Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 23

Faxi - 01.01.1980, Blaðsíða 23
svartri prjónapeysu, með prjóna- húfu á höfði, sem gjörði hann æði torkennilegan. Mér var vísað til sætis gegnt honum svo við mætt- um sem best sjá hvorn annan. Þessi maður var Jón Oddsson. Páll var einnig þarna inni á rölti, sagði fátt en tók mikið í nefið. Þarna sagði enginn neitt þar til Páll rauf þögnina og spyr Jón: „Jæja, hvað segir þú, hvernig líst þér á háset- ann?“ Jón svarar: „Hann er lélegur ef hann reynist verri en hann sýn- ist“. Jæja, þá hafði maður það, en eigi var þetta álit hans á mér beint uppörvandi, þar sem þetta var nú tilvonandi formaður minn ef ég væri svo heppinn að Páli versnaði af gigtinni. En það var síður en svo að ég reiddist Jóni fyrir þetta álit hans á mér, því hjá honum var þetta engin glapsýn, ég var ekki líklegur til neinna afreka. Til þess að stytta þessa frásögn hér eftir, skal það sagt, að frá þess- ari kvöldstund lék nú lífið við mig, Jón Oddsson og allt hans heimilis- fólk reyndust mér einstakir tryggð- arvinir frá fyrstu til síðustu stunda meðan lifðu. Flest er það nú dáið, aðeins Jón einn eftir. var hann yngstur bræðranna og dvelur nú á sama stað í skjóli systursonar síns Jónasar og konu hans; hef verið svo heppinn að erfa vináttu þeirra einnig. Annars átti ég ágæta heim- ilisvist hjá þeim bræðrum Páli og Þorkatli. Ég var sína vikuna hjá hvorum, hirti fénaðinn og ýmislegt fleira sem til féll. Þegar kom fram um mið Góu þá var nú Páll orðinn svo illa haldinn af gigtinni að hann treystist ekki til að róa lengur. Var þá það ráð tekið að láta mig róa. Er þar skemmst af að segja, að frá þeim tíma réri ég er á sjó gaf til loka. 11. maí. Nú þetta gekk eftir atvik- um nokkuð vel, að minnsta kosti þurfti ég ekki að kvarta. Ég var ekki sjóveikur og kunni áralagið og var ekki latur við þau verk er mér voru falin, og sem lærðust mér smátt og smátt með æfingu. Þó held ég að þetta allt hefði mér lítið dugað til frama, hefði ég eigi notið hinnar einstöku tilsagnar og umhyggju þeirra Bæjarskersfeðga, Jóns, Odds og Bjarna, fyrir mér, að ég lærði strax sem best hin réttu handtök við allt án þess að þreyta mig að óþörfu, því eins og vænta mátti voru flest störf mér framandi, en það kom furðu lítið að sök, því mér var sagt þannig til af svo miklum skilningi og hlýju, að ég hlaut að læra mikið af þeim. Eitt er það sem mér verður lengst minnisstætt. Það var þegar andóf var þyngra á mitt borð, þá var það fyrstu vikurnar föst regla þeirra feðga að skipta mér á léttara borðið, en færa sig á hið þyngra. Þannig var nú farið með mig á sjón- um, og mér lærðist smám saman að beita réttum tökum við árina. Svo þegar á leið mun ég hafa verið talinn meðal ræðari, að minnsta kosti kvörtuðu þeir ekki undan mínum verkum, blessaðir mennirnir, þó aldrei næði ég þeirra verklagni og orku. Svipuð var umhyggja Jóns fyrir mér í landi og skal nú tilfært hér eitt dæmi af fleirum er tiltæk eru, en læt þetta nægja. Þetta var stuttu eftir sumarmál á sunnudegi, og því eigi róið. Ég var úti í hlöðu að taka til hey. Þá kemur Jón Oddsson til mín. Er þá erindi hans að spyrja mig um hvað ég hefði verið ráðinn upp á hátt kaup hjá þeim bræðrum. Sagði ég honum sem var: 50 kr., eða er það ekki það sem viðvaningum er borgað? „Já, mig grunaði það, nú heimtar þú 100 kr. af Páli, þú hefur fengið þinn hlut óskertan í vetur eins og þér bar, og hafi nokkuð vantað á þín verk sem enginn hefur kvartað um, þá kemur það sonum mínum við en ekki Páli, hanri hefur fengið sitt“. Nei, þetta get ég ekki, Jón,.þú sérðþaðsjálfur. Hér kom ég í vetur hálfgerður vandræðamaður, þar sem ég var óráðinn og óvanur, en þetta fólk greiddi svo vel götu mína á allan hátt sem best það gat; þó enginn hafi gert svipað fyrir mig og þú og synir þínir, því fyrir ykkar viðgjörð- ir og tilsagnir allar er ég það sem ég er í dag, hvernig sem mér tekst að ávaxta það í framtiðinni, en víst er að það fæ ég aldrei fullþakkað eða launað sem skylt væri. En um kaup- hækkun get ég ekki talað við Pál og sjái hann ekki sjálfur ástæðu til að hækka við mig, þá verður það að vera svo. „Jæja, heldurðu að Páll sé einhver gustukamaður?" segir Jón. „nei, það er hann ekki, og ef þú gerir enga frekari kröfu, þá færðu ekki neitt“. Það verður að hafa það,' þetta er ekki hægt fyrir mig að gera eins og aðstæður eru. „Ertu hrædd- ur um að þú fáir hvergi að fljóta hér framar ef þú móðgar karlinn, viltu ekki reyna að manna þig upp og sjá hvað hann segir?“ Þannig var Jón mér allan þann vetur og raunar alla tíð meðan báðir lifðu, sem og allt hans heimafólk, eins og ég hef áður sagt frá. Sama mátti segja um Mið- kots-heimilin, veitingar allar og þjónusta allt í besta lagi og létt yfir öllu samlífi. En aldrei varð af því að ég talaði um hærra kaup við Pál, enda kom að því sem Jón sagði. Páll borgaði mér 55 kr. er ég fór. En hvað um það, söm var tilraun Jóns að gera hlut minn sem bestan. Næsta haust skrifaði Páll mér þar sem hann bað mig að koma til sín næstu vertíð. Skyldi hann borga mér hæsta kaup sem þá yrði borgað á opnum skipum þar. Þetta stóð hann vel við og borgaði mér 120 kr. Réri ég þá vertíð á sama skipi með sömu vinum og samverkamönnum og vertíðina áður. Fleiri vertíðir fór ég ekki suður fyrr en löngu síðar, en það er önnur saga. Þegar ég nú á gamals aldri lít yfir þessa frásögn mína af minni fyrstu ferð úr foreldrahúsum til hins óþekkta, þá vakna vissulega marg- ar spurningar. Hvernig gat mér komið í hug að taka þessa ákvörð- un þvert gegn vilja allra heima? Að vísu færði ég þetta einu sinni í tal við föður minn nokkru fyrir jól. Þá sagði hann: „Þú skalt alveg ráða þessu sjálfur, ekki var ég hár í loft- inu er ég fór fyrst í útver“. Þetta varð mér heldur hvöt til ákvarðana, þó ekki væri útlitið gott þar sem ekkert bréf var komiðfrá Jóni og ég flestum þeim störfum óvanur er ég nú hlaut að verða að takast á við. Aldrei hafði ég fyrr farið í langferð á vetrum, 2var farið á sjó, var þá ekki sjóveikur og taldi mér trú um að ég kynni áralagið. Vafalaust réði hér miklu um að hjá mér var vaknaður - ^ð marg hugsuðu máli - og að ein- hverju leyti metnaður, að ég mundi aldrei verða maður til að bjarga mér svipað og mínir jafnaldrar og leik- bræður, þyrði ég ekki að fara til „vers“ sem þeir. Því allir sýndust mér þeir mannast nokkuð við þessar ferðir, jafnvel þó ekki væru þeir nein tröll að burðum fremur en ég. En vissulega hafði ég af engu að státa eins og allir sáu sem ég hef heldur enga tilraun gert til að hylja, enda hefði það verið fullkomin stað- reyndarfölsun, því ég var mjög heilsuveill framan af ævinni og þar af leiðandi seinn til þroska þrátt fyrir ágæta aðhlynningu. Og hér stend ég og spyr: Hvernig hefði þessi ferð orðið, hefðum við farið af stað hinn sama dag sem upphafiega var ákveðinn? Þá hefði ekkert Jökulsárhlaup tafið ferð okkar og við vafalaust fengið betra gangfæri og að mestu losnað viðall- an vöxt í ánum. Þar á móti hefði ég ekki hitt Jóhannes í þessari ferð, en okkar fundur í þetta sinn tel ég mér mikið lán beint og óbeint eins og á stóð þá, og einnig síðar. Tómas hefði ég heldur ekki hitt, þá hefði hann ekki verið kominn til Reykja- víkur, en hann gaf mér mörg og góð ráð sem mér komu síðar til góðs, auk þess sem hann lét sér einstak- lega annt um mig, eins og ég hef áður um getið. Og vafasamt er, hefðum við verið fyrr á ferð, hvort Jón Þorsteinsson hefði þá verið fyrsti maður sem mætti mér er ég fyrst steig fæti í Keflavík. Hefði svo Jón í Miðkoti verið búinn að ráða mig hjá allt öðru fólki - og sem mér þarna urðu nú mest vonbrigði að eigi var - þá er nær óhugsandi að ég nokkurn tíma hefði hlotið eða notið vináttu þessa blessaða fólks; en það tel ég mér tvimælalaust mestu gæfu, því allt reyndist það mér tryggðar- vinir meðan lifði. Sést nú af þessu yfirliti er ég hér hef skrifað - og sem er orði til orðs rétt frá sagt - að þannig réðust öll atvik í ferðinni - er oft litu illa út - mér til mestra happa. En hvað er nú hér að verki? Tilviljun, segjum við sem ekki trúum að forlög ráði fiestu eða öllu. En hvað er tilviljun? Og hvað ræður þeim? Já, það er nú það. Ef til vill erum við hér komin í sjálf- heldu, og víst er að hér „brestur mann skyn að skilja til hlítar þann skapandi leyndardóm". En í hug mér situr alla tíð sú trúartilfinning að eigi mundu blessunarorð og fyrirbænir minna elskulegu foreldra - er mér fylgdu að heiman - vera þar áhrifalaus; og ég fyrirverð mig ekki fyrir að játa þá trú mína fremur en hinn gamli „Páll frá Tarsus.“ NJARÐVÍK F asteigna- gjöld Gjalddagar fasteignagjalda 1980 eru 15. janúar, 15. marz og 15. maí. Þeir sem ætla að notfæra sér þessa skiptingu verða að inna greiðslur af hendi eigi síðar en mánuð frá gjalddaga. Bæjarsjóður - Innheimta FAXI - 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.