Faxi

Árgangur

Faxi - 01.02.1982, Blaðsíða 5

Faxi - 01.02.1982, Blaðsíða 5
ára gamall. Fór hann þá með móður sinni að Akurhúsum i Garði, til Benedikts, föður Þorláks, kaupmanns og organista við Út- skálakirkju, sem þar bjó síðar og allir Suðurneskamenn kannast við. Þar ólst Tómas upp þar til hann fór til Reykjavíkur til tré- smíðanáms. Séra Friðrik Hall- grímsson, sem þá var prestur á Útskálum hvatti hann til þessa náms og greiddi götu hans til þess í Reykjavík. Tómast lærði húsasmíði hjá Sigvalda Friðrikssyni, húsa- smíðameistara í Reykjavík, og eft- ir að hann lauk námi, vann hann við húsasmíðar í Reykjavík í nokk- ur ár. Þar giftist hann fyrri konu sinni, Ástríði Jónsdóttur frá Ausu í Andakíl í Borgarfirði. Þau slitu samvistum. En árið 1916 kvæntist Tómas eftirlifandi eiginkonu sinni Sigríði Sigurbjörnsdóttur frá Hrís- um í Flókadal í Borgarfirði. Þau bjuggu í Reykjavíktil ársins 1922, en þá fluttu þau til Akraness. Þar áttu þau heimaþartil áárinu 1959, er þau fluttu til Keflavíkur. Á Akranesi vann Tómas við smíðar meðan hann hafði heilsu til. En þegar heilsunni tók að hraka, og hann varð að hætta að vinna erfiðisvinnu, tók hann að sér umsjón með kirkjunni og kirkju- garðinum á Akranesi, og hafði það starf þartil hann flutti þaðan. Tómas var einlægur bindindis- maður og tók um árabil virkan þátt í bindindisstarfinu á Akranesi. Var hann félagi stúkunnar Akurblóm- ið. Þar var Sigríður kona hans einnig. ÞávarTómasvirkurfélagi i Iðnaðarmannafélagi Akraness. Sonur þeirra hjóna er Sigur- björn, sem nú býr á Skólavegi 3,1 Keflavík. Þegar þau hjónin fluttu til Kefla- víkur 1959, bjuggu þau hjá Sigur- birni syni sínum og konu hans Guðrúnu Halldórsdóttur, en höfðu þó heimili út af fyrir sig, þar ti Tómas féll frá 28. nóv. 1977. Síðustu árin, eða frá 1978, hef- ur Sigríður ekkja T ómasar dvalið á EHiheimilinu Garðvangi í Garði Sigríður varð 87 ára 4. október s.l Hún hefur fótavist og er heilSc hennar eftirvonum. TÓMAS SIGURBJÖRNSSON var fæddur 16. febrúar 1882 og eru því nú liðin 100 ár frá fæðingu hans. Aö því var vikið hér áður, aö Tómas Steingrímsson heföi verið virkur félagi í Good-templarastarf- inu á Akranesi á sínum tíma. Hann flutti þar stundum erindi um bind- indismál og önnur efni. - Verður hér birt eitt þeirra. - Et til vill fleiri síðar. Barátta góðs og ills Eríndi flutt á fundi í stúkunni Akurblómið á Akranesi áríð 1935 Samtíð vor er þrungin af kröfum til alls og allra. í þessu sambandi bendum vér aðeins á eitt atriði: íþróttirnar. Hnefaleikana, kappreið- arnar, kapphlaup, sund, tennis o.m.fl. Sér hver íþróttagrein á sína afburðarmenn, kappa, sem virðast sólgnir í að sýna leikni og yfirburði, hvenær sem færi gefst, og þreyta við hvern sem koma vill. Hvernig stendur á þessu. I því á fégræðgin vafalaust sinn gilda þátt, því að hún á í raun réttri allsterka taug í hvers manns brjósti. Jafnframt þessu er hitt, að sýna og sanna að það, sem er, sé ekki hið endanlega met, og er það yfirleitt ekki ámælisvert. Heilbrigð sál í hraustum líkama ætti að vera kappsmál hverjum manni og konu, og að því ætti aö keppa af ítrasta megni, að alt mannkyn næði þeirri fullkomnun sem skapari þess ætl- aði því að ná. En þó er orusta háð, langtum alvarlegri og mikilvægari en þeir kappleikar, sem hernumið hafa hugi meginþorra núverandi kynslóðar. Það er barátta heimsins gegn réttarmeðvitund þjóðanna og jafnvel sjálfum Guði, um æðstu völdin, yfir hjörtum mannanna. Óvinurinn hefur tryggt sér það, sem kitlar tilfinningar fólksins og líklegt er til að vinna það sér til fylgis í orust- unni. Hann blekkir augað og eyrað og kitlar metorðagirndina og tilfinningarnar á þann hátt, sem óneitanlega er aðlaðandi að ýmsu leyti. ,,Alt þetta mun ég gefa þér, ef þú fellurfram og tilbiður mig,” er eitt af hans lævísu og laðandi loforðum og þetta loforð endurtekur hann sí og æ með eftirtekarverðri nákvæmni. Það er mjög vafasamt hvort þessi jarðneski óvinur hefur nokkru sinni í þessu langvinna stríði lagt meira kapp á úrslitaorrustu en einmitt nú, því að auk þess sem hann beitir meira en áður margvíslegum laðandi ginningum og vél- ráðum, þá er nú og jafnframt á mjög áberandi hátt, reynt að æsa grófustu hvatir mannlegs eðlis. Aldrei hafa verið gerðar ákveðnari til- raunir en nú til þess að uppræta ekki aðeins trúarsetningarnar, heldur alla sanna trú yfir- v leitt. Það sem er ofar mannlegri visku er ekki aðeins véfengt, heldur er það jafnvel haft að háði og spotti og æskulýðnum er víða kennt, að líta ,með fyrirlitningu á alla færðslu um and- leg og trúarleg efni. Þar sem ekki er um algera trúarafneitum að ræða, er oft fullkomið hirðu- leysi og andvaraleysi ríkjandi um starfandi trú. Kristur var friðrofi í heimsins augum. Afneitað- ur af þeirri þjóð, sem hann var sendur til við- reisnar, smáður af dómaranum og trylltum lýðnum sem lét í Ijós hatur sitt með þessu æðislega hrópi: Krossfestu, krossfestu hann! Þessi guðlega hetja kleif grýttann stíginn upp á hæðina, þar sem hann háði úrslitaorrustuna við öll þau myrkramögn, er móti honum risu. Sjá, allar syndir okkar bar Guðs einkason, er deyddur var. Og hjarta Drottins heilagt brast, er hann mér keypti grið. Hve ægileg var sú fórnar- barátta og hve alger og dásamlegur sigurinn? ,,Frá dauðum aftur uppreis hann, á óvin hverj- um sigrast vann”. Heimurinn - með því orði á ég við spillingu mannkynsins - er gersigraður. Hlátrasköll hans og leikaraskapur, fyrirlitning og andavaraleysi er ekki annað en krampa- teygur deyjandi óvinar. Þó má vera að stundar- bið verði á fullkominni uppgjöf, en hún er óum- flýjanleg. Því, hefir ekki sigurvegarinn sjálfur sagt? Sannlega segi ég yður fyrir mér rnuhu öll kné beygja sig. Sigurvissan er því vor megin, sem ráðist höfum í hiö heilaga stríð, móti of- drykkju og margskonar spillingu. Já vér eigum sigurinn vísann. Hróp óvinarins er ekki sigurhróp, heldur fá- nýt tilraun til þess að samansafna tvístruðum myrkranna her og jafnvel þegar liðsöfnunin lánast og orrustan er áköfust, svo að oss virðist sigurinn tvísýnn, þá er það einungis vegna skammsýni vorrar. Nú er kominn tími til á- hlaups og nýrra siguvinninga. Ekkert væri ó- samkvæmara samtíð vorri en hik og hálfvelgja. Hefjum því tafarlaust áhlaup, með brosi á vör- um og von i hjarta, treystandi öruggir foringjum vorum. Förum óhrædd í stríðið gegn syndinni innra með oss og umhverfis oss. Fyrst verðum vér að sigra sjálfa oss. Fyrst verðum, vér að beygja vor eigin kné eða með öðrum orðum, beygja oss sjálfa í djúpri auð- mýkt, lúta forsjá Guðs og vilja og síðan með herópið. Sverð Guðs og andans hljómandi gegnum fylkingaraðirnar, hefja áhlaup á heim- inn, syndina. Vér þolum engin höft né helsi, hugsananna á vorri tíð. Æðsta sæld er andans frelsi, eitt það skapar frjáisan lýð. Kaunin sálar kreppir beinin, kyrkir vöxtinn, eitrarbióð, eturholdið, eykur meinin, andleg tæring drepurþjóð. Vér þolum engin höft né helsi, hugsana á vorri tíð. Heimtum andans fulla frelsi, frjálsa þjóð og menntaiýð. Nóga kúgun kannað höfum, Konungsvald og páfaboð, stéttamun og aðals goð. Og að síðustu þetta: Þegar allt hér öfugt fer, illa heppnast tilraun hver, veit ég bölið býðurmér, betur Guð að treysta þér. Tómas Steingrímsson. Ragnar Guðleifsson. FAXI-29

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.