Vísbending


Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 19.01.2007, Blaðsíða 3
V V í s b e n d i n g • 2 t b l . 2 0 0 7 3 Jafnaðarmenn hafa samúð með lítil­magnanum. Leiðtogar Samfylking­arinnar vitna með velþóknun til bandaríska heimspekingsins Johns Rawls, en kenning hans miðast við lítilmagnann. Í stystu máli telur Rawls það skipulag rétt­ látt, þar sem kjör hinna verst settu eru sem best. Tekjumunur sé þá og því aðeins rétt­ lætanlegur, að kjör hinna verst settu batni við hann. Þetta kallar Rawls að „hámarka lágmarkið“. Rawls horfir á hina verst settu, ekki hina best settu. Þótt færa megi margvísleg rök gegn kenningu hans, viðurkenni ég hiklaust, að hann spyr mikilvægrar spurn­ ingar. Hvar eru hinir verst settu best sett­ ir? Til að svara henni verður að skilgreina, hverjir séu hinir verst settu. Hér geri ég ráð fyrir, að það séu hinir 10% tekju­ lægstu. Þá er spurningin: Hvar eru hinir 10% tekjulægstu líklegir til að hafa hæst­ ar tekjur, þegar til langs tíma er litið? Ég grúskaði í svörum jafnaðarmanna sjálfra á Netinu. Fyrst rakst ég á erindi, sem Stefán Ólafsson prófessor hélt á baráttufundi í Háskólabíói 16. ágúst 2006. Þar fullyrti hann, að tekjuskipting hefði orðið hér stórlega ójafnari á undanförnum árum. Almennar kjarabætur hefðu numið 50% að meðaltali árin 1995­2004, en kjör hinna 10% tekjulægstu hefðu aðeins batnað um 36% fyrir skatta og 27% eftir skatta, enda hefðu margir úr þessum hópi áður verið skattfrjálsir vegna lágra tekna, en tekjuhækkun þeirra valdið því, að þeir hefðu færst yfir skattleysismörk og misst bótarétt. Stefán benti líka á, að tekjur tekjuhæstu hópanna hefðu hækkað enn meira. Ég er ekki viss um, að tölur Stefáns séu allar nákvæmar. En setjum svo rökræðunn­ ar vegna. Þá hækkuðu ráðstöfunartekjur hinna tekjulægstu á Íslandi um 2,7% á ári að meðaltali 1995­2004. Er kjarabót um tæpan þriðjung á tíu árum ekki veruleg, hvað sem öðrum hópum líður? Í huga Rawls hefði skipt mestu máli, hvort völ hefði verið á meiri kjarabótum. Ég sneri mér til Efnahags­ og framfarastofnun­ arinnar, O. E. C. D., í París og spurði um kjarabætur tekjulægsta hópsins í að­ ildarríkjunum. Þar voru aðeins til bráða­ birgðatölur, sem náðu til 2000. En þær eru fróðlegar. Samkvæmt þeim höfðu tekjur hinna 10% tekjulægstu í öðrum aðildarríkjum stofnunarinnar hækkað um 1,8% á ári að meðaltali tímabilið 1996­ 2000, miklu minna en á Íslandi. (Í Noregi hækkuðu tekjurnar mun meira en annars staðar, en Norðmenn búa að olíuauði.) Síðan rakst ég á bók, sem rannsókna­ stofnun vinstri manna í Washington­ borg, Institute for Policy Studies, gaf út árið 2006, The State of Working America. Þetta fólk telur tekjuskiptingu allt of ójafna í heimalandi sínu. Þessu til stuðn­ ings er birt súlurit í 8. kafla bókarinnar (mynd 2). Það sýnir, hversu langt tekjur hinna tekjulægstu og tekjuhæstu voru árið 2000 frá svonefndum miðtekjum Bandaríkjamanna (en þær eru af töl­ fræðilegum ástæðum oft notaðar í stað meðaltalstekna) í nokkrum völdum lönd­ um. Fróðlegt að skoða þetta á mynd 2. Í Bandaríkjunum voru tekjur tekjulægsta hópsins 39% af miðtekjum, en tekjuhæsta hópsins 310% af þeim. Þetta höfðu höf­ undar réttilega til marks um, hversu breitt bil er milli ríkra og fátækra þar vestra. Á myndinni sést, að tekjur tekjulægsta hópsins í Svíþjóð voru 38% af miðtekjum Jafnaðarmenn teknir á orðinu framhald á bls. 4 Hannes Hólmsteinn Gissurarson hagverkfræðingur Heimild: OECD 0 1 2 3 4 5 6 7 8 OECD meðaltal Þýskaland Kanada Bandaríkin Danmörk Svíþjóð Bretland Holland Ísland Noregur Mynd 1: Árleg tekjuaukning 10% tekjulægstu einstaklinganna árin 1995-2000 Heimild: The State of Working America (Institute for Policy Studies, Washington DC, 2006) Mynd 2: Hlutfall 10% tekjulægstu og 10% tekjuhæstu af miðtekjum Bandaríkjamanna árið 2000 (Ísland 2004) 0 50 100 150 200 250 300 350 B re tla nd S ví þj óð B an da rí ki n D an m ör k K an ad a N or eg ur S vi ss Ís la nd 10% tekjuhæstu 10% tekjulægstu

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.