Vísbending


Vísbending - 11.09.2009, Blaðsíða 4

Vísbending - 11.09.2009, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 3 6 . t b l . 2 0 0 9 framhald af bls. 2 Aðrir sálmar Stjórnmálaumræður eru oft þannig að manni virðist að stjórnmálamenn geti hiklaust gengið inn í hlutverk eins og leikarar á sviði. Hinn blíðasti leikari getur leikið illmenni sem áhorfendum stendur ógn af og leikkona sem er hrútleiðinleg í daglegu lífi getur látið sýningargesti veltast um af hlátri. Þetta er glæsilegt á leiksviði en dapurlegt á Alþingi. Sumir dást að vísu í blindni að sínum mönnum hvað sem á bjátar, rétt eins og um fótboltalið væri að ræða. En fyrir síðustu alþingiskosningar var það innan við helmingur sem fylgdi sínum flokki af svo mikilli sannfæringu að hann gæti ekki hugsað sér að kjósa einhvern annan flokk. Hvergi endurspeglaðist hlutverkaleikurinn betur en í Icesave- málinu. Meðan Geir Haarde var forsætisráðherra var tekin sú ákvörðun að semja skyldi. Steingrímur J. Sigfússon og flokksmenn hans börðust á móti. Í sumar var Steingrímur stuðningsmaður samninganna og Sjálfstæðismenn börðust á móti. Á endanum stóðu flestir þingmenn þó saman um að finna lausn á málinu, lausn sem var örugglega betri en sú sem lá á borðinu. Þegar útlent fyrirtæki vill kaupa hlutabréf í HS orku hefur minnihlutinn í borgarstjórn rifjað upp REI málið með sínum hætti. Hið rétta var eftirfarandi: Dagur vildi samruna REI við Geysi Green, en án kaupréttarsamninga. Dagur mótmælti ekki aðkomu Bjarna Ármannssonar. Hann studdi aðkomu einkaaðila að málinu og kippti sér ekki upp við það að þeir fengju 20 ára einkaréttarsamning að þekkingu Orkuveitunnar. Hann blindaðist af hagnaðarvon sem í fyrirtækinu átti að vera og féll fyrir því að verðmætið var sagt vera 10 milljarðar króna. Það voru bara tölur á blaði fengnar með því að hækka verðmæti GGE á móti. Dagur virðist hafa fullt umboð Samfylkingarinnar til þess að afhenda eigur og þekkingu borgarbúa til einkaaðila. Fjármagni borgarbúa átti að hætta í Afríku og Indónesíu. Hann talaði með blik í augum um geysilega hagnaðarvon í framtíðinni. Síðan hafa markaðir hrunið. Þessi saga var ekki rifjuð upp í borgar- stjórn heldur endurhönnuð saga „eins og hún hefði átt að vera.“ bj Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Það er gott að gleyma ar og ungabarnadauða; í ár deyja milli 200 þúsund og 400 þúsund fleiri börn en ef kreppan hefði ekki skollið á. Í ár eru 40 milljónum fleiri vannærðir en í fyrra vegna kreppunnar. 50 milljónir manna missa atvinnu í ár. Bersýnilega hefur atvinnumissir miklu verri áhrif í fátæku landi án bóta og velferðarkerfis en í vestrænum ríkjum. Staða þeirra sem halda vinnunni er lakari en áður. Það á auðvitað við um alla, bæði í ríku löndunum og þeim fátæku, en þegar tekjurnar eru ekki nema 2 dalir á dag eins og raunin er oft í þróunarlöndunum getur skerðing skilið á milli feigs og ófeigs. Það er ótrúlegt, en 43% af virku vinnuafli heimsins hafa minna en tvo dollara á dag í tekjur. Í ár veldur tekjufallið því að 200 milljónir manna í viðbót færast niður fyrir þessi mörk. Staðan versnar því margfalt þegar heilsugæsla og félagskerfi veikjast, fjöldi missir vinnu og aðrir hafa minna milli handa; þetta hefur áhrif á kjör mörg hundruð milljóna manna. Fátæktarmörk Alþjóðabankans eru dregin við 1,25 dali í tekjur á dag. Einn og hálfur milljarður manna er undir þessum mörkum og það fjölgar í þeim hóp. Með hliðsjón af fyrri reynslu er öruggt að fjöldi barna flosnar upp úr skólum, mun fleira fólk en ella missir líkamlegt atgervi vegna vannæringar og sjúkdómar leggjast miklu harðar á fólk nú. Þetta er óumflýjanlegt miðað við rannsóknir og reynslu fyrri ára. Fátækir finna fyrr og verr fyrir kreppu og eiga mun erfiðara með að rísa upp aftur að henni lokinni en hinir sem njóta betri aðbúnaðar. Í bráð er því kreppan harðari í þróunarlöndum og í lengd er leiðin upp úr henni torsóttari. Nú keppast menn við að lýsa því yfir erlendis að kreppunni sé lokið. Á sama tíma vilja íslenskir ráðamenn búa þjóðina undir erfiðan vetur. Skýringin er auðvitað að hluta til sú að vandi Íslendinga er miklu meiri en annarra þjóða. Aðgerðaleysi stjórnvalda síðan í fyrrahaust hefur þó ekki minni áhrif. Ben Bernanke, formaður bankastjórnar seðlabanka Bandaríkjanna, sagði í ræðu að líklega væri kreppunni lokið frá tæknilegu sjónarmiði. Þetta þýðir að hagkerfið hættir að dragast saman. Íslandsvinirnir í Danska banka gáfu út sambærilega spá um Evrópu. Reyndar verður að geta þess að seðlabankastjóri sagði líka að kreppan á Íslandi yrði á enda næsta vor. Sumum kann að virðast það ein- kennilegt að á sama tíma og kreppan bítur marga með atvinnuleysi, skuldum og lágum launum geti henni verið lokið. Greining Íslandsbanka taldi þetta til dæmis fjarri lagi. Samt er það svo að kreppa í hagfræðilegum skilningi miðast við það hvort hagkerfið stækkar eða minnkar. Hagvöxtur er undirstaða þess að lífskjör batni og samdráttur uppskrift að versnandi stöðu almennings. Hins vegar segir hann ekkert til um það hvort fólki líður betur eða verr. Væntingavísitala Gallups hefur verið í lágmarki að undanförnu og gildi hennar svo lágt að jafna má við örvæntingu. Þegar væntingar batna verður það til þess Það er búið að fólk hættir að halda að sér höndum og hjól atvinnulífsins fara að snúast hraðar. En það eru ekki bara væntingar sem eru eins og hundur sem eltir rófuna á sér. Ástæðan fyrir því, að menn vænta þess að bjartara sé framundan, er sú að ríkisstjórnir víða um heim hafa dælt peningum inn í hagkerfið. Það er ekki hættulaust. Fyrir utan það hve skuldug ríkin verða á eftir er hætt við því, að peningaflæðið geti valdið verðbólgu þegar hagkerfið tekur við sér. Fáir hafa viljað taka lán til nýrra fjárfestinga og bankar hafa verið fastheldnir á fé þó að nóg sé til. Of stór peningaskammtur getur valdið því að kerfið ofhitni og verðlag hækki. Þetta vita Bernanke og félagar vel og vilja því stilla kerfið rétt þannig að vextir hækki um leið og verðbólgan lætur á sér kræla. Þetta verður viðfangsefni þeirra meðan hagkerfið hjarnar við. Bernanke er þó ekki í vafa um hvers vegna bjartari tímar virðist framundan: „Ef ekki hefði verið gripið til kraftmikilla aðgerða í skyndingu hefði örvæntingin sem byrjaði í október síðastliðnum líklega aukist eða fleiri stór fjármálafyrirtæki farið á hausinn og allt fjármálakerfi heimsins hefði verið í hættu. Við vitum ekki fyrir víst hvaða afleiðingar þetta hefði haft efnahagslega, en það sem við vitum bendir til þess að samdrátturinn í hagkerfi heimsins hefði orðið afar mikill og langvinnur“. Ástandið á Íslandi bendir til þess að bankastjórinn hafi á réttu að standa.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.