Straumar - 01.01.1927, Síða 9
STRAUMAR
MÁNAÐARRIT UM KRISTINDÓM OG TRÚMÁL
1.
árg.
Reykjavik, i janúar 1927
1. tbl.
Ávarp.
Eins og vér gátum um í boðsbréfinu að riti þessu,
sem nú kemur í fyrsta sinn fyrir almenningssjónir, þá er
það framkomið vegna þeirrar nauðsynjar, sem vér nú
teljum á slíku málgagni með þjóð vorri. Verður reynslan
að skera úr um það, að hve miklu leyti þessi skoðun vor
er á réttum rökum bygð, og skulum vér aðeins taka það
fram, að vér munum hlíta þeim dómi, hver sem hann
verður, með fullu jafnaðargeði. Sýni undirtektir þjóðar-
innar það, að eigi sé tímabært að gefa hér út frjálslynt
rit um trúmál, þá er vitanlega ekkert við því að segja.
En bregðist alþýða manna vel við, þá vonum, vér, að það
geti orðið Guðs kristni meðal landa vorra til eflingar að
einhverju leyti.
Eigi hirðum vér um að koma hér fram með neina
fastmótaða stefnuskrá og má vera, að ýmsum flnnist það
bera vott um trúleysi vort og festuleysi. En vér trúum
því, að sá muni flnna sannleikann, sem leitar hans, en
leitin að sannleikanum og leitin að Guði er að vorum
d,ómi eitt og hið sama. Þannig viljum vér leita Guðs ríkis
og hans réttlætis.
Væntum vér liðs og afla margra annara, sem öðlast
hafa margvíslega og ólika lífsreynzlu. Og mætti rit vort,
þótt í litlu væri, stuðla að meiri skilningi og betra árangri
í leitinni, teldum vér tilgangi þess náð. En hitt er mikill
ábyrgðarhluti, bæði fyrir Guði og sinni eigin sál, að ein-
angra sig og útiloka frá andlegum straumum nútímans.
Með þessum formála sendum vér yður, sem erindi
vort sjá eða heyra, hugheilar nýjárskveðjur. títg.