Vísbending - 13.07.2007, Side 3
V í s b e n d i n g • 2 6 t b l 2 0 0 7 3
framhald á bls. 4
Undanfarið hefur verið togast á um hlutabréf í Hitaveitu Suðurnesja.
Svo er að sjá að bæjaryfirvöld í Hafnar-
firði og sumum sveitarfélögum á Suður-
nesjum vilji heldur að Orkuveita Rey-
kjavíkur eignist hlut í veitunni en að
einkafjármagn ráði þar ferðinni. Stjórnen-
dur bæjarfélaganna virðast ekki treysta
einkafyrirtækjum til þess að vinna að lágu
rafmagnsverði. Vísað er til þess að sala
ríkisins á orkufyrirtækjum í Evrópusam-
bandslöndum hafi ekki tekist vel. Hér á
eftir er sú fyllyrðing skoðuð og rök færð
fyrir því að hún sé röng. Þau gögn sem
fyrir liggja benda til þess að hagkvæmni
aukist í rekstri orkufyrirtækja þegar þau
fara úr opinberri eigu. Og Hafnarfjarðar-
kratar stuðla ekki að stóriðjustoppi með
því að koma í veg fyrir að einkafyrirtæki
nái völdum í Hitaveitu Suðurnesja, það er
öðru nær.
Árangur
einkafyrirtækja
Í flestum Evrópulöndum sjá einkafyrirtæki
nú um að búa til rafmagn. Fjölmiðlar hafa
deilt á hið nýja kerfi og hið sama er að
segja um samtök opinberra starfsmanna
í Bretlandi og víðar. Páll Hannesson,
alþjóðafulltrúi Bandalags starfsmanna
ríkis og bæja, hélt uppi því merki í Spegl-
inum 5. júlí síðastliðinn. Hann sagði
einkavæðingu á rafmagnsmarkaði í Evrópu-
sambandinu hafa mistekist. Þar skipti
mestu að einkafyrirtæki störfuðu á öðrum
grunni en hið opinbera. Þau hefðu hagn-
aðarvon að leiðarljósi en ekki almanna-
hagsmuni. Þegar rafmagnsframleiðsla kæm-
ist til einkafyrirtækja færu þau að spara,
viðhald minnkaði, uppbygging væri minni
en áður, starfsfólki fækkaði og rafmagns-
verð hækkaði.
Taka má undir ýmislegt í orðum Páls.
Einkafyrirtæki vinna til dæmis yfirleitt
ekki fyrst og fremst með almannahags-
muni í huga. En það á ekki aðeins við
í rafmagnsframleiðslu heldur á öllum
mörkuðum. Einkafyrirtæki reyna að
græða en þar sem einhver samkeppni er
leiðir sú viðleitni til heilla fyrir almen-
ning. Eftir að hið opinbera hefur selt
rafmagnsfyrirtæki hefur jafnan dregið úr
fjárfestingum í greininni. Jafnframt he-
fur starfsfólki fækkað (og þar kann að
vera komin rótin að andstöðu verkalýðs-
félaga við að framleiðslan hverfi úr opin-
berum rekstri). Samkvæmt þeim heimild-
um sem ég hef séð hafa þær breytingar sem
orðið hafa á rafmagnsmarkaði í Evrópulönd-
um undanfarin ár leitt til verðlækkunar
á rafmagni. Verðlækkunin er hins vegar
mun minni en sem nemur vexti framleiðni
í greininni. Verðsveiflur eru meiri en áður
og sums staðar hækkaði rafmagnsverð fyrst
eftir að ríkið seldi rafveiturnar.
Fjármagnskostnaður
Bretar innleiddu samkeppni á rafmagns-
markaði fyrstir Evrópuþjóða. Þar gátu
stórir rafmagnsnotendur valið milli fram-
leiðenda árið 1990, meðalstórir frá 1994 og
heimili frá 1998. Um svipað leyti færðust
orkuver yfir í einkaeigu. Hagfræðing-
arnir Newbery og Pollitt mátu kostnað og
ábata af þessum breytingum. Þeir töldu að
hreinn ávinningur fram til 1996 næmi 5%
af framleiðslukostnaði.1 Þrátt fyrir þetta
hækkaði rafmagnsverð í Bretlandi fyrstu
árin. Það stafaði af því að fjármagnskostn-
aður hækkaði mikið. Pollitt miðar við að
ávöxtunarkrafa hækki úr 5% í 14%, en ann-
ars staðar er talað um að raunávöxtun fjár-
magns hækki úr 5–8% í 15% eða meira.2
Vaxtahækkunin stafar af því að áhætta af
fjárfestingum er innifalin í vöxtum á frjáls-
um markaði en ríkið reiknar með áhættu-
lausum vöxtum í fjárfestingum sínum.
Kostar fjármagn þá minna ef ríkið á
fjárfestinguna en ef hún væri í höndum
einkafyrirtækja? Sumir hagfræðingar hafa
haldið því fram að ríkið þurfi ekki að horfa
til áhættu í rekstri sínum ólíkt öðrum.
Tvenn rök eru færð fyrir þessu. Í fyrsta
lagi jafnist áhætta af einstökum verkefn-
um ríkisins út. Þegar ein fjárfesting fari illa
sé líklegt að vel rætist úr öðrum. Enginn
geti jafnað út áhættu eins vel og ríkið því
að enginn eigi jafnstórt eignasafn. Í öðru
lagi er það talið draga úr áhættu ríkisins
af einstökum fjárfestingum að þær dreifist
á svo margt fólk að áhætta hvers og eins
megi teljast hverfandi. Fjármálafræðingar
hafa á móti bent á að með tiltölulega fáum
eignum megi jafna út áhættu, sem á ann-
að borð sé hægt að jafna út. Það geti hver
sem er gert, fólk og fyrirtæki jafnt sem hið
opinbera. Ríkið geti hins vegar ekki varið
sig gegn kerfisbundinni áhættu fremur en
aðrir. Það er áhætta sem tengd er sveiflum
í hagkerfinu (flestar fjárfestingar gefa lítið
af sér þegar illa árar, en meira á uppgangs-
tímum). Þá hefur verið bent á að áhætta
af opinberum fjárfestingum sé ekki hverf-
andi nema fjárfesting á hvert mannsbarn
sé hverfandi. Það á til dæmis ekki við um
virkjanir hér á landi en meðalfjölskylda
leggur orðið milljónir króna undir í þeim.
Af þessu er dregin sú ályktun að áhætta
Sigurður Jóhannesson
hagfræðingur
Eiga einkafyrirtæki erindi á
rafmangsmarkað?
1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004
75
80
85
90
95
100
Raunverð á rafmagni þar sem samkeppni hefur komist á
Verð til
fyrirtækja í 12
Evrópuríkjum
Verð til heimila í
Evrópu-
sambandinu
Heimild: Euroelectric
Vöxtur í framleiðni vinnuafls á ári í Evrópusambandinu
1979–1990 1990–1995 1995–2001
Allar atvinnugreinar 2,2% 2,3% 1,7%
Rafmagn, gas- og vatnsveitur 2,7% 3,6% 5,7%
Heimild: Euroelectric.