Vísbending - 21.09.2007, Page 3
Þann 17. september síðastliðinn voru 90 ár liðin frá stofnun Viðskiptaráðs Íslands. Í tilefni dagsins
voru gefnar út 90 tillögur að bættu sam
keppnisumhverfi Íslands, ein fyrir hvert
starfsár ráðsins. Tillögunum mætti lýsa
sem stefnuskrá ráðsins en þær eiga það
allar sammerkt að miða að betra og hag
felldara viðskipta og efnahagsumhverfi
fyrir fyrirtæki sem og einstaklinga. Höfuð
markmið þeirra er að ýta undir umræðu
í tengslum við brýn málefni er varða
samkeppnishæfni Íslands. Tillögunum er
beint til stjórnvalda með það fyrir augum
að auka einfaldleika, skilvirkni og réttlæti
á öllum sviðum hagkerfisins. Þannig má
efla lífsgæði, öllum til heilla.
Það er ljóst að tillögurnar eru bæði
margar 90 að tölu og þar að auki eru
ýmsar þeirra fjölþættar og krefjast um
fangsmikillar umfjöllunar. Viðskiptaráð
mun því gera hugmyndunum nánari skil
á næstu vikum og mánuðum.
Umfang hugmyndanna kemur þó ekki
í veg fyrir að hægt sé að gefa greinargott
yfirlit yfir inntak þeirra. Til einföldunar
var tillögunum skipt í eftirfarandi níu
málaflokka:
Stefna og langtímamarkmið
Fyrst er hugað að stefnu og langtíma
markmiðum. Það kannast margir við orð
kattarins í Lísu í Undralandi: Ef ekki er
vitað hvert fara skal, þá gildir einu hvaða
leið er valin. Þetta heilræði á jafnt við um
einstaklinga, fyrirtæki og lönd. Viðskipta
ráð leggur því til að stjórnvöld móti og
kynni skýra framtíðarstefnu og byggi all
ar ákvarðanir á grundvelli hennar. Ísland
hefur alla burði til að verða samkeppnis
hæfasta hagkerfi heims en til að svo megi
verða er nauðsynlegt að styrkja allar stoðir
hagkerfisins. Það er höfuðatriði að einka
aðilum verði treyst fyrir sem flestum verk
efnum enda er meginverkefni stjórnvalda
fólgið í því að tryggja frjósaman jarðveg
sem gefur atvinnulífi og einstaklingum
tækifæri til að blómstra.
Stjórnsýsla
Eftir höfðinu dansa limirnir, segir gam
alt íslenskt orðatiltæki. Það er því mik
ilvægt að æðstu ráðamenn þjóðarinnar
V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 7 3
sýni gott fordæmi um ráðdeild og kostn
aðarvitund. Viðskiptaráð leggur til aukna
áherslu á skilvirkni í stjórnsýslu og að leit
að verði leiða til hagræðingar í opinber
um rekstri. Til að mynda ætti að fækka
ráðuneytum og öðrum opinberum stofn
unum til muna, huga að skilvirkara starfs
fyrirkomulagi Alþingis og endurskoða
kosningafyrirkomulag.
Skattaumhverfi
Skattamál hafa löngum verið Viðskipta
ráði hugleikin og ráðið hefur ávallt mælt
fyrir lækkun skatta og einföldu og gagn
sæju skattaumhverfi. Reynsla síðustu ára
sýnir að þau skref sem stigin hafa verið
til skattalækkunar hafa verið til heilla en
margt bendir til að þau séu ekki fullnýtt.
Því er lagt til að komið verði á flötu skatt
kerfi sem felur í sér lækkun skatta og af
nám hliðarskatta. Þannig má búa til skil
virkt og aðlaðandi skattaumhverfi sem
leggur grunninn að samkeppnisforskoti
Íslands á alþjóðavísu.
Fjármál hins opinbera
Fjármál hins opinbera hafa verið með
ágætum síðustu ár og getur sterk staða rík
issjóðs reynst beitt vopn í baráttu gegn nei
kvæðri umræðu um fjármálastöðu Íslands.
Það er því mikilvægt að haldið verði
áfram að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Til að svo megi verða er nauðsynlegt að
halda vexti ríkisútgjalda í skefjum og ná
fram því markmiði að heildarútgjöld hins
opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu
dragist saman. Á sama tíma myndu stjórn
völd stuðla að auknu jafnvægi og styðja
þannig verkefni Seðlabankans við jöfnun
hagsveiflna.
Vinnumarkaður
og lífeyrismál
Þróun vinnumarkaðar og lífeyrismála hef
ur verið með ágætum undanfarin ár. Það
eru forréttindi að búa við það ástand að
helsta vandamál á vinnumarkaði sé skort
ur á starfsfólki. Það eru að sama skapi
forréttindi að hér sé lífeyrissjóðakerfi
Finnur Oddsson
framkvæmdastjóri
Viðskiptaráðs
með uppsafnaðar eignir sem nema nærri
140% af landsframleiðslu Íslands. Þetta
megum við þakka sveigjanlegum vinnu
markaði með einföldu reglukerfi og vel
uppbyggðu lífeyrissjóðakerfi. Á þeim
grunni er mikilvægt að byggja frekari
framfarir, svo sem aukið samningsfrelsi
og frekari samræmingu á réttindum og
skyldum á vinnumarkaði.
Viðskiptaumhverfi
og fjármálaþjónusta
Frjálsræði hefur verið lykilhugtak í um
breytingu íslensks viðskipta og fjár
málaumhverfis. Aukið frelsi á fjármála
mörkuðum hefur leyst úr læðingi krafta
sem hafa gerbylt íslensku samfélagi. Á
skömmum tíma hefur fjármálaþjónusta
vaxið í það að vera ein af höfuðatvinnu
greinum þjóðarinnar. Íslensk fyrirtæki
hafa sótt út fyrir landsteinana og nú er svo
komið að hagkerfið er orðið verulega sam
tvinnað alþjóðamörkuðum. Nauðsynlegt
er að styðja þessa þróun með enn frekari
sveigjanleika, t.d. með aukinni skilvirkni
opinberra þjónustustofnana og frelsi fyr
irtækja til að færa uppgjör og skrá hluta
bréf í erlendri mynt án opinberra afskipta.
Þannig skapa stjórnvöld hagfelld skilyrði
fyrir íslensk fyrirtæki og auka líkur á að
erlend fyrirtæki sæki hingað í auknum
mæli.
Mennta- og heilbrigðismál
Ein af megináherslum í starfi Viðskiptaráðs
hefur verið á menntamál, enda er fátt til
meiri hagsbóta fyrir viðskiptalíf en öflugt,
vel menntað starfsfólk. Einkaframkvæmd
hefur nú þegar sannað gildi sitt á því sviði
og því er lagt til að það fyrirkomulag verði
nýtt í auknum mæli á öllum skólastigum,
auk þess sem leggja verður meiri áherslu
á uppbyggingu alþjóðlegs náms í takt við
þarfir atvinnulífsins. Það sama á við um
heilbrigðissvið, þar sem kraftar einkaað
ila eru mjög vannýttir. Hvort þjónusta er
fjármögnuð með skattfé eða einkavædd að
fullu er val en mikilvægt er að skoðana
ágreiningur um hlutverk hins opinbera
komi ekki í veg fyrir þann ávinning sem
hlotist getur af einkarekstri.
Atvinnumál
Á undanförnum árum hefur nýjum stoðum
verið skotið undir íslenskt atvinnulíf. Auk
ið frjálsræði hefur rutt braut framfara en
þó hafa vissar atvinnugreinar setið eftir og
einkennast enn af höftum, takmörkunum
og ríkisafskiptum. Það er mikilvægt að gera
Framhald á bls.4
90 skref í rétta átt