Vísbending


Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.06.2008, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 1 . t b l . 2 0 0 8 á að halda, starfa ekki áfram og hætta að taka fjármagn frá hagkvæmari kostum. Slík fyrirtæki kosta þjóðina meiri verð- mæti en Þau skapa. Landbúnaðurinn Hætta á öllum stuðningi við land- búnaðinn um leið og innflutningur landbúnaðarvara er gefin frjáls. Land- búnaðurinn á að geta staðið undir sér sjálfur ef neytendur telja í raun og veru að hann sé jafngóður og sagt er á tylli- dögum.. Reynslan erlendis frá sýnir líka að stuðningur hins opinbera lendir að miklu leyti í höndum á stórfyrirtækjum og stórbúum en hjálpar fátækum bænd- um lítið. Ekki er ástæða til að ætla að þessu sé öðruvísi háttað á Íslandi. Íslenskar landbúnaðarvörur gætu hækkað í verði, en líklegt er að bændur þyrftu að hagræða eitthvað svo ekki er víst að hækkunin sé mikil. Neytendur fá meira í sínar hendur en hækkuninni nemur, annað hvort í formi skattalækkana eða aukinnar samneyslu á öðrum sviðum eins og á sviði menntunar eða heilbrigðis- þjónustu. Hægt yrði að kaupa margar er- lendar vörur á lægra verði en þær íslensku og kaupmáttur ykist. Neytendur hefðu val um hvaða landbúnaðarvörur þeir keyptu og stærð landbúnaðar á Íslandi myndi ráðast á frjálsum markaði. Burt með tollana Einnig er hægt að fara þá leið að lækka skatta svo ríki og sveitarfélög geti ekki eytt jafn miklu. Vísbending hefur áður bent á kosti þess að hafa flatan skatt þar sem launþegar og eigendur fyrirtækja borga það sama hlutfall af öllum launatekjum í skatt. Tolla og vörugjöld má fella niður með öllu. Þannig yrðu sömu álögur frá hinu opinbera á íslenskar og erlendar vörur. Þá fyrst yrði úr því skorið hvort íslensk framleiðsla sé samkeppnishæf við erlenda. Vissulega getur þetta þýtt tí- mabundin vandamál fyrir sum íslensk fyrirtæki, en á meðan ekkert er að gert er líklegt að landsmenn fari á mis við mikla verðmætasköpun. framhald af bls. 1 Mynd 2: Tekjur og gjöld hins opinbera sem hlutfall af VLF 1980-2007 Í útgjöldum hins opinbera felast samneysla, fjárfestingar, vaxtatekjur/-kostnaður og tekjutilfærslur. Heimild: Hagstofa Íslands Jafnvel þeir sem eru hlynntir lítilli ríkis-stjórn, frjálsum viðskiptum og einka- væðingu eru mjög ósammála um hvaða fyr- ir-tæki og stofnanir séu betur komin í hön- dum frjáls markaðar. Fáum hefur þó látið detta sér í hug að einkavæða sveitarfélögin. Þótt að flestum þyki það kannski fráleit hug- mynd að einkavæða sveitafélög er gaman að leika sér með hugmyndina og velta fyrir sér hugsanlegum afleiðingum. Í fyrstu mætti gefa útsvarið alveg frjálst en nú er ákveðið há- og lágmarksútsvar. Þannig gætu sveitafélögin reynt að laða til sín íbúa með sköttum, jafnt sem og með þjónustu. Í framhaldinu væri svo hægt að einkavæða sveitafélögin alveg. Það mætti gera með hefðbundnu uppboði þar sem hæstbjóðandi vinnur. Eignarhald sveitafélaganna gæti verið í höndunum á einstaklingum eða á hópum. Sum gætu farið opinberan markað þar sem hlutar í því sættu kaupum og sölum á hlutabréfa- markaði. Sá sem ætti sveitafélag myndi svo reyna að ákveða útsvar þannig að hámarki hagnaðinn. Eins og með hverja annað fyrir- tæki er ekki nóg að stjórna verði þannig að sem flestir kaupi vöru fyrirtækisins, heldur þurfa gæðin einnig að þannig að fyrirtækið sé samkeppnishæft. Þannig reyna sveitafélög að útvega sem mest af þjónustu með sem minnstum tilkostnaði. Sumir sveitafélögin gætu farið þá leið að veita sem fjölbreyttasta þjónustu fyrir sem minnstan pening og önnur geta einbeitt sér meira að sérhæfingu og höfða meira til ákveðins markhóps. Sumir eigend- ur gætu jafnvel haft reglulegar kosning- ar til þess að höfða til fólks. Eins og önn ur fyrirtæki þurfa sveitafélögin að halda uppi góðum samskiptum við kúnnann og sjá til þess að hann viti hvað hann er að fá fyrir peningana til að halda honum ánægðum. Sum sveitafélögin gætu svo verið með tilboð eins og tímabundinn afslátt á útsvari, gegn skuldbindingatíma. Sveit- afélögin yrðu fullkomlega óháð ríkistjórn- inni, en gæti þó samið við hana vilji er fyrir hendi hjá báðum aðilum. Ef óánægju fer að gæta meðal íbúa gætu þeir flutt af svæðinu. Þá fer hagnaður að minnka og það verður hagkvæmt fyrir aðra aðila að kaupa upp sveitarfélögin ódýrt, snúa þróun- inni við með því að fara meira eftir vilja neytenda og auka hagnað sveitafélaganna. Margir óvissuþættir koma inn í mynd- ina og ekki er víst að allt færi á þann veg og lýst er hér að framan. Sveitarfélögin gætu safnast saman á hendur fárra sem væru þá komnir í einokunarstöðu. Mikill kostnaður fylgir því að flytja og framboð húsnæðis í hverju sveitarfélagi er ósveigjanlegt til skemmri tíma. Allt veldur þetta því að eig- endur sveitafélaga geta haft útsvar hærra eða gæði þjónustu lægri en ella. Gera má ráð fyrir að einhver jákvæð ytri áhrif hljótist af sveitarfélögum og geri það að verkum að ábati samfélagsins í heild sé meiri en greiðslu- vilji þeirra sem hljóta þjónustuna. Þetta gera það að verkum að sveitafélögin væru ekki tilbúin til þess að veita jafn mikla þjónustu og væri þjóðhagslega best á kosið. Það má benda á að þetta er ekki ný hug- mynd. Í gamla daga voru til lénsherrar sem áttu sitt lén. Þeir voru auðvitað misjafnir og ræktu sitt hlutverk misvel. Líklega hafa þeir bestu stjórnað léni sínu betur en flestar sveit- arstjórnir gera nú. Vandinn var slæmu léns- herrarnir sem ekki réðu við sitt hlutverk. Einkavæðing Sveitafélagana Tekjur á verðlagi 2006 Gjöld á verðlagi 2006

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.