefur nokkurn tíma tekist að rétta neinum þurfamanni svona óeigingjarna hjálparhönd, en hafi ég látið það ógjört, þá er það mín vanrækslusynd, en ekki hans sök. Þarna leið nú hver dagurinn án mikilla tilbreytinga, mínar marg- nefndu 12 krónur voru nú að mestu gengnar til þurrðar, þvi 2 kr. varð ég þó alltaf að geyma undir öllum kringumstæðum í farið suður. Fyrstu 3 dagana keypti ég mér bita niðri i húsinu fyrir 75 aura, og mjólkurglas og snúð á kvöldin. Eg minnist þess að síðasta daginn sem við dvöldum þarna gat ég aðeins fengið mér um morguninn einn snúð og mjólkurglas og sama skammt um kvöldið, en varð þá að sleppa miðdagsbitanum. Að kvöldi þess dags kom til okkar gamall kunningi úr Meðallandi, en nú bú- settur í Reykjavík. Hann gaf mér 2 kr. er hann fór, en þeim þorði ég ekki að eyða strax, því enn var ekki víst að báturinn færi næsta dag og þá var vont að eiga engan varasjóð. En þetta kom þó ekki að sök, því snemma hinn ákveðna dag vorum við komnir niður að höfn þar sem stór róðrarbátur beið eftir að flytja okkur um borð. Þar fóru 25 aurar svo ekki voru nema 1.75 eftir af varasjóðnum, því fastandi fór ég af stað. En hvað um það, nú var maður kominn á sjóinn, af stað til fyrir- heitna landsins, Suðurnesja. Oft hefur mér komið í hug síðan - þó eigi gerði ég mér grein fyrir því þá, - hvert takmarkalaust öryggisleysi var þá alls staðar á sjó og landi. T.d. á Laugavegi 70 þarna uppi á háa- loftinu. Hefði eldur komið upp á neðri hæðum hússins held ég að alveg vonlaust hefði verið að bjarg- ast af háaloftinu, að minnsta kosti man ég ekki eftir neinum þess háttar útbúnaði sem komið gæti til hjálpar hefði slíkt komið fyrir. Þá tók ekki betra við er komið var um borð í flóabátinn. Fólksfjöldinn var nú svo mikill, bæði konur og karlar, að þéttara varð naumast staðið, að minnsta kosti ekki þar sem nokkurt afdrep var, en ofan þilja var lítill friður, því er út fyrir Gróttu kom var suðaustan stormur með skúrum móti okkur og varð þá hver að bjarga sér í það skjól er fyrir hendi var. Mér varð nú fremur ráðafátt, varð þó helst fyrir að leita aftur fyrir stýrishúsið, en þar var nú sem ann- ars staðar fullsetinn bekkurinn, en hvað sem til kom þá verða þar tveir miskunnsamir menn til að hliðra til fyrir mér svo ég fékk að sitja milli þeirra alla leiðina og fór prýðilega um mig og líklega hefur nú smæð mín orðið orsakavaldur þess að ég fékk það sæti. Það munaði svo litlu þó mér væri stungið þar á milli. Þegar kom nokkuð suður fyrir Hafnarfjörð og sjó fór heldur að stilla kom sjálfur skipherrann að innheimta farseðla og allir réttu þá fram, nema ég, en á það höfðu engir bent mér, að maður ætti að kaupa þá, - sennilega hefur það verið af athugunarleysi. - ,,Nú já, þú hefur þá ætlað að hafa það svona kallinn" segir skipstjórinn - er hann kemur til mín - „ætli þú verðir þá ekki að fylgja okkur til baká“. Eg er nú hræddur um að minn kall hafi ekki verið þá stundina áberandi stór, er ég heyrði þetta, og varla var varasjóður minn það stór, að hann þyldi stóráföll. En hér kom Tómas Guðnason mér enn til hjálp- ar og hughreystingar, sá víst hvernig mér leið og segir: „Bless- aður hafðu ekki áhyggjur af þessu, hann var bara að gera að gamni sínu til að vita hvernig þú tækir þessu, hann kemur bráðum aftur“, sem líka kom á daginn, þvi skömmu siðar kom hann aftur og spyr mig: „Attu 2 krónur?“. Jú, ég kvað svo vera. „Jæja, láttu mig þá hafa þær, það er ekki gustuk að vera að stríða þér, þú ert svo lítill". Þá vissi maður það. Ekki var það nú beint uppörv- andi innan um alla þessa áheyrendur. Er ég þá svona aum- Húsbændur Ólafs á Bæjarskerjum, Jón og Þuriður. Myndin er tekin árið 1927. FAXI - 21

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.