Vísbending


Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.06.2009, Blaðsíða 2
2 V í s b e n d i n g • 2 6 . t b l . 2 0 0 9 Stöðugleiki á jarðskjálftasvæði? Það eru góðar fréttir að náðst hafi samningur milli aðila vinnu mark-aðarins og stjórnvalda um stöðugleika. Greinilegt er að samningsaðilum finnst að um tímamótaplagg sé að ræða því að nafnið „stöðugleikasáttmáli“ gefur til kynna óbrotgjarnt samkomulag. Því miður vantar þó inn í sáttmálann ýmis atriði sem skipta öllu við endurreisn þjóðarbúsins. Tvennt skiptir mestu máli til þess að hér á landi sé jafnvægi. Traust á gjaldmiðlinum og traust á bönkunum. Á hvorugu er tekið með trúverðugum hætti í plagginu. Göfug markmið Í sáttmálanum segir í upphafi: „Markmið stöðugleikasáttmálans er að stuðla að endurreisn efnahagslífsins. Í upphafi viðræðna settu samningsaðilar sér markmið um að í lok árs 2010 verði verðbólga ekki yfir 2,5%, halli hins opinbera verði ekki meiri en 10,5% af VLF, dregið hafi úr gengissveiflum, gengið styrkst og hafi nálgast jafnvægisgengi. Einnig verði vaxtamunur við evrusvæðið innan við 4%.“ Hér vantar ýmislegt á að skýrt sé talað. Verðbólgumarkmiðið ætti að vera raunsætt. Halli í ríkisrekstrinum verður hins vegar ekki minnkaður þegar menn búa sér til heilagar kýr. Í stað þess að horfa á útgjöldin eins og þau voru á árinu 2008 væri nær að horfa nokkur ár aftur í tímann, einkum þegar litið er á útgjöld til heilbrigðis- og tryggingamála. Velferðarkerfið er afleiðing af farsælum rekstri fyrirtækja og góðum launum einstaklinga. Þegar hvort tveggja verður fyrir höggi eins og núna verður að draga úr velferðinni. Það er einfaldlega bitur afleiðing hrunsins. Halli upp á 10,5% af vergri landsframleiðslu er ekki metnaðarfullt markmið og afar ótrúlegt að það náist ekki. Erfiðara er að eiga við vaxtamuninn. Líklega hafa allir þeir sem við samningaborðið sátu gert sér grein fyrir því að hin eftirsóknarverða niðurstaða næst best með því að Ísland gangi í Evrópusambandið og fái stuðning Evrópska seðlabankans við að styrkja gengi krónunnar þar til evra verður tekin upp sem gjaldmiðill Íslendinga. Rétt er að muna að ekki er alltaf mikið að marka yfirlýsingar opinberra aðila. Í nóvember 2008 gaf stjórn Seðlabankans út eftirfarandi yfirlýsingu: „Ríkisstjórnin og Seðlabanki Íslands hafa mótað stefnu sem miðar að því að koma á varanlegum stöðugleika í gengis- og efnahagsmálum. Haft var samráð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn við það verk. Stefnan er í meginatriðum þríþætt: Í fyrsta lagi aðhaldssöm peninga stefna sem treystir stöðugleika á gjaldeyrismarkaði og styrkingu krónunnar. Í annan stað ber að sýna varfærni í ríkisfjármálum. Ekki verður komist hjá tíma- bundnum halla vegna þess áfalls sem orðið er. Langtímastefna í ríkisfjármálum verður að miða að því að skulda- og greiðslubyrði verði viðráðanleg þrátt fyrir tekjutap og útgjaldaauka. Loks verður nauðsynleg endurreisn fjármálakerfisins að vera gagnsæ og lúta viðurkenndum leikreglum.“ Þetta er í meginatriðum viðfangsefni stöðugleika- sáttmálans þannig að árangur fram til þessa hefur enginn orðið. Einstök atriði sáttmálans Talað er um kjarasamninga til loka nóvember 2010. Það er ekki langur tími miðað við það ástand sem nú ríkir, en eflaust telja aðilar sig þurfa svigrúm til þess að bregðast við aðstæðum sem auðveldlega geta breyst á stuttum tíma. Mikilvert atriði kemur fram um skattahækkanir. Fest eru í samkomulaginu að skattar verði „lækkandi hlutfall aðlögunaraðgerða eftir yfirstandandi ár og ekki samtals hærra en 45% þeirra fyrir árin 2009 – 2011.“ Fjárlagagatið er nú um 190 milljarðar króna. Ef brúa á 45% af bilinu með skattahækkunum á þessu tímabili eru það um 85 milljarðar króna á ári. Það jafngildir um 90 þúsund króna hækkun á mánaðarlegri skattbyrði fjögra manna fjölskyldu. Þetta kemur ofan á hækkaða greiðslu af lánum og launalækkanir. Ef áform sjálfstæðismanna um að skattleggja lífeyrisiðgjöld við inngreiðslu í lífeyrissjóði fremur en við töku lífeyris myndi það lækka þessa byrði niður undir 50 þúsund krónur á mánuði. Þetta sýnir að þó að hugmyndin sé ekki gallalaus (sjá 25. tbl. Vísbendingar) er það ábyrgðarhluti að kanna hana ekki ofan í kjölinn. Enn er rætt um skuldavanda heimilanna. Fyrir kosningarnar í apríl varð mönnum tíðrætt um skjaldborg um heimilin. Lítið hefur farið fyrir henni síðan. Svo virðist sem stjórnvöld átti sig ekki á því hve geysilega alvarleg staðan er og hve lamandi áhrif hún hefur á hagkerfið. Í plagginu segir að í aðgerðum skuli „sérstaklega horft til þess hóps sem nýlega keypti sína fyrstu eign.“ Talað er um framkvæmdir í Helguvík og Straumsvík, framkvæmdir sem engan veginn eru í hendi því að erlendir aðilar vilja líka vita hvert stjórnvöld stefna. Tala er um að ríkisstjórnin gangi til samstarfs við lífeyrissjóði um að þeir láni til stórra framkvæmda. Það er í sjálfu sér ágætt svo fremi að ávöxtun verði ásættanleg. Hlutverk lífeyrissjóðanna er að ávaxta pund sjóðfélaga, ekki vera góðgerðarstofnun fyrir ríkið. Bankar og peningar Talað er um að erlendir aðilar geti eignast einhvern nýju bankanna. Ekki er kunnugt um að neinir erlendir aðilar hafi hug á því. Þeir komu ekki hingað þegar allt lék í lyndi og hvers vegna skyldu þeir vilja koma nú, þó að vissulega megi taka undir að það sé mjög æskulegt. Það myndi stórauka trú á bankakerfið því að stór hluti af kreppunni er vegna þess að allir eru hræddir við að bankarnir geti farið á hausinn aftur og ekki að ástæðulausu. Meðal ánægjulegustu greina samkomu- lagsins er að stefnt er að því að Ísland gangi aftur inn á Evrópska efnahagssvæðið með því að gjaldeyrishöftum verði aflétt í áföngum. Ein þeirra leiða sem reynt verður að fara er að erlendir aðilar fái uppgerðar kröfur sínar í krónum á hendur ríki eða Seðlabanka með skuldabréfum til langs tíma í evrum eða öðrum erlendum gjaldmiðlum. Þá verði látið reyna á áhuga lífeyrissjóðanna á að koma að viðskiptum við erlenda aðila sem eiga eignir í íslenskum krónum. Þetta eru háleit markmið og auðveldara að setja þau á blað en ná þeim. Miklu skiptir að ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til þess að ræða mál lífeyrissjóða. Engu er þó lofað, en hér mun einkum vera átt við að hægt sé að ræða hvernig gera skuli upp skuldbindingar vegna gjaldeyrisskiptasamninga. Staða margra sjóða er nú þannig að þeir þurfa að skerða lífeyri. Meðan þeir gera það ekki er gengið á rétt þeirra sem ekki eru komnir á lífeyri. Því miður virðast aðilar sáttmálans sammála um að ýta vandanum á undan sér. Samið er um skapa aðstæður til þess „að stýrivextir Seðlabanka Íslands lækki í eins stafs tölu fyrir 1. nóvember 2009 og að þeir og aðrir vextir bankans fari síðan áfram lækkandi.“ Enn og aftur fögur og nauðsynleg orð en minna fjallað um hvernig efna skuli. Jafnvel níu prósent vextir verða atvinnulífinu þungir í skauti. Einnig þarf að koma vöxtum á verðtryggðum lánum niður fyrir fimm prósent sem allra fyrst. Annars verður hér engin uppbygging. Sáttmálinn minnir á stefnuyfirlýsingu stjórnmálaflokka. Fögur fyrirheit en minna um leiðir. Hvers vegna var ekki samið um að leggja niður krónuna og ganga í Evrópusambandið? Það er raunveruleg aðgerð sem skapar efnahagslegan og stjórnmálalegan stöðugleika. Líklega hafa allir við borðið verið sammála henni nema e.t.v. Steingrímur J. Sigfússon.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.