Vísbending


Vísbending - 27.04.2009, Blaðsíða 1

Vísbending - 27.04.2009, Blaðsíða 1
27. apríl 2009 17. tölublað 27. árgangur ISSN 1021-8483 1Þó að Ísland hafi virst í uppsveiflu lengi mun það þó hafa dalað miðað við önnur lönd. Er það þjóðhagslega réttlætanlegt að bjóða upp á kennslu á sumrin? Peningastefnunefnd Seðlabankans virðist ekki skilja forsendur sem hún á að vinna eftir. Margt þarf að bæta í hagstjórninni áður en menn geta vonast til þess að rétta úr kútnum. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 1 7 . t b l . 2 0 0 9 1 2 4 Það er alþekkt að kaupmáttur hefur vaxið hér á landi mjög lengi og hagur almennings batnað. Þetta hefur leitt til þess að Íslendingar hafa talið sig býsna vel stadda og var lengi talið merki um trausta og góða hagstjórn. Atburðir undangenginna mánaða hafa dregið úr trú margra á snilli við stjórn efnahagsmála. Í síðustu viku skilaði Oliver Wyman samhæfðu endurmati á skuldum og eignum Nýja Landsbanka (NBI), Nýja Kaupþings og Íslandsbanka til Fjármálaeftirlitsins, en það hefur ekki verið gert opinbert enn. Morgunblaðið vitnar þó orðrétt í það: „Núverandi staða Íslands er verri en nokkur kreppa sem einstök þjóð hefur þolað síðan í kreppunni miklu. Því er það mat fyrirtækisins að íslenska bankakreppan sé sú alvarlegasta sem hafi hent þjóðríki í tæp 80 ár.“ Hér er einkum vísað til bankakreppunnar og þess hve stór hluti lána mun verða afskrifaður. Margir hafa glatt sig við það að undanförnu að fleiri lendi í súpunni en Íslendingar. Það er auðvitað rétt og kreppan kemur víða við. Það er hins vegar bjargföst trú margra að á undanförnum áratug hafi Íslendingar notið einstakrar hagsældar. Áhugavert er að skoða þá fullyrðingu. Landsframleiðsla á mann Hagvöxtur á Íslandi hefur verið talinn tiltölulega góður allt frá árinu 1995. Í mati á stöðu landsins og árangri við hagstjórn er þó rétt að horfa á hvernig hann hefur þróast í samanburði við hagvöxt í nágrannalöndum. Verg landsframleiðsla er mælikvarði á heildarverðmæti vöru og þjónustu sem verður til í hverju landi um sig. Evrópska hagstofan Eurostat hefur safnað upplýsingum frá öllum löndum Evrópu og birtir á vefsíðu sinni samanburð á því hvernig verg landsframleiðsla á mann hefur þróast í löndum Evrópusambandsins og öðrum Evrópulöndum. Vístala Evrópusambandsins alls (27 landa) er sett á 100 og staða annarra landa gefin upp í samanburði við meðaltalið. Leiðrétt er með kaupmáttarstaðli (e:Purching Power Standard, PPS). Hjá þeim ríkjum þar sem gildið er ofan við 100 er landsframleiðslan Hefur Ísland lengi verið á niðurleið? á mann meiri en Evrópumeðaltalið en minni hjá þeim sem eru neðan við 100. Einkum eru það Austur-Evrópulönd sem eru innan við 100. Til dæmis eru Tékkar með gildið 80, Litháen með 60, Pólverjar með 55 og Ungverjar í 62. Portúgalir standa verst af Vestur-Evrópuþjóðum í 75, en flestar vest- rænar þjóðir eru yfir meðaltali svæðisins. Norðurlöndin hafa öll verið yfir meðaltali í langan tíma. Af öðrum löndum má nefna að Bretar standa í 115 og Hollendingar í 134. Miðað er við tölur frá árinu 2008. Á meðfylgjandi mynd sést samanburður á hvernig þróunin hefur verið hjá fjórum ríkjum á Norðurlöndum. Norðmenn standa langbest með sinn olíuauð og hafa smám saman stungið hin löndin af. Athygli vekur að Íslendingar fara lækkandi í samanburði á tímabilinu, löngu áður en að hruninu mikla kom. Þetta bendir til þess að velmegunin sem hér var hafi ekki verið eins mikil og talið hefur verið. Finnar hafa stöðugasta landsframleiðslu á mann í þessum samanburði. Hún minnkar hlutfallslega hjá Dönum og Íslendingum en vex hjá Norðmönnum. Ástæða er til þess að undirstrika að hér er átt við hlutfallslegan samanburð en ekki að landsframleiðslan hafi dregist saman. Það hefur ekki gerst fyrr en á árinu 2009 á Íslandi. Hún minnkar líka annars staðar en þó ekki jafnmikið og gert er ráð fyrir að gerist hér á landi. Þess vegna er reiknað með því að samanburðarlöndin haldi í horfinu miðað við meðaltalið. Hvar er mestur stöðugleiki? Eins og sjá má af myndinni er stöðug- leikinn mestur í Finnlandi miðað við Evrópusambandið í heild. Þetta bendir til þess að Finnum hafi tekist vel til við að halda aga á sínum fjármálum á þessum tíma. Þeir eru eina Norðurlandaþjóðin sem hefur notað evru frá því að það samstarf hófst. Danir hafa einnig tekið þátt í samstarfinu og danska krónan er fasttengd við evru. Hins vegar veikist staða þeirra miðað við heildina á tímabilinu. Rétt er að hafa í huga að Austur- Evrópuríkin hafa styrkst miklu meira en þróuð hagkerfi Vesturlanda á þessum tíma. Þau hafa risið úr rústum kommúnismans og hafa notið mjög góðs af því að hagkerfið hefur verið opnað og markaðir fyrir vörur þeirra stækkað. Þetta skýrir að hluta hvers framhald á bls. 4 Mynd: Verg landsframleiðsla á mann miðað við meðaltal í Evrópusambandinu Heimild: Eurostat. Áætlun Vísbendingar 2009. Miðað við kaupmáttarstaðla (PPS). Ástæ!a er til "ess a! undirstrika a! hér er átt vi! hlutfallslegan samanbur! en ekki a! landsframlei!slan hafi dregist saman. #a! hefur ekki gerst fyrr en á árinu 2009 á Íslandi. Hún minnkar líka annars sta!ar en "ó ekki jafnmiki! og gert er rá! fyrir a! gerist hér á landi. #ess vegna er reikna! me! "ví a! samanbur!arlöndin haldi í horfinu mi!a! vi! me!altali!. Hvar er mestur stö!ugleiki? Eins og sjá má af myndinni er stö!ugleikinn mestur í Finnlandi mi!a! vi! Evrópusambandi! í heild. #etta bendir til "ess a! Finnum hafi tekist vel til vi! a! halda aga á sínum fjármálum á "essum tíma. #eir eru eina Nor!urlanda"jó!in sem hefur nota! evru frá "ví a! "a! samstarf hófst. Danir hafa einnig teki! "átt í samstarfinu og danska krónan er fasttengd vi! evru. Hins vegar veikist sta!a "eirra mi!a! vi! heildina á tímabilinu. Rétt er a! hafa í huga a! Austur-Evrópuríkin hafa styrkst miklu meira en "róu! hagkerfi Vesturlanda á "essum tíma. #au hafa risi! úr rústum kommúnismans og hafa noti! mjög gó!s af "ví a! hagkerfi! hefur veri! opna! og marka!ir fyrir vörur "eirra stækka!. #etta sk$rir a! hluta hvers vegna sta!a Dana veikist hlutfallslega á tímabilinu. Hins vegar er "a! athyglisvert a! Finnar ná á "essum tíma a! halda í horfinu mi!a! vi! me!altali!. Ekki má gleyma "ví a! Finnland var a! koma út úr kreppu í upphafi tímabilsins, kreppu sem líka tengdist hruni Sovétríkjanna. #essi samanbur!ur kemur a! mörgu leyti á óvart, einkum a! Ísland hafi ekki sta!i! betur í samanbur!inum á!ur en a! kreppunni kom. Hins vegar gefur hann líka vonir um a! "egar úr rætist á n$ geti landi! ná! sama rangri og a!rar "jó!ir me! "ví a! beita aga vi! hagstjórn ef rétt hagstjórnartæki ver!a notu!. Mynd: Verg landsframlei!sla á mann mi!a! vi! me!altal í Evrópusambandinu

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.