Vísbending - 21.09.2007, Page 1
linganna vegna þess hve ójafnt tekjurnar
skiptast. Hlutfall bóta Tryggingastofnunar
er milli tvö og fjögur prósent af tekjum
aldurshópsins allt fram undir ellilífeyrisár.
Þær bætur fá fyrst og fremst öryrkjar.
Launatekjur eru um þriðjungur tekna
um sjötugt en upp úr því hverfa þær nær
alveg. Skýringarinnar er að leita í tvennu.
Annars vegar hætta menn að vinna vegna
þess að reglur segja til um það og starfs
21. september 2007
36. tölublað
25. árgangur
ISSN 10218483
1 2 4Tekjur manna skiptast mjög ójafnt eftir aldri.
Greiðslur úr lífeyris
sjóðum verða sífellt
stærri hluti af tekjum.
Ferðaþjónusta hefur átt
í miklum erfiðleikum
hérlendis í mörg ár.
Nú eru horfur betri í
greininni.
Viðskiptaráðið varð
90 ára nýlega. Það hélt
upp á afmælið með því
að gefa stjórnvöldum
90 heilræði.
Reykjavíkurborg er að
ná sér úr risarækju
ævintýrum Rlistans.
Menn geta enn lagað
kúrsinn á þeim bæ.
3
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál
Hvernig breytast tekjur fólks með aldri?
V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 7 1
Eitt af því sem skiptir hvað mestu máli í þjóðfélaginu er að tekjur séu tryggðar til elliára. Á undanförnum
árum hefur mikið verið rætt um það hvern
ig lífeyrismálum sé best fyrir komið. Kem
ur þar tvennt til. Annars vegar eru lífslíkur
sífellt að batna og hins vegar hefur örorka
stóraukist. Hvort tveggja eykur lífeyrisbyrð
ina. Árið 1970 var tekin sú stefnumarkandi
ákvörðun af aðilum vinnumarkaðarins
að stofnaðir yrðu lífeyrissjóðir fyrir alla
landsmenn. Hugmyndin var sú að menn
spöruðu á starfsævinni og ættu þá hæfilega
mikið til elliáranna. Miðað við ævilengd
manna á þeim tíma var talið eðlilegt að
menn greiddu 10% af launum sínum í líf
eyrissjóð. Þess var vænst að kerfið myndi
að mestu hafa tekið við af lífeyriskerfi al
mannatrygginga um aldamótin. Af ýmsum
ástæðum voru bernskuskref lífeyrisjóðanna
erfið. Á síðustu árum hafa lífeyrissjóðir ver
ið sameinaðir og hagkvæmni í rekstri þeirra
hefur verið aukin. Enn eru þó 15 til 20 ár
í það að hægt verði að tala um að sjóðirnir
skili félögum sínum almennt þeim lífeyri
sem að var stefnt í upphafi. Í þessari grein
er skoðað hvernig ævitekjur manna breyt
ast. Athygli vekur hve stórt hlutverk fjár
munatekjur leika í ævitekjum fólks en þess
ber þó að geta að þær skiptast mjög ójafnt
milli manna, eins og komið hefur fram í
fyrri greinum í Vísbendingu.
Launin skipta mestu
Á mynd 1 sést hlutfallsleg skipting tekna eft
ir aldri. Þar kemur fram að hjá ungu fólki
eru laun 90% tekna. Nokkrir fá tekjur frá
Tryggingastofnun en fleiri eru þó atvinnu
lausir (fjólublár litur) og njóta greiðslna úr
atvinnuleysistryggingum. Fjármagnstekjur
eru hlutfallslega litlar hjá þessum hópi. Þær
aukast svo smám saman með aldri og eru
komnar upp í um 30% að meðaltali af tekj
um fólks um sextugt. Af þessu er þó ekki
hægt að draga ályktanir um tekjur einstak
Framhald á bls. 4
Mynd 1. Hlutfallsleg skipting tekna eftir aldri.
Heimild: Ríkisskattstjóri, útreikningar Vísbendingar.
Mynd 2. Mánaðartekjur eftir aldri.
Heimild: Ríkisskattstjóri, útreikningar Vísbendingar.