Vísbending - 04.05.2007, Side 1
Íslendingar lærðu fljótt mátt þess að færa eitthvað í fallegan búning. Í Eiríks sögu rauða segir: „Það sumar fór Eirík
ur að byggja landið það er hann hafði fund
ið og hann kallaði Grænland því að hann
kvað menn það mjög mundu fýsa þangað
ef landið héti vel.“ Svipuð hugsun kann að
hafa verið að baki þegar menn fundu upp
nöfn á íslensku stjórnmálaflokkana. Allir
vilja vera sjálfstæðir og menn vilja gjarnan
sækja fram. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu
bandalagið höfðuðu til margra því að stór
hluti Íslendinga leit á sig sem „alþýðu“. Þeg
ar fækkaði í alþýðunni og miðstéttin óx dró
af flokkum alþýðunnar undir því nafni.
„Frjáls verslun“ er heppilegt nafn. Ekki
bara vegna þess að það er lýsandi heldur
ekki síður vegna þess að frelsi er æskilegt í
hugum flestra. Auðvelt er að hæðast að and
stæðingum viðskiptafrelsis með því einu
að spyrja hvort að menn séu virkilega á
móti frelsi. Andstæðingarnir hafa gripið til
ýmissa ráða. Lengi var sósíalismi eða jafn
vel kommúnismi talin verðug samkeppn
isstefna en á seinni árum hafa þessi orð
skilið eftir óbragð í munni manna rétt eins
og fasisminn áður fyrr. Eysteinn Jónsson,
formaður Framsóknarflokksins, fann upp
„hina leiðina“, sem var einhvers konar kerfi
af millifærslum frá bæjum til sveitanna.
Þetta heiti lifði ekki af háðsglósur andstæð
inganna.
Ein af þeim nafngiftum sem hafa heppn
ast best í hugmyndafræði vinstrimanna
er „sanngjörn viðskipti“ eða fair trade á
ensku. Þar passar heitið vel því að það hef
ur jákvæða merkingu og hægt er að setja
það fram sem andstæðu við frjáls viðskipti
eða free trade. Vill nokkur vera ósanngjarn?
Hvað eru sanngjörn
viðskipti?
Uppruna sanngjarnra viðskipta er að finna
í því að vel meinandi fólk sér hörmulegar
aðstæður margra vinnandi manna í fátæk
4. maí 2007
16. tölublað
25. árgangur
ISSN 10218483
1 2 4Sumir aðhyllast „sanngjörn“ viðskipti.
Ekki er alltaf allt sem
sýnist í þeim efnum.
Hve langt horfa fyrirtæki
fram á veginn? Miklu máli
skiptir að hafa skýra fram
tíðarsýn.
Smábátaútgerð var
lengi talin olnbogabarn
í fiskveiðum. En nú er
hún í uppáhaldi.
Samfylkingin snýst gegn
stóriðjustefnu ríkisstjórn
arinnar sem var reyndar
stefna Samfylkingarinnar.
3
framhald á bls. 4
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
Vinaleg viðskipti
V í s b e n d i n g • 1 6 t b l . 2 0 0 7 1
um löndum. Sóðaskapur, barnaþrælkun
og misrétti kynjanna verða til þess að
mörgum ofbýður. Á Netinu má lesa eft
irfarandi færslu eftir Lydíu Geirsdóttur:
„En ef við hugsum lengra er góð uppskera
einungis byrjunin. Til þess að geta keypt
nauðsynjavörur og borgað skólagöngu
barna sinna þarf að selja afurðina. Það er
oft flókið mál fyrir bændur í afskekktum
þorpum þar sem engin farartæki eru til
staðar til þess að koma vörum á markað.
Þessum þorpum stendur oft ekkert ann
að til boða en að selja kaupendum sem
ferðast um héruðin með það markmið að
kaupa sem mest á lægsta mögulega verði.
Slíkur kaupandi ræður verðinu því
bændurnir hafa engan annan kost ef þeir
vilja koma vörum sínum í verð. Vörurn
ar eru svo seldar áfram fyrir mun hærra
verð til stórra fyrirtækja sem leggja enn
meira á vöruna á leið til neytandans. All
ur hagnaður fer til milliliða, allir hagnast
nema bóndinn sem heldur áfram að strita
ár eftir ár.
Sanngjörn viðskipti sem
þú getur stundað
Það er þó til annar kostur í dag sem Hjálp
arstarf kirkjunnar hefur unnið að því að
kynna á Íslandi. Fyrir fáum árum urðu
Alþjóðlegu Fair Tradesamtökin til upp úr
starfi fjölda smærri samtaka í Evrópu og
víðar, sem starfað höfðu mislengi. Fair Trade
samtökin vinna að því að skapa bændum
á afskekktum svæðum, milliliðalausan að
gang að kaupendum sem eru viljugir til
að kaupa góða vöru á sanngjörnu verði.
Samtökin styðja bændurna til að bæta
framleiðslu sína og fylgja eftir stöðlum.
Fair Trademerktar vörur fást nú loksins í