Vísbending


Vísbending - 14.11.2008, Síða 1

Vísbending - 14.11.2008, Síða 1
14. nóvember 2008 43. tölublað 26. árgangur ISSN 1021-8483 1 4Endurreisn atvinnu-lífsins bíður. Hverjir koma að því verkefni? Er Ísland aðeins fyrsti dómínó-kubburinn sem fellur í nýrri heimskreppu? Í stað þess að gera fólk og fyrirtæki gjaldþrota eiga bankarnir að breyta lánum í eignarhlut. Ef ekkert verður að gert blasir við stöðvun atvinnulífsins. Stjórnvöld hafa lítinn tíma. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 4 3 . t b l . 2 0 0 8 1 Íslensk fyrirtæki hafa ekki staðið jafnilla og nú í áratugi. Skýringarnar eru tvær; mikil skuldsetning og getulaust bankakerfi. Í mörgum tilvikum er alls ekki hægt að kenna fyrirtækjunum sjálfum um þessa erfiðu stöðu. Stór hluti skuldanna er til kominn vegna þess að gengi krónunnar hefur hrapað langt umfram það sem nokkur gat séð fyrir. Hrun bankakerfisins og alvarlegum afleiðingum þess má helst líkja við náttúruhamfarir. Þó er margt jákvætt í þjóðfélaginu. Hér standa enn allir innviðir, byggingar, vegir, fjarskiptakerfi, skólar og heilbrigðiskerfi. Þjóðin er vel menntuð og hér eru fjölmargir einstaklingar með mikla reynslu. Uppbyggingar er þörf en hún þarf ekki að byrja frá grunni. Satt að segja eru hér kjöraðstæður til að byggja upp gott framtíðarland. Það vantar fé Eftir að ódýrt fjármagn flæddi um heims- byggðina undanfarin ár eru það mikil viðbrigði að nú ríki nær algjör stöðnun og lítið fé að fá. Erlendir aðilar hafa viljað lána Íslendingum og jafnvel ávaxta fé sitt í svonefndum jöklabréfum, en fáir hafa haft áhuga á því að festa fé í atvinnurekstri hér á landi. Undantekningin er stóriðja, en útlendingar hafa helst ekki viljað kaupa hluti í bönkum eða þjónustufyrirtækjum. Skýringin er örugglega öðru fremur sú að erlendir fjárfestar treystu ekki grundvellinum undir efnahagskerfinu, þ.e. krónunni. Það hefur komið á daginn að sú vantrú var á rökum reist. Nú er raungengi krónunnar um 60, m.v. meðalraungengi 98 undanfarin áratug. Á sama tíma fellur verð fasteigna og fyrirtækja í íslenskum krónum. Þess vegna ætti við eðlilegar aðstæður að vera kjörið tækifæri fyrir útlendinga að kaupa hlutabréf eða fyrirtæki í heild einmitt núna. Samt er ólíklegt að það gerist í bráð. Fyrir því eru þrjár ástæður: Erfiðar aðstæður Endurreisn atvinnulífsins þeir hyrfu nú frá fjárfestingum í rekstri fyrirtækja. Án fjárfestingar verða engin fyrirtæki til. Geta nýju bankanna til þess að lána er takmörkuð í bili. Þessa dagana fá þeir að vísu fjármagn úr lífeyrissjóðum sem leggja stóran hluta af iðgjöldum á bankareikninga vegna þeirrar óvissu sem ríkir í efnahagslífinu. Það getur þó ekki verið nema tímabundið. Vandinn er hins vegar sá að mjög fá íslensk fyrirtæki eru nú skráð á hlutabréfabréfamarkaði. Fjárfestingar lífeyrissjóðanna hafa takmarkast við slík fyrirtæki. Eðlilegt er að nú hefjist ný uppbygging á hlutabréfamarkaðinum. Fyrirtæki sem hefðu þegar farið í gegnum breytingu bankanna á skuldum yfir í hlutafé myndu í kjölfarið huga að skráningu á markaði. 2 Uppbyggingar er þörf en hún þarf ekki að byrja frá grunni. Satt að segja eru hér kjöraðstæður til að byggja upp. og óvissa erlendis, mikil vantrú á íslensku efnahagskerfi við núverandi aðstæður og óvissa um stöðu Íslands í framtíðinni. Aðkoma bankanna Þó að ástandið sé slæmt í bili, er afar ólíklegt annað en að það skáni. Raungengið hlýtur að hækka þegar til lengdar lætur ef landið fær lán frá IMF og fleirum. Viðskiptajöfnuður verður hagstæður allt næsta ár og það leiðir nær örugglega til þess að gengið styrkist. Þar með lækka skuldir fyrirtækja og einstaklinga aftur. Sumir hafa talið að það sé vænlegt að bankarnir afskrifi lán allra skuldunauta um ákveðna prósentu. Slíkt mismunaði mönnum ekki en það er varla heppilegt að gefa peninga með þeim hætti. Hins vegar getur það verið mjög örvandi fyrir atvinnulífið að bankar byðu fyrirtækjum upp á að breyta hluta skulda þeirra í hlutafé. Auðvitað þyrftu fyrirtækin að uppfylla það skilyrði að eitthvert vit væri í rekstrinum og þau væru líkleg til þess eftir skuldbreytinguna að greiða afborganir og vexti af þeim lánum sem eftir standa. Í mörgum tilvikum þyrfti að búta fyrirtæki upp þar sem arðbærir hlutar rekstrarins væru aðskildir frá þeim sem tap er á. Ríkisbankarnir myndu svo geta eignast hlut í þessum nýju fyrirtækjum. Aðkoma lífeyrissjóðanna Lífeyrissjóðir hafa ávaxtað hluta af eignum sínum beint í atvinnulífinu. Þeir keyptu hlutabréf í skráðum fyrirtækjum og jafnframt skuldabréf fyrirtækja. Ef litið er til langs tíma hafa hlutabréf gefið mun betri ávöxtun en annað sparnaðarform. Þau eru hins vegar áhættusamur fjárfestingakostur eins og Íslendingar hafa verið óþægilega minntir á að undanförnu. Lífeyrissjóðirnir fara með stóran hluta af sparnaði landsmanna og það væri atvinnulífinu afar erfitt ef Afkoman verður örugglega ekki beysin næstu mánuðina, en hjá fyrirtækjum sem hafa heilbrigðan grundvallarrekstur (og þetta á auðvitað við um mörg íslensk fyrirtæki þegar skuldsetning þeirra verður eðlileg) er ekki óraunhæft að á næsta ári verði þau tæk á skráðan markað. Gömlu gildin um heilbrigt eiginfjárhlutfall og viðráðanlegar skuldir ölast gildi á ný. Lífeyrissjóðir og aðrir fjárfestar gætu við þær aðstæður náð mjög góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Viðskiptalífið heldur áfram þó að syrt hafi í álinn um sinn.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.