Vísbending - 21.09.2007, Side 4
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson
Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík.
Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646.
Netfang: visbending@talnakonnun.is.
Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans.
Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök.
Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita
án leyfis útgefanda.
Aðrir sálmar
4 V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 7
Það er annað andrúmsloft í Reykjavíkurborg en var fyrir rúmu ári meðan
Reykjavíkurlistinn réð ríkjum. Ferskir
vindar hafa blásið og var ekki vanþörf
á að hreinsa út í rykföllnum skúma
skotum. Arfleifð Alfreðs Þorsteinssonar
endurspeglast í fréttum af risarækjueldi
Orkuveitunnar en sú gamansaga hans
kostaði borgarbúa a.m.k. 100 milljón
ir. Ekki voru ekki öll ævintýri Rlist
ans svona áberandi vitlaus en með um
frameyðslu á öllum sviðum tókst honum
að skilja eftir tugi milljarða í skuldum
en borgin var nær skuldlaus þegar hann
tók við stjórn hennar. Það var gleðiefni
þegar borgin seldi hlut sinn í Landsvirkj
un. Því miður var ekki öðrum kaupanda
til að dreifa en ríkinu en ekki verður
sakast við borgarstjórnarmeirihlutann í
því efni. Með sölunni var skuldum upp
á hátt á þriðja tug milljarða létt af borg
arbúum. Þetta var góð byrjun. Breyting
á Orkuveitunni í hlutafélag er gleðitíð
indi. Nauðsynlegt er að breyta fyrirtæk
inu með þeim hætti til þess að hægt sé
að selja það en þetta hlýtur að vera fyrsta
skref til einkavæðingar. Það eiga menn
að segja kinnroðalaust.
Á einu sviði hefur frjálshyggjumönn
unum í borginni, Gísla Marteini og Vil
hjálmi, þó fatast flugið. Reykjavíkurborg
hóf nýlega að auglýsa endurvinnslutunn
ur undir pappírsúrgang fyrir einstak
linga, fyrirtæki og húsfélög. Borgin vill
vera til fyrirmyndar í umhverfismálum
og ekki er vanþörf á því að eitt af því
sem mestan svip setti á borgina eftir tólf
ára valdatíð Rlistans var að borgin var í
rusli, bæði í bókstaflegri og óeiginlegri
merkingu. Hér var þó engin þörf á að
blá hönd hins opinbera kæmi að málum
því að einkafyrirtæki bjóða upp á slíka
þjónustu nú þegar. Í stað þess að bjóða
upp á bláar tunnur borgarinnar fyrir
sorp hefði verið nær að bjóða þjónustuna
út. Grunsemdir vakna um að borgarfull
trúarnir hafi verið að finna ný verkefni
fyrir sorphreinsun Reykjavíkurborgar.
Það er spor inn í fortíð Rlistans. Borgin
þarf ekki lengur að búa til störf til þess
að einkavinir og framsóknarmenn hafi
eitthvað við að vera. bj
Blátt rusl
elin í Reykjavík eru með 90% nýtingu í
júlí 2007 en 93% nýtingu í sama mán
uði í fyrra. Tekjur þriggja stjörnu hótela í
Reykjavík af gistingu hafa aukist um 20%
en fjögurra stjörnu hótela um 8%.
Þessar tölur benda til þess að ferða
menn leiti í talsverðum mæli að ódýrri
gistingu. Þó verður að geta þess að nýting
arhlutfallið er mjög hátt miðað við það að
framboð á hótelherbergjum hefur aukist
mikið að undanförnu.
Íslendingar eyða
miklu erlendis
Í þessu sambandi er fróðlegt að horfa á það
framhald af bls. 3
bragarbót þar á ætlum við Íslandi í fremstu
röð. Það er ekki ástæða til að verja einstakar
atvinnugreinar með sértækum aðgerðum,
heldur ættu Íslendingar að einbeita sér að
greinum þar sem við getum skapað okkur
alþjóðlegt samkeppnisforskot.
Ríkisrekstur í lágmarki
Stóran hluta velgengni Íslands á síðustu
árum má rekja til aukinnar þátttöku einka
aðila á mörgum sviðum. Hvort sem um
ræðir fjármálafyrirtæki, samgöngumann
virki, menntastofnanir eða fjarskiptaþjón
ustu er árangurinn ótvíræður. Hlutverk
ríkisins er fyrst og fremst að stuðla að
heilbrigðu atvinnulífi þar sem samkeppni
og markaðslögmál fá þrifist. Í ljósi þess
ætti það að vera skýr stefna ríkisins að
taka ekki þátt í samkeppni við einkaaðila
á neinum markaði. Með því að halda rík
isrekstri í lágmarki er dregið úr umfangi
hins opinbera, sem skapar einkaaðilum
svigrúm og tækifæri til að blómstra.
Niðurlag
Eins og sjá má kennir ýmissa grasa í tillög
um Viðskiptaráðs. Í mörgum kveður við
kunnuglegan tón, eins og þeim sem lúta
að því að halda ríkisrekstri í lágmarki eða
að einfalda skattaumhverfið. Sumar eru þó
nýrri af nálinni og helgast af þeim breyting
um sem átt hafa sér stað í íslensku samfé
lagi á undanförnum árum. Það er von okk
ar að þær tillögur sem Viðskiptaráð hefur
gefið út verði stjórnvöldum hvatning til
dáða við uppbyggingu á samkeppnishæfni
Íslands. Það er lykilatriði að Íslendingar
haldi áfram á framfarabraut síðustu ára
og Viðskiptaráð mun tvímælalaust leggja
lóð sín á vogarskálarnar og halda áfram að
ryðja þá leið með starfi sínu.
framhald af bls. 2
hve miklu Íslendingar eyða í ferðalög er
lendis. Á mynd 2 sjást sambærilegar breyt
ingar og á mynd 1. Þar eru hreyfingarnar
þó með öðrum hætti. Líklega segir þessi
mynd talsverða sögu um það hvernig Ís
lendingar upplifa breytingar á lífskjörum.
Á árunum 19921996 urðu litlar breyting
ar. Þá tók við langt vaxtarskeið þangað til
krónan veiktist mjög mikið, eins og áður
er vikið að. Árin 20022004 dró úr ferða
gleði manna en síðan þá hefur eyðsla í
ferðalög aukist stöðugt. Aukningin hefur
reyndar ekki verið eins hröð að undan
förnu enda er mjög erfitt að viðhalda 20%
vexti á þessu sviði ár eftir ár.
framhald af bls. 1
þrek minnkar. Á hinn bóginn vegur það
þungt að reglur um lífeyrisgreiðslur frá
Tryggingastofnun hafa dregið mjög úr
hvata manna til þess að afla sér launa
tekna.
Hversu miklar
eru tekjurnar?
Á mynd 2 sjást raunverulegar mánaðartekj
ur eftir aldri. Þar kemur í ljós að launatekj
ur eru liðlega 250 þúsund krónur að með
altali fram undir ellilífeyrisár. Eftir það
verða þær hverfandi litlar og tekjur ellilíf
eyrisþega skiptast sem næst í þrjá jafna
hluta milli greiðslna úr lífeyrissjóði, bóta
frá Tryggingastofnun og fjármagnstekna.
Heildartekjur þessa hóps eru að meðaltali
á milli 150 og 200 þúsund krónur.
Athygli vekur að fjármagnstekjur eru
yfir 50 þúsund krónur á mánuði að með
altali allt frá 40 ára aldri. Þær fara yfir
100 þúsund krónur um sextugt en enn og
aftur þarf að leggja áherslu á ójafna skipt
ingu þeirra. Mjög margir fá litlar sem eng
ar fjármagnstekjur og þurfa þvert á móti
að greiða mikla vexti af skuldum.
Tekjur úr lífeyrissjóðum eru meiri hjá
þeim ellilífeyrisþegum sem yngri eru en
hjá hinum. Þetta er í samræmi við það
sem áður er sagt að lífeyrissjóðirnir séu
sífellt að eflast. Miðað við þá launakúrfu
sem sýnd er ættu meðaltekjur úr lífeyris
sjóðum að ná upp í um 150 þúsund krón
ur á mánuði eftir 15 til 20 ár. Það eru um
60% launa. Ekki er rétt að gera ráð fyrir
því að bætur frá ríkinu hækki því að þá
verður því markmiði sem sett var við stofn
un lífeyrissjóðanna náð að mestu.