Vísbending


Vísbending - 20.07.2007, Blaðsíða 3

Vísbending - 20.07.2007, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 2 7 t b l 2 0 0 7 3 framhald á bls. 4 Stundum virðist ráðgjafarbransinn vera eins og öldur hafsins sem rísa og falla inn að ströndinni. Nýjar hugmyndir eru kynntar eins og þær séu lausnir við öll- um vandamálum fyrirtækja. Það líður hins vegar ekki á löngu þar til að enn betri hugmyndir eru kynntar til sögunnar og þá er eins og fyrri bylgjan hafi fjarað út. Þetta getur verið ruglingslegt fyrir stjórnendur fyrirtækja en á hinn bóginn lýsir þetta lifandi atvinnugrein sem þrífst á nýsköpun. Þessi hugmyndaauðgi í ráðgjafarbransanum hefur einnig að vissu leyti leitt þróun viðskiptafræðanna þegar oft hefur skort akademískt frumkvæði. Á hinn bóginn eru ráðgjafar sekir um að blása upp hugmyndir sínar sem óhrekjan- leg vísindi þegar mjög skortir á vísindaleg vinnubrögð. Það segir kannski sína sögu að upphafið á ráðgjafarbransanum er yfirleitt rekið til bókar sem ber nafnið Grundvallaratriði vísindalegrar stjórnunar. Sú bók einkenndi fyrstu meginbylgju ráðgjafarbransans af þremur. Fyrsta bylgjan Nokkrar aðferðir hafa verið prófaðar til að skoða þróun ráðgjafarþjónustunnar. Ein aðferð er að skoða megináherslur ráðgjaf- arfyrirtækja í sögulegu samhengi. Fyrstu ráðgjafarfyrirtækin og upphafið á ráðgjafar- bransanum má rekja til Fredericks W. Tayl- ors og hugmynda hans um vísindalega stjórnun. Bók hans, Grundvallaratriði vísindalegrar stjórnunar, kom út árið 1911 og hann var einn þeirra fyrstu sem fékk þóknun fyrir ráðgjöf sína og uppsetningu þess kerfis sem hann hafði þróað. Taylor er þess vegna oft kallaður „afi“ ráðgjaf- arbransans. Hann var einnig góður í að markaðssetja sig eins og ráðgjafar samtím- ans en fleygyrði hans um „working smart- er“ í staðinn fyrir „working harder“ er jafnviðeigandi nú og það var fyrir hundr- að árum. Áhersla Taylors var að einfalda og auðvelda vinnu fólks. Framlag hans og tilgangur hefur hins vegar verið mis- túlkaður og úthúðaður sem eitthvað sem var gert á hlut vinnulýðsins sem er fjarri lagi þar sem hugmyndir hans snerust um að bæta vinnuaðstöðu verkamanna og samskiptin við yfirmenn.1 Harrington Emerson stofnaði ráðgjafar- fyrirtæki árið 1899 og var með svipaðar hugmyndir og Taylor. Hann hafði opn- að útibú í fimm borgum í Bandaríkjun- um þegar leið á annan áratug tuttugustu aldarinnar. Franski innflytjandinn Charles E. Bedaux er einn sá þekktasti af þess- um fyrstu ráðgjöfum sem voru kallaðir „sérfræðingar í framleiðni“ en honum tókst að byggja upp fyrirtæki á árunum 1918–1931 með yfir 200 ráðgjöfum og hafði aðsetur í tíu borgum í Bandaríkjun- um. Bedaux opnaði útibú í London árið 1926 og er eiginlega upphafsmaður ráðgjaf- arbransans í Bretlandi þar sem margir starfsmenn hans opnuðu sín eigin ráð- gjafarfyrirtæki og útvíkkuðu þannig atvinnugeirann. Fyrirtæki Bedaux, sem hét Associated Industrial Consultants á þessum tíma, og þrjú önnur ráðgjafarfyr- irtæki réðu um ¾ af ráðgjafarmarkaðinum frá þriðja og fram á sjötta áratuginn. Þau voru einnig kölluð „Big Four“ í bransan- um. Upp úr fimmta og sjötta áratugnum fóru þessi ráðgjafarfyrirtæki, sem einbeittu sér að framleiðni verkalýðsins, smám sam- an að missa markaðshlutdeild og voru loks sameinuð og yfirtekin af öðrum fyr- irtækjum. Einungis Personal Administrat- ion lifir enn sem PA Consulting Group með fleiri en þrjú þúsund ráðgjafa en legg- ur nú að mestu áherslu á upplýsingatækni og umbreytingastjórnun. Vísindastjórn- un í anda Taylors dó þar af leiðandi út sem megináhersla ráðgjafarfyrirtækja á sjötta áratugnum. Það þýðir þó ekki að hugmyndafræðin lifi ekki að einhverju leyti. Hörður Sigurgestsson, fyrrverandi for- stjóri Eimskipa, talaði mikið í anda þess- arar hugmyndafræði þar sem að „opti- mera“ og „framleiðni“ skipta höfuðmáli (Vísbending, 51. tbl., 2005). Í viðtali við Sjónvarpið fyrir fáeinum misserum voru bræðurnir í Bakkavör, Ágúst og Lýður Guðmundssynir, spurðir um framleiðslu þeirra á tilbúnum réttum í Bretlandi og var lokaspurningin hver væri uppáhalds- réttur þeirra. Lýður „missti“ þá út úr sér að það væri sá með bestu framlegðina. Hugmyndafræði þeirra til grundvallar upp kaupa hefur margar tilvísanir til hugtaka vísindastjórnunarinnar (Vísbending, 51. tbl., 2005). Með öðrum orðum hafði þessi fyrsta bylgja ráðgjafarbransans mikil og víðtæk áhrif á stjórnun og stefnu fyrirtækja, áhrif sem eru mikilvæg enn í dag. Önnur bylgjan Upp úr þriðja áratugnum fór ný tegund af ráðgjafarfyrirtækjum að skjóta rót- um. Upphafið er að miklu leyti tengt árangursríkum skipulagsbreytingum sem voru gerðar í nokkrum stórfyrirtækjum eins og General Motors og DuPont á þess- um tíma. Þetta var deildaskipulagið þar sem hver viðskiptaeining fékk sjálfstæði og svaraði einungis til höfuðstöðvanna. Þetta var mun „flatara“ kerfi en áður hafði þekkst hvað varðar völd og áhrif, þ.e. valddreifingin var meiri. Ný kynslóð ráðgjafa urðu boðberar fagnaðarerindisins. Big Four með Bedaux og verkfræðingana í fararbroddi sáu ekki tækifærið en ýmiskonar þjónustufyrirtæki eins og Arthur D. Little, upphaflega rannsóknarstofa í efnaiðnaði, og Booz Allen & Hamilton, upphaflega fyrirtæki sem gerði spurningakannanir fyrir önnur fyrirtæki, gripu það glóðvolgt. Áhersl- an var ekki einungis skipulagsheild fyr- irtækja heldur snerist hún fljótlega um stefnumótun fyrirtækja. Fyrirtækið sem stóð að miklu leyti á bak við þá byltingu í ráðgjafarbransanum var McKinsey & Company. Fyrirtækið var stofnað árið 1926 og lagði áherslu á áætlanagerð. McKinsey yfirgaf fyrirtækið árið 1935 og þá var því skipt upp í tvennt. Marvin Bower, lögfræðingur frá Harvard, keypti nafnið en hinn hlutinn fékk nýtt nafn, A. T. Kearney. Bower og félagar í Mc- Kinsey & Co. bjuggu til fyrsta fyrirtækið sem lagði eingöngu áherslu á stjórnunar- ráðgjöf. Fyrirtækið óx tiltölulega hratt á fimmta og sjötta áratuginum en það var ekki fyrr en á sjöunda áratugnum sem það var orðið stærra og áhrifameira en frumkvöðlarnir í Arthur D. Little og Booz, Allen & Hamilton. Á sjöunda og áttunda áratuginum gerðist það sama og gerðist í fyrstu bylgjunni að fyrrverandi starfsmenn frumkvöðlafyrirtækjanna stofnuðu sín eigin ráðgjafarfyrirtæki en Bruce Hend- erson stofnaði Boston Consulting Group árið 1963 og William Bain stofnaði Bain & Co. árið 1973. Þessi fyrirtæki byggðu starfsemi sína að einhverju leyti á hug- myndafræði og kenningum um stjórnun og stefnumótun en mörg þessara fyr- irtæki byggðu vinnu sína á einföldum módelum sem voru miklu leyti mótuð in- nan fyrirtækjanna. BCG Matrixan er eitt þekktast slíkra módela. Michael Porter og módelsmíði hans var svo eins og guðs- gjöf fyrir ráðgjafarbransann á áttunda og níunda áratuginum þar sem áherslan var fyrst og fremst á stefnumótun sem staðsetningu í samkeppni. Ráðgjafarbylgjur

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.