Vísbending


Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 3

Vísbending - 23.01.2009, Blaðsíða 3
V í s b e n d i n g • 4 . t b l . 2 0 0 9 3 framhald á bls. 4 Krónan hefur heldur verið að styrkjast svo lítið ber á að undanförnu. Skýringar liggja ekki í augum uppi. Þegar gjaldeyrishöftin voru sett á styrktist gengið mikið á skömmum tíma án íhlutunar ríkisins. Þegar gengisvísitalan var komin niður fyrir 200 jókst bjartsýni manna í viðskiptalífinu mjög og brúnin hækkaði á fólki og forstjórum í skuldafjötrum. Svo fór allt á verri veg aftur og gengi krónunnar veiktist um 15% þrátt fyrir höftin og mikinn viðskiptaafgang í desember. En það er vissulega ástæða til þess að spyrja sig hvort það sé endilega slæmt að gengi krónunnar sé veikt. Hvað gerir veikt gengi? Á árunum 1967-68 lækkaði gengi krónunnar um liðlega 50% í tveimur áföngum. Skýringarnar þá voru mikill aflabrestur og verðfall á afurðum. Gengisfellingin leiddi af sér mikla kjaraskerðingu fyrir almenning en á þeim tíma átti almenningur hvorki gjaldeyri né skuldaði í erlendri mynt. Því kom gengisfellingin ekki með tvöföldum krafti við lífskjörin eins og nú. Reyndar var þá ekki til verðtrygging og skuldir brunnu upp í verðbólgunni. Fjármunir fluttust frá þeim sem spöruðu til hinna sem skulduðu. Gott gengi? Spá Þorvalds 2007 hækkunum vegna nýrra innkaupa yfir á almenning. Hins vegar bætir gengisfelling hag þeirra fyrirtækja sem fá tekjur frá útlöndum en greiða laun í íslenskum krónum. Hún veldur því að almenningur kaupir minna og fremur innlenda vöru en erlenda. Því verndar hún innlend störf. Einmitt þess vegna er mikilvægt að gengið sé „rétt“ skráð þannig að gengisfelling ýti ekki undir óhagkvæmni. Hvað er rétt gengi? Hér í Vísbendingu var því haldið fram fyrir ári að eðlilegt væri að gengisvísitalan næði jafnvægi nálægt 140. Þessi ályktun var dregin með hliðsjón af meðalgengi krónunnar yfir mjög langan tíma. Nú virðist ljóst að hún stenst ekki miðað við breyttar aðstæður. Vel hefði mátt skoða málin útfrá öðru sjónarhorni. Þorvaldur Gylfason skrifaði grein í Herðubreið 27, júlí 20071 (Hvernig finnst þér Ísland?). Hann segir:„Landsframleiðsla á mann á Íslandi 2006 nam 55.000 Bandaríkjadollurum á skráðu gengi krónunnar; meðalgengið var 70 krónur fyrir dollarann það ár. Í Bandaríkjunum nam framleiðsla á mann til samanburðar 43.000 dollurum. Á þessu ári (2007) nemur áætluð landsframleiðsla á mann hér heima 66.000 dollurum á núverandi gengi, sem er 60 krónur fyrir dollarann (júlí). Dettur nokkrum heilvita manni í hug, að Íslendingar séu allt í einu orðnir miklu ríkari en Bandaríkjamenn með allt sitt? Varla. Skýringin á misræminu er auðvitað sú, að gengi krónunnar er of hátt skráð eins og jafnan fyrr og hlýtur því að eiga eftir að lækka.“ Þorvaldur heldur áfram: „Alþjóða- bankinn lýsir þessu vel í skýrslum sínum. Þar kemur fram, að landsframleiðsla á mann í Bandaríkjunum 2005 var enn sem löngum fyrr um fimmtungi meiri en á Íslandi á kaupmáttarkvarða, eða 42.000 dollarar á mann þar á móti 35.000 dollurum hér heima. Kaupmáttarkvarðinn á vel við hér, því að hann tekur mið af því, að verðlag er yfirleitt lægra í Bandaríkjunum en á Íslandi, og hver dollari hrekkur að því skapi lengra þar en hér. ... EES- samningurinn, einkavæðing bankanna, framkvæmdirnar fyrir austan, útrásin og allt það – hefur ekki dugað Íslandi til þess að draga að ráði á Bandaríkin: bilið milli landanna hefur haldizt nokkurn veginn óbreytt, enda hefur bandarískt efnahagslíf gengið vel undangengin ár eins og jafnan fyrr. Bilið gæti átt eftir að breikka aftur um tíma, eins og það gerði 1987-97, ef gengi krónunnar fellur svo sem við er að búast og gengi innlendra hlutabréfa fer sömu leið.“ Hér reyndist Þorvaldur sannarlega sannspár. Nýjar álögur lækka gengið Vegna þess að þjóðarbúið er skuldum vafið eftir bankahrunið verður vaxtabyrðin firnahá næstu ár. Þetta vegur á móti jákvæðum vöruskiptajöfnuði. Að vísu hafa vextir á alþjóðamarkaði lækkað en það nægir ekki til þess að vega upp á móti skuldaaukningunni. Það kann að virðast einkennilegt, en í viðbót við miklar skuldir ríkisins er helsti vandi þjóðarinnar sá að enginn útlendingur treystir henni fyrir peningum. Eina lausnin á því er að hingað komi erlendir bankar en það gerist varla meðan íslenska krónan er okkar aðalgjaldmiðill. Í fyrrnefndri grein sagði Þorvaldur: „Hvert þyrfti dollaragengi krónunnar að vera nú til að jafna metin? – svo að skráð landsframleiðsla á mann á Íslandi samrýmdist viðteknu mati Alþjóðabankans á kaupmætti landsframleiðslunnar. Það er einfalt reikningsdæmi, þótt svarið segi ekki alla söguna. Gengið þyrfti að vera 110 krónur fyrir hvern dollara. Dollaragengið þyrfti með öðrum orðum að falla um næstum helming til að jafna metin. En samanburður kaupmáttar við Bandaríkin ein er að sönnu alls ekki fullnægjandi mælikvarði á gengisskráningu íslenzku krónunnar, því að gengi krónunnar þarf að skoða í samhengi við aðra helztu gjaldmiðla í utanríkisviðskiptum Íslands frekar en við dollarann einan. En vísbendingin er eigi að síður skýr: gengi krónunnar hlýtur að falla og það verulega. Ég myndi ekki hafa orð á þessu, ef málið snerist um ofmat markaðsaflanna á gengi krónunnar og þá um leið á skráðri landsframleiðslu Íslendinga í dollurum talið til skamms tíma litið. Enginn getur með nokkurri vissu séð fyrir duttlungafullar gengissveiflur frá degi til dags eða ári til árs. Nei, málið snýst um landlæga gengisbjögun, sem Um það er engum blöðum að fletta að skyndileg gengisfelling leiðir til verðbólgu. Margir telja að þau áhrif séu alls ekki komin fram að fullu. Þá var tekið lán fundið fé. Verð trygg- ing in sem tekin var upp liðlega tíu árum síðar varð til þess að menn urðu að hugsa sig tvisvar um áður en þeir eyddu peningum í fjárfestingar. Nú kunna hins vegar að ríkja önnur lögmál um stund því að hér siglir allt atvinnulíf í strand og kreppan er alls ekki staðbundin eins og á sjöunda áratugnum. Um það er engum blöðum að fletta að skyndileg gengisfelling leiðir til verðbólgu. Margir telja að þau áhrif séu ekki komin fram að fullu. Verslanir hafi ekki keypt mikið fyrir jólin og þurfi nú að velta

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.